Búðir og meiri búðir.
18.9.2007 | 19:57
Á fimmtudaginn komu nú Þurý og Steinar okkar til okkar um kvöldið, ég hafði keypt pizzur um daginn þannig að það var pizzuveisla og auðvitað bjór fyrir þreytta ferðamenn. Þurý var hálf bílveik orðin í bílnum þannig að það mátti ekki vera með nein læti við matinn. Við eyddum þessum dögum saman að mestu í búðum, ég get svarið það maður er búin að fá nóg í bili af raftækjaverslunum. Það besta við þetta að ég varð bara þreytt en buddan mín varð ekkert léttari á öllu þessu búðarrápi haha. Bara hjá þeim. En verð nú að monta mig aðeins að þau gerðu mjög góð kaup hér í Murcia og keyptu samt nánast allt sem vantaði.
Þess á milli sem við rápuðum í búðum horfðum við á Prisionbreak, ég reyndar í annað sinn en þeir eru frábærir þættirnir. Hausinn á okkur var semsagt orðin kassalaga og lappirnar að detta undan haha. Það var samt frábært að fá að hafa þau og geta gert fullt af hlutum með þeim og fyrir þau. Nú er komið að okkur að fara í heimsókn í nýja húsið og setjast að haha. Reyndar er boðið komið og fljótlega verður sko brennt þangað því get ég lofað.
Skólinn er nú byrjaður og lífið að komast í skorður, úff það var æðislegt og börnin eru ánægð að hitta alla vinina og leika á fullu en það þarf reyndar að læra líka en lítið sem komið er.
Til hamingju elsku vinkona mín með stórsigur í lífinu!!!!
Knús til ykkar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ Guðrún.
Þaðer ekkert minna en frábært að Þurý og Steinar fengu allt sem þau þurftu á að halda í nýja húsið í Murcia og flott að þú hafðir hemil á þinni buddu. Gott að börnin eru byrjuð í skólanum og lífið fer að færast í fastar skorður, vinirnir á staðnum, það er alveg frábært.
Loksins...loksins,vann vinkonan sigur á mannskrattanum og kerfinu. Ég skil ekki framkomu mannsins allan þennan tíma og halda báðum, syninum og mömmunni í herkví og það hefur kostað ófá tár og mikla erfiðleika.En loksins er þetta búið og hægt að horfa fram á veginn. Ég segi nú bara til hamingju, allir.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.9.2007 kl. 09:13
Ég ýtti óvart á, senda og auðvitað rauk textinn af stað.
En ég bið að heilsa í bæinn....knús og kossar til Ólafs og Perlu Lífar og til þín og allra hinna.
Ertu annars búin að hringja í Mar og Valda? Ég mundi allt í einu eftir þeim.
Bestu kveðjur til allra......Sóldís Fjóla
Það hefur í marggang verið haft orð á því hvað nafnið mitt er fallegt.....ég er stolt....
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.9.2007 kl. 09:18
Hæ hæ guðrún mín
Vona að plöstunin mikla hafi gengið vel og fljótt fyrir sig :) Gaman að þú hafir heimsókn og að krakkarnir séu byrjaðir í skólanum. Er ekki alveg viss um hvort þú sért að beina hamingjuóskirnar til mín hehe en ég tek það til mín allavegna lol.
knús á ykkur
Dabba (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.