Skemmtiferðaskipið Sky Wonder!
11.7.2006 | 18:47
Hér heldur frásögnin af ferðalaginu okkar frábæra áfram, svo ég láti vita þá mun ég reyna að setja inn myndir fljótlega.
Semsagt á mánudegi var flogið í 747-200 júmbó þotu frá Madridar til Aþenu höfuðborgar Grikklands. Flugið gekk frábærlega en því miður þurftum við svo að vera næstum klst til að komast niður í skipið. Sem betur fer þurftum við ekkert að hugsa um farangur sem í raun var stórskrýtið fyrir fólk sem er vant að ferðast og hefur alltaf þurft að sækja töskur og vesenast. Í rútunni var ógeðslega heitt, kl orðin fjögur seinnipartinn og flestir búnir að vera á ferðalagi síðan kl 7 um morguninn.
Vá þegar í skipið kom....tóku við okkur þjónar sem tóku allan handfarangur á sínar herðar og fylgdu þér í þína káetu. Við vorum í káetu á 5 hæð af 11 nr C202. Fengum smá sjokk þegar þangað kom því við fundum ekki rúmin barnanna, o mæ god, en svo kom herbergisþjónninn okkar og renndi rúmunum niður úr loftinu hehe. Káetan var fín, eins og á fínu hóteli fyrir utan minibarinn sem er ekki þörf á þegar þú ert með allt borgað fyrirfram á börunum og veitingastöðunum.
Við drifum okkur nú bara upp á 8 hæð að fá okkur síðdegissnarl og kynnast skipinu aðeins, finna hlutina. Fórum aðeins í heitu pottana og slöppuðum af, dagurinn leið hratt og við borðuðum á pizzu staðnum um borð, sáum skemmtunina sem voru flottir dansar og æði. Fórum frekar snemma í háttinn eða um kl 1til að geta farið til Aþenu að sjá herlegheitin Parþanenon og útileikhúsið og ýmislegt fleira.
Lífið hér hjá mér er yndislegt núna, börnin fóru til Íslands til pabba síns og gekk allt vel. Ég svíf á bleiku skýi þessa dagana því ástin liggur í loftinu og það er langt síðan mér líður svona vel.
Stóra fréttin er að hann ætlar að koma til Íslands um miðjan ágúst þannig að þið fáið að hitta herramanninn. Ég er að springa úr tilhlökkun :).
Knús í bili og meira mjög fljótlega.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sammála, ferðin var frábær. Og enn meiri tilhlökkun í vændum, á Íslandi í ágúst.
Heyrumst,
Sóldís k.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.7.2006 kl. 22:38
Nú jæja ætlar minn að koma með heheh ég verð sennilega ekki heima til að taka á móti ykkur en kemur allt í ljós þegar lengra líður því planið er að fara 1 ágúst og koma aftur þann 15 heheh mér hlakkar til að losna héðan frá rok og rigningu langar að fara á heyra í þér er ekki með síman heima hjá kalli
Kveðja Guðrún Anna
Guðrún Anna (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 11:37
Það hefur verið algjör lúxus á ykkur, frábært að heyra. Maður verður að prófa svona siglingu einhverntímann.
Hvað verður þú lengi hérna aftur, eða til hvaða dagsetningar?
Dabba (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.