Allir farnir heim....

Ja það hlaut að koma að deginum, nú eru allir gestirnir okkar farnir.  Það er að segja gestir hún Þurý mín var nú varla gestur lengur eftir að hafa verið hérna í 3 mánuði og í íbúð sér og allt.  En allavegana  hún og Steinar komu úr ferðalaginu á sunnudag og ég hitti þau nú ekki fyrr en á þriðjudag.  Það var svo brjálað hjá mér að gera á mánudaginn, fór í media markt fyrir Össa bróðir að kíkja á verð á minniskortum í myndavélar, svo var ísskápurinn eitthvað svo tómur að það varð að fara í Mercadona að versla allavegana eitthvað, vatn og nauðsynjavörur.  Nú mín vildi líka flýta sér heim til að vita hvort að Fulgen myndi nú láta vita eitthvað af sér....var sko ekkert búin að heyra í honum nema smá email um morguninn.  Var sko á hlaupum því svo átti ég að mæta í laser kl 15.30, úff ekki tími til neins.  Skellti mat í andlitið á mér og svo talaði ég við Fulgen á skypinu í smá stund, hann var voða þreyttur enda ekki næstum búin að ná tímamismuninum sem eru 7 klst, fyrir utan allt ferðalagið.  Þessi elska saknaði mín fullt og var búin að kaupa ýmislegt handa mér.

Fór svo út að borða með Þurý og Steinari á Casa Carmelina í hádeginu á þriðjudag svo vorum við að snúast í búðum að athuga með 20" sjónvarp handa þeim, koma krökkunum í sund en sem betur fer leyfði Paloma mér að skilja þau eftir hjá henni þangað til að þau áttu að mæta.  Keyrði svo Steinar og Þurý heim seint um kvöldið það var komin tími til að pakka.  Í gær var rólegt, æi það var notalegt.  Reyndar fór ég með bílinn í skoðun til tryggingafélagsins sem á að borga skemmdirnar á honum en  þetta gekk allt mjög vel.  Enn einn mánuðurinn að klárast og við förum í stúdents útskriftina hennar Palomu á föstudaginn hún fékk yfir 9 í meðaleinkunn hún er ótrúleg.

Jæja nóg í bili, biðjum að heilsa öllum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún.

Fór að hitta Rúnu í dag og það var sko ævintýri útaf fyrir sig. Ég segi þér frá því á Skypinu. En núna ætla ég á vit ævintýranna sjálf, en upphlaupið hjá mér er að skila sér á jákvæðan máta. Nú er bara að sjá til hvað gerist, æðri máttarvöld eru örugglega á mínu bandi núna, kominn tími á það. YESS.....

Það getur tekið á að ferðast,það sannast á Fulgen, 7 klst. tímamunur er ekkert smá. Fyrir nú utan flugið á svæðið, vonandi að hann njóti þess í botn, Japan er svo ólíkt menningarsvæði, allt svo ókunnuglegt þrátt fyrir vestrænan iðnað þeirra. Hann verður örugglega búin að fá nóg í bili.

Flott frammistaða hjá Palómu, hamingjuóskir til hennar og pabba hennar.Útskriftin framundan, það er mikið tilhlökkunarefni, eftir allt erfiðið, allavegana tímalengdin. En þessi frammistaða er meiriháttar.

Heyri betur í þér á Skypinu, bið að heilsa Ólafi og Perlu Líf og þér sjálfri og öllum hinum. Knús og kossar....Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 31.5.2007 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband