Kvef, hósti og hiti....hvað verður það næst.
11.6.2007 | 17:56
Svona er lífið við höldum áfram að þjást allavegana yngri hlutinn á þessu heimili. Nú hósta börnin í kór, reyndar mjög ólíkur hósti en samt ótrúlega pirrandi og getur þetta ekki klárast.
Ólafur Ketill greyið hafði enga lyst í dag og ég sem ætlaði að senda hann í skólann ef hann væri ekki mjög slappur en svo var ekki. Pöntuðum tíma hjá lækni sem ákvað að senda hann í blóðrannsókn en við þurfum víst að bíða til föstudags með það. Ætli hitinn verði ekki farin þá??? týpískt. Perla Líf er enn með sinn asma hósta og ég fer nú að fara með hana líka aftur til læknis og krefjast rannsókna. Vil þó allavegana fá að vita hvort þetta er asmi eða hvað!!!
Nú er orðið alltof heitt hérna til að vera veikur!!! Hitinn fór í um 35 gráður í dag og það var vel heitt. En við fórum í tennis, meira að segja Ólafur Ketill líka en hann var samt hálf kraftlaus en sló samt ótrúlega vel. Þau fara í próf í tennis á miðvikudag og svo verður sumarhátíðin á fimmtudag, er samt kennt til 28 júní að ég held. Annars bara gott að frétta héðan, over and out.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ Guðrún.
Vonandi lagast þetta hjá börnunum áður en þið fariðí ferðalagið, ég ætla að setja puttana í kross, og síðan er það toj...toj...toj...og Good Luck. Þetta ætti að gera útslagið og pestin lagast....þetta klikkar ekki.
En svona gamanlaust þá er vonandi að hitin, hóstinn og kvefið láti nú undan. Kominn tími til að fara að búa sig í huganum undir ferðina sem verður örugglega skemmtileg og eftirminnileg, því spái ég... Mark My Words...
Hitinn 35 gráður...úff...það er einum of heitt fyrir mig. Aðeins minna og jafnara....fyrir alla. Vonandi fer eðlileg orka í gang og þá lagast allt. Heyri betur í þér inni á Skypinu fljótlega...bið að heilsa börnunum Ólafi og Perlu Líf. Bardagakveðjur til þín....knús, Sóldís ......
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.6.2007 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.