Fermingar...úff.
27.5.2007 | 20:02
Jæja loksins, lofa ég að tala ekki meira um fermingar á þessu ári eftir þessa færslu!!! Í dag vorum við boðin í 4 fermingar, ótrúlegt en satt okkur tókst að mæta í 3. Það byrjaði á kirkjunni og þar voru öll þessi 4 börn voru að fermast í sömu kirkjunni sem betur fer. Svo fór Ólafur Ketill í veisluna til Maríu del Mar sem ávallt er kynnir með honum í skólanum og sér vinkona. En Perla Líf og ég fórum allaleiðina til Lorca að vera við veisluna hennar Belen. Föðurfjölskylda hennar sá um veisluna og þau eiga nú dáldið af peningum svo að það var ekkert til sparað í þeirri veislu, maður bara át á sig gat en lét nú áfengið vera þar sem eru rúmir 40 km aftur tilbaka til Murciu. Kl rúmlega 18 þá brunuðum við Perla Líf aftur til Murciu því þar beið okkur svona barnalands veisla eins fermingarbarnsins sem var haldin eftir aðalveisluna. Þar var meiri drykkur, meiri matur en börnin hoppuðu og djöfluðust í tækjunum til um kl 21, þá var að sækja Ólaf Ketil og nú er komin ró á liðið. Maður er sko alveg búin eftir svona dag úff. Þær eru búnar fermingarnar sem ég veit um í ár, jibbý.
Annars gleymdi ég alveg að minnast á brúðkaupið sem ég og Fulgen fórum í um daginn, það var mjög skemmtilegt og kannski ekki mikið frásögufærandi nema þetta var æskuvinur Fulgen sem var að gifta sig í annað sinn eftir að hafa misst konuna sína úr krabbameini. Þar af leiðandi voru þar margir æskuvinir hans og það var mjög gaman að kynnast öllu þessu fólki og Fulgen lék á alls oddi, vildi meira að segja dansa og bara frábært. Skemmtum okkur þrusuvel.
Ég ætla nú bara að taka það rólegt, sjá hvort að Fulgen minn vaknar þarna lengst í burtu svo að ég geti heyrt aðeins í honum annars verður bara farið snemma í háttinn. Ein búin að fá nóg.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Fjórar fermingar sama daginn og meika þrjár. Það kalla ég gott, en það tekur á að vera lengi uppistandandi í svona veislum og svo étur maður á sig gat. En það er frábært að þessu er lokið og hægt að hvíla sig um stund á öllum þessum veislum, bara þetta venjulega hversdags líf, það er nefnilega hvíld í því, en veislurnar með.
Nú er Fulgen staddur í Japan og það er ekkert smáferðalag, þú heyrir líklega í honum fljótlega en það er þó nokkur tímamunur. Það hefur verið gaman í þessu brúðkaupi, gamall vinur Fulgens að gifta sig á nýjan leik og allir gömlu vinirnir mættir, það er flott.
Bið að heilsa Fulgen og svo auðvitað Ólafi og Perlu Líf og þér sjálfri. Segi bara Sweet Dreams eftir allar veislurnar. Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 27.5.2007 kl. 21:51
Jæja ég komst í gegn um eina á einum degi og fannst það meira en nóg af fermingum hehe. Hérna gengur allt vel og auda blómstrar Ljósið okkar. Er nú svoldið lík hinum hehe Mér finnst hún svipa til Júlla þegar hann var svona lítill enda eru þau öll úr sama móðurkviði. En held að ég sé hætt núna að búa til börn bara æfa mig en ekki láta það fara í frjóvgun KNÚS ELSKURNAR MÍNAR MUA MUA
Guðrún Anna (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.