Haustið er komið og kvefið líka!!!

Jább hér er komið haust sem þýðir að það er mjög mikill hitamunur á morgnanna og daginn, svo og á daginn og kvöldin.  Það getur farið í næstum í 30° yfir daginn og yfir það en svo á kvöldin og snemma á morgnanna er kannski bara 15°.  Það sem mér finnst verst á þessum tíma er hvernig maður á að klæða börnin, því þau kafna úr hita eða verður kalt ef þú klæðir þau ekki rétt.  Þá er rennda peysan góð og einhverjar hálfsíðar buxur enn ég get sagt ykkur að þetta er ekki auðvelt.

Perla Líf er komin aftur með asmahljóð og við erum búin að bæta við hana ventolininu og atroventinu aftur mér til lítillar gleði, vona bara að við náum að halda þessu í skefjum.  Þar sem þetta er ekki ofnæmisasmi þá er lítið hægt að gera nema vera með fyrirbyggjandi lyf og passa hana, sem er nú ekki auðvelt því að Perla Líf er ekki beint barn sem er kyrr allann daginn. Læknirinn mælti á móti því að hún væri í íþróttum þegar hún væri með svona asmahljóð en því miður er ég ekki sammála því þá held ég að hún fari ekkert í allann vetur.  Ólafur Ketill sem nánast aldrei verður veikur er orðin drullu kvefaður og í ofanálag ég líka.  Fullt af hori og að byrja að vera illt í hálsinum en ég leggst ekki fyrr en ég bara get ekki staðið upp því get ég lofað ykkur.  

Gistum hjá Fulgen um helgina og við skemmtum okkur yfir seríu n°2 af prisionbreak, hún er enn sem komið er mjög góð en mér er sagt að fyrsta sé betri.  Hann gaf mér nýtt gps í bílinn ekkert smá flott, æi hann er svo góður við okkur.

Perla Líf er nú í ströngum lærdómi heima að læra á klukku, hún er orðin rúmlega sjö ára og hefur ekki hugmynd um hvernig klukkan er þó að hún lærði í fyrra í skólanum og ég sé búin að kenna henni.  En ef hana langar að vera úti að leika við vini sína og koma heim á vissum tíma verður barnið að læra á klukku, þannig að nú verður það sett á fullt.

Það er alveg að koma að flutningi á búðinni.  Hún fer í meira en helmingi stærra húsnæði og þar verður ekkert smá flott yfirsýn yfir allar tegundir af hljóðfærum og auðvitað nótnabókum og öllu sem við kemur þessum bransa.  http://www.klavier.es

Verðum í bandi, farið vel með ykkur þangað til næst. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún.

Já...kvefið lætur ekki á sér standa þegar breyting verður á veðri og þessi hitamunur er vísasti vegur til að fá kvef. Það er ekki hægt að vera alltaf að passa sig, en það lítur út fyrir að það sé betra að gera það.

Vont  mál með Perlu Líf og asmann, satt að segja veit maður varla hvað gera skal, þetta er erfitt. Og Ólafur byrjaður með kvef og vesen sem verður eiginlega aldrei veikur....úff. Vonandi lagist þið öll fljótlega, ég segi bara toj...toj..toj...og krossa puttana , þú veist hvað ég meina.

Sendi bestu kveðjur og knús til allra. Prison Brake er ferlega spennandi....hehe.

Enn og aftur, kveðjur Sóldís Fjóla

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 30.9.2007 kl. 19:19

2 identicon

Hæ hæ dúllurnar mínar.  Vona að ykkur batni fljótt af þessu leiðindakvefi.  Veit að asminn er ekkert skemmtilegur en hægt að halda honum vel niðri ef réttu lyfin eru notuð, vona að þeir fari að finna út hvað hentar Perlu Líf best.  Takk kærlega fyrir alla snúningana og sendinguna, kom í hús í gær.  Þúsund kossar og batakveðjur til ykkar allra  Þórey og fjölskylda

Þórey (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband