Mallorka!!
1.7.2007 | 10:08
Hér kemur nú smá ferðasaga frá Mallorka. Þetta fór nú allt vel þó að við fengum hótel á síðustu stundu, smá seinkun varð á fluginu en við vorum þó allavegana bókuð í flugið, ég var orðin stressuð að það myndi klikka eins og fleira. Hótelið var við hliðina á flugvellinum, mjög slakt hótel og á þessu verði sem þeir seldu okkur herbergið á síðustu stundu var með ólíkindum. En þar sem ég var ekki komin til að vera á hótelinu lét ég mig þetta litlu skipta, þó að það versta væri að dýnurnar voru mjög lélegar. Við vorum með bókaðan morgunmat og þurftum að fara smá spöl til að fara í hann en það er nú ekkert hægt að kvarta yfir honum, hann var mjög fínn. Ákváðum svo að gá hvernig sundlaugarnar væru en garðarnir voru vægast sagt ömurlegir og litlar sundlaugar, ströndin var 70m í burtu og alveg yndisleg þannig að þar höfðum við það bara alveg frábært fyrsta daginn. Fórum svo til Palma að skoða okkur um en þar sem var laugardagseftirmiðdagur þá voru söfnin og ekkert opið nánast, þannig að við vorum nú ekki lengi, fengum okkur svo bara að borða þarna nálægt hótelinu og röltum aðeins um.
Á sunnudeginum fórum við í eina frábærustu ferð sem ég hef farið, fórum með eldgamalli lest frá Palma til Soller sem er á vesturströndinni tókum svo sporvagn þaðan niður að höfninni og þaðan tókum við bát til Sa Calobra sem er frekar norðarlega á eyjunni, pínulítil steinaströnd og rosa fallegt, borðuðum þar og fórum svo á ströndina sem var full af medúsu og varla hægt að baða sig....krakkarnir gerðu tilraunir en ég hafði ekki áhuga. Mánudagurinn var rólegur, skoðuðum Palma betur og fórum svo á ströndina, yndislegt líf. Á þriðjudaginn sóttum við okkur bílaleigubíl og keyrðum til Porto Cristo að sjá Drekahellana þeir voru ekkert smá flottir og risa stórir, fórum lengra norðureftir til að borða og tókum það svo rólega á bakaleiðinni, keyrðum aðra leið og skoðuðum bæina sem við fórum í gegnum. Sjóræningasýning var svo endirinn á góðum degi, reyndar var hún öll á ensku sem ég hafði ekki búist við en þetta var mjög gaman, þvílík atriði.
Miðvikudagurinn var mjög skýjað og við keyrðum alveg nyrst á eyjuna að skoða þar, rosa fallegt og það sem við þurftum að fara af fjallvegum var ekkert lítið, en það fannst mér í raun skemmtilegast við þetta, útsýnið sem þú fékkst og svoleiðis, þetta var ógleymanleg ferð, þurftum reyndar að sleppa Valldemosa sem var bærinn sem ég ætlaði að skoða en hann geymist þá bara þangað til næst. Síðasta daginn fórum við í vatnaland og það var skýjað á köflum en rosa fínn dagur, hittum svo Elenu vinkonu okkar og borðuðum kvöldmat með henni. Heimferðin gekk mjög vel og það er yndislegt að vera komin heim!! En ferðin var mjög vel heppnuð!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ Guðrún.
Gott að ferðin heppnaðist svona vel, sem sagt í goodý. þetta sem þú sagðir mér er hinsvegar alveg út úr korti. Þessi hegðun segir manni svo sem ýmislegt sem maður skildi ekki áður, en skilur núna. Það er allur gangur á því hvað fólk notar til að koma sínu fram og stjórna, í byrjun skilur maður ekki neitt, sn svo opnaðst fyrir skilningarvitin og það all hressilega. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur í ljós eftir ferðina, þú veist.
En ég heyri betur í þér fljótlega....bið að heilsa Ólafi og Perlu Líf og þér sjálfri. Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 2.7.2007 kl. 10:40
Halló dúlla mín. Gott að ferðin var vel heppnuð. Mallorka er náttúrlega meiriháttar falleg eyja og yndislegt að vera þar. Reyndar orðin svaka ferðamannanýlenda en það er nú orðið víða á Spáni. Ég er einmitt búin að fara þarna um sem þú lýsir en var ekki búin að taka þessa lest sem þú talar um og hljómar svo vel.
Verkefnisflykkið er loksins búið og búið að skila svo það þýðir ekkert að berja sig í handarbakið fyrir að hafa ekki tekið á þessu og hinu. Það er bara of seint og ekki er aftur snúið. Síðan er það greinin sem ég vonast til að klára sem allra fyrst. Þannig að meistaragráðan í lýðheilsu er nánast komin í höfn. Og svo stendur náttúrlega til að gera alla skapaða hluti eftir að þessu öllu lýkur. Því þá held ég náttúrlega að ég hafi endalausan, lausan tíma til umráða til að gera nákvæmlega allt.
Knús og faðmlög.
Þurý
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 3.7.2007 kl. 18:35
Hæ Perla Líf. Nú er sko ástæða til að óska til hamingju þó að rétti dagurinn sé ekki runninn upp, en það á að halda uppá hann í dag. Til hamingju með afmælið 07.07.´07 of að vera að auki 7 ára, þetta er ferföld happatala, því að 7 er heilög tala. Þetta kemur líklega ekki fyrir nema einu sinni á ævinni svo það er frábær minning að hafa átt afmæli þennann merkisdag.
Ég veit að það verður skemmtilegt í afmælinu þínu, að halda afmæli utandyra er frábærlega gaman ég hef einu sinni verið í afmælinu þínu á róluvellinum fyrir utan húsið þitt og það var meiriháttar gaman. Fullt af krökkum mættu og sungu afmælissönginn og Zaida söng hann meira að segja á íslensku. Sama sagan verður núna, það verður æðislegt fjör og margir krakkar, það er líka hægt að leika sér í leiktækjunum, syngja og dansa, taka myndir og gera allt mögulegt. Ég veit að það verður örugglega afmælisterta og eitthvað fleira. Enn og aftur til hamingju og góða skemmtun.
Siggi frændi þinn sendir bestu afmæliskveðjur og það geri ég svo sannarlega líka.
Innilegar afmæliskveðjur Perla Líf, þinn afmælisdagur er merkisdagur.
Knús og kossar....Sóldís amma
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 5.7.2007 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.