Frábært líf.
27.9.2007 | 20:28
Æi hvað lífið er alltaf gott og yndislegt og það er um að gera njóta þess. Það er farið að hausta aðeins hérna á Spáni, maður finnur fyrir því á morgnanna og svo náttúrulega á kvöldin, þó að á daginn fari hitinn enn í 28-32° eins og í dag. Nú eru sko tómstundirnar byrjaðar þetta sama og venjulega, tennis, sund, padel en það eru 2 nýjar sem er að Ólafur Ketill er byrjaður að læra á píanó og er rosalega áhugasamur og finnst mjög gaman og Perla Líf byrjar á mánudaginn í Tae kwondo það verður nú svaka maka stuð mar.
Ég er búin að vera rosalega dugleg að hreyfa mig þessa vikuna fór í spinning á mánudag varð mjög þreytt og var viss um að ég yrði að drepast úr harðsperrum daginn eftir en svo var ekki. Fór svo í fyrsta tímann í padel í langan tíma og ég fékk sko harðsperrur eftir hann haha, hljóp í 20 mín í gær, þar er ég sko stolt af sjálfri mér því mér finnst svo leiðinlegt að hlaupa og ég hafði ekki hann Fulgen minn til að peppa mig upp þannig að ég stóð mig eins og hetja, þó að ég segi sjálf frá.
Síðustu helgi vorum við bara heima í rólegheitunum, kíktum reyndar til Torrevieja á nýja húsið Þurýjar og Steinars sem var rosalega kósý, það var skýjað þannig að við fórum bara í göngutúr með þeim og svona notalegt. Annars bara verið að halda áfram að hreinsa til í íbúðinni og hafa það notalegt.
Ég hef verið að horfa á Soprano seríuna sem fékk svo mikið af verðlaunum á einhverri af þessum hátíðum um daginn og hún er bara nokkuð góð en verð að láta það flakka að prisionbreak og fyrsta serían af lost er betri. Mafían er kannski ekki mín sterka hlið en þeir eru mjög góð afþreying það verður að segjast.
Later
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ spanjólar! Er bara að kvitta og láta vita að ég hafi komið hér við eins og venjulega. Heyrumst á skypinu. Knús Þórey og co
Þórey (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 21:01
Rosarlega eru börnin í mörgum tómstundum, gott mál og heldur þeim uppteknum. Hvernig er píanókunnátta þín nú til dags, gleymir maður því eða er það eins og með reiðhjólið. Hann býr örugglega vel að þér í píanónáminu.
Sammála þér með ágæti Lost, hef sjálf aldrei komist inn í prison break eða sopranos.
Dabba (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 23:11
Hæ Guðrún.
Frábært að heyra að þið hafið nóg fyrir stafni, gott mál að Ólafur er að byrja í píanótímum það finnst mér alveg frábært. Þú varst nú sjálf í tónlistartímum hjá Sigurbirni og þér gekk vel,svo nú er bara að sjá til hvort Ólafur hefur erft eitthvað af músik hæfileikum þínum. Örugglega!!!!!.......ég hef alltaf dáðst að því, að þið kunnuð alla texta og lög og sunguð bæði hástöfum þegar við fórum eitthvaðí bílnum. Og þá virtist alveg sama hvort tungumálið var Spænska eða Íslenska. Þú varst alltaf með íslenskar spólur með íslenskum lögum og textum í bland við þær spænsku, við Perla Líf hlustuðum bara og það var flott, við endurtökum leikinn fljótlega.
Og Perla Líf að fara í Tae kwondo, fínt fyrir hana sem hefur svo mikla hreyfiþörf, allar íþróttir eiga örugglega vel við hana. Mér finnst svo frábært hjá þér að fylgja krökkunum eftir í öllu sem þau taka sér fyrir hendur, og jafnframt gerir þú líka eitthvað fyrir sjálfa þig......þú lætur ekki sjálfa þig sitja á hakanum. Það finnst mér flott og mætti margur af því læra.
Er búin að vera að horfa á Prison Brake og var adrenalínið á fullu, þessir þættir eru ekta spennuþættir og virkilega þess virði að horfa á....en helst með öðrum!!!!!
Heyrumst fljótlega á Skypinu..... Knús og kossar til allra.
Sóldís.....mamma og amma
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.9.2007 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.