Heimsóknir, brúðkaup og fermingar....
15.5.2007 | 14:40
Halló halló,
Veit varla hvernig ég á að komast framúr þessari helgi sem er framundan, held samt að ég byrji á að biðja um frí á föstudag því seinnipartinn erum við Fulgen boðin í brúðkaup hjá mjög góðum vini hans. Auðvitað sem kona verð ég að láta laga á mér hárið og aðeins að farða mig, annað gengur ekki og ef ég er að vinna fram eftir þá get ég lítið gert held ég. En allavegana Össi og Kata koma líka á morgun sem er mikið tilhlökkunnarefni, en það er verst hvað helgin er pökkuð eitthvað. Á laugardagseftirmiðdaginn er okkur boðið í afmæli hjá lítilli vinkonu og svo fer Ólafur Ketill í fermingu á sunnudaginn, sem betur fer var okkur ekki öllum boðið í hana. Fulgen er líka að fara í fermingu með sín á sunnudaginn til frænda í mömmu þeirra ætt. Mig langaði mikið að reyna að fara á ströndina helst báða dagana um helgina ef þá Össi og Kata vilja ekki gera eitthvað annað.
Í gær fór ég í smá kaupleiðangur, langaði í fleiri buxnapils fyrir padel og eitthvað sætt og mér tókst að kaupa mér 2 pils og einn bol. Ólafur Ketill ætlaði að kaupa sér nýjan mp3 spilara sem voru á tilboði í einni búð en þeir voru því miður allir búnir...hljótum að finna einhverja ódýra annars staðar.
Er aðeins byrjuð að hreingera áður en gestirnir koma, þetta er mest ryk en það verður víst líka að þrífa það. Svo á morgun ætla ég að taka allar sængur í burtu og þá verður þetta allt klárt. Ætla að drífa mig í leikfimi og padel í dag svo verður örugglega minna um leikfimi á meðan Össi og Kata eru hérna þó að ég sleppi nú ekki padel, það er á hreinu!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ Guðrún. Góða skemmtun í brúðkaupinu og fermingunum, ekki veitir af góðum óskum þegar svona fínn matur verður í boði. Össi og Kata hafa það ábyggilega fínt og skemmta sér vel, bara að það verði ekki of heitt. Hitinn hefur víst verið í meira lagi að undanförnu, en vonandi verður bara passlegt, hitinn getur alveg farið með mann ef hann er of mikill.
Gangi þér bara vel í Padel í nýju pilsunum og bolnum. Bið að heilsa Ólafi og Perlu Líf og auðvitað Össa og Kötu og þér sjálfri, Fulgen og öllum sem ég þekki.
Bless í bili og knús til allra. Sóldís Það helliringdi hérna í dag en samt fór ég í sund í klukkutíma. Hetjan sjálf...hehe.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.5.2007 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.