Komin í húsnæðið...

Jæja, sem betur fer gekk ælupestin hratt og örugglega fyrir sig.  Um kvöldið var Perla Líf orðin fjallhress.  Ég sótti Ólaf Ketil til Ísaks Ernis og stoppaði smá stund, svo var taco heima hjá Össa og Kötu.  Eftir það lærði Ólafur og svo var farið á rúntinn, fyrst í heimsókn til Önnu, Snorra og Önnu Sólveigar svo til Kalla bróðir og Elínar.  Við komum ekki heim fyrr en um miðnætti og þá var börnunum bókstaflega grýtt í rúmið hehe.  

Sváfum nú ekkert lengi fram eftir en bara notalegt, fórum upp úr kl 11 að stað á Stokkseyri að heimsækja Afa Gísla, ferðin gekk vel og afi var bara fjallhress og mjög kátur að sjá okkur.  Á leiðinni heim lentum við nú í smá leiðindum, keyrðum fram á umferðarslys við litlu kaffistofuna sem betur fer virtist þetta og kom í ljós að engin var alvarlega slasaður.  Við fórum í Smáralind á Subway að borða og Kata mágkona kom og hitti okkur til að skoða götumarkaðinn, lítið var keypt en þetta var ágætt.  Svo brunuðum við í breiðholtið þar sem við búum núna til Hrólfs og co borðuðum með þeim pizzur frá Dominos.  Loksins náði ég að tala við elskuna mína í gegnum skype hann var bara nokkuð hress en haltrandi enn sem pirrar hann mikið.  Það líður að því að hann komi ég er orðin óþreyjufull.  Fórum svo aftur til Hönnu Maríu að hitta þau.  Sara Dröfn var ekkert smá ánægð að sjá Perlu Líf og þær léku helling.  Ólafur Ketill gisti svo þar.  Þegar við Perla Líf komum heim fór hún í rúmið um miðnætti og ég fór að kjafta við Össa og Kötu.....fram eftir nóttu.

Pabbi Perlu Lífar kom svo og sótti hana um hádegi til að ég kæmist út á flugvöll að keyra liðinu sem var að svíkja lit og fara til Spánar.  hehe sem betur fer annars hefðum við ekki íbúð.  Og hún fór upp í sumarbústað með honum.  Ég renndi svo að sækja Ólaf Ketil til Ísaks Ernis og stoppaði að vanda þar í nokkrar klst.  VIð fórum svo á American Style að borða og svo kom Perla Líf frá pabba sínum.

Í dag er ég búin að vera Ýkt dugleg og byrjaði daginn á að fara út að hlaupa.  svo að uppfæra síðuna hehe, nú er daman á leið í sturtu.  Við ætlum svo að drífa okkur á vit ævintýranna.

knús og kvitta..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Flott hjá þér að taka dagana snemma. Að hlaupa er ekkert smámál en víst mjög gott fyrir skrokkinn. Vonandi lagast Fulgen í hnénu, þetta getur tekið tíma, svo þolinmæði er svarið.

Heyrumst Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 7.8.2006 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband