Fríið byrjar vel.....

Jæja það er nú bara fínt að vera komin á frón.  Höfðum það gott hérna hjá bróður og mágkonu í gærkvöldi.  Fórum nú frekar seint að sofa og ég var nú alveg búin á því held ég. Ekki búin að sofa í 20 klst og allt batteríið búið.  Ætlaði nú að sofa út og nice og svo heimsækja pabba á stokkseyri en hlutirnir virðast ekki alltaf fara eins og þú hefur ætlað þér.  Perla Líf byrjaði að gubba kl 4 í nótt og það var nú saga til næsta bæjar.  Það tóku við þrif hátt og lágt allavegana svona eins og hægt var um miðja nótt.  Svo er hún greyið voða slöpp í dag en við verðum á fullri ferð á morgun býst ég við.  Þetta eru sem betur fer ekki langar pestir.  Ólafur Ketill var heppinn að þessu leyti og fékk að fara til vinar síns með nýju PSP og harry potter leikinn, Ísak Ernir beið óþreyjufullur eftir að fá hann í heimsókn.  

En ég þurfti í rauninni á því að halda að vera í rólegheitum í dag og ná upp svefni undanfarna daga. Þar sem ég hef ekki sofið almennilega í hitanum úti.

Hola guapo, como necesitaba estar en casa hoy, no he hecho otra cosa que dormir con Perla Líf.  Esta mejorando porque ha dormido y descansado.  Ólafur esta con su amigo y esta noche le recogere.  Espero que estes muy bien y nos vemos dentro de una semanita.

besos

knús heyrumst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband