7 Ára 07.07.07 þvílíkur afmælisdagur.

Jább hún dóttir mín Perla Líf varð 7 ára þann 07.07.2007 þetta passar ekkert smá vel.  En þar sem við búum í borg þar sem fólk fer á ströndina um helgar á sumrin var ákveðið að halda smá afmælisveislu á fimmtudeginum 05.07.2007 það var sko ekkert verri dagur og þetta tókst með eindæmum vel.  Við gerðum þetta á sama máta og í fyrra bara úti á róló, afmælið hennar Zaidu var haldið deginum áður á sama róló og þetta er ein besta uppfinning verð ég nú bara að segja.  Við vorum langt fram eftir kvöldi eða til rúmlega 10 en þá var orðið svolítið svalt þar sem hafði verið skýjað um daginn.  Perla Líf fékk Nintendo DS leikjatölvu frá mér, afa og ömmu Sóldísi og svo fékk hún fullt af fallegum hlutum.  

Á sjálfan afmælisdaginn var hún með Belen, Nataliu, Belen dóttir, Paulu og Ólafi Katli á ströndinni, fékk náttúrulega aftur köku og blása á kerti á þennan merkisdag sem verður aldrei svo flottur 4 sjöur á einum degi úff maður.  

Kveðja til ykkar meira seinna

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Halló skvísa,

Innilegar hamingjuóskir til skvísunnar okkar. Hún vex og dafnar aldeilis.

Ég er búin að ætla að tékka á þér á skypinu á hverju kvöldi en einhvernvegin hef ég fengið nett ofnæmi fyrir tölvunni og fer lítið í hana. Reyndar á ég eftir að slá lokahöggið á þessa blessaða grein sem ég á að skrifa svo ég verð nú að ljúka því í næstu viku. Líka eins gott að koma þessu af svo maður hafi þetta ekki hangandi yfir sér áfram. Svo getur maður bara beðið róleg eftir útskriftinni 25. ágúst. Svo þetta er bara alveg að verða búið.....

Svo á náttúrlega að fara að hreyfa sig aftur eitthvað af viti svo maður verði ekki að slytti hérna. Ætlum í bústaðinn um helgina og ég ætla ekki að gera eiginlega neitt nema slappa af og spila, hlaupa og dúlla mér.

Hlakka til að heyra í þér skvísa og svo styttist óðfluga að maður komi út aftur.

Knús til þín og ormanna minna. Sérstakt faðmlag og kreist til afmælisbarnsins. 

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 12.7.2007 kl. 08:55

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Já...Perla Líf átti afmæli á merkilegum degi og enn og aftur til hamingju með það. Frábært að halda afmælið útí við. ég hef verið í afmæli Perlu Lífar sem var haldið úti á róluvelli og það var meiriháttar. Þetta var fín hugmynd hjá þér og skil ég vel að fleiri geri eins, allir eru þáttakendur í afmælinu, það er hægt að leika sér í tækjunum, fara í boltaleik og guð einn veit, það er nóg svigrúm til allra hluta. Til hamingju Perla Líf knús og kossar.

Nú fer að styttast í ýmsa hluti, en við heyrumst á Skypinu. Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.7.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband