Hvaða leti er þettað eiginlega...
7.5.2007 | 14:53
Jæja leti og ekki leti, hér erum við, var búin að skrifa ágætan helling á laugardaginn og þá var örugglega mbl liðið að uppfæra síðuna eða eitthvað, ógeð fúlt. En það er svo sem ekkert mikið búið að vera að gerast, í síðustu viku vorum við bara að þessu venjulega, fórum í tennis á miðvikudag sem var rólegt því það var hálfskýjað. Á fimmtudag fóru krakkarnir í sund og ég í padel en samt var þetta skrýtin dagur því það kom hellidemba í 2 mínútur um kl 19 og ég fékk sjokk og hélt að padel myndi verða frestað. Ég spilaði bara mjög vel og þetta var mjög gaman.
Á föstudaginn var ég með svo mikið ógeð af sjálfri mér að ég fór sko í spinning kl 17, Perla Líf var heima hjá Fulgen á meðan og svo sóttum við Ólaf Ketil heim þegar hann var búin í tennis og svo var kvöldið bara notalegt, með Palomu og Gaby sem elduðu hamborgara fyrir krakka gemsana eða réttara sagt Paloma gerði það á meðan Gaby spilaði við mig biljarð hehe. Við spiluðum slatta biljarð um kvöldið því stóru börnin horfðu á Drakula, Perla Líf og Ólafur á aðra mynd uppi á meðan ég vann öðru hvoru Fulgen hehe. Svo fór ég bara upp í rúm að lesa en Fulgen að svara mailum vegna vinnunar og ýmislegt svoleiðis. Notalegt kvöld í hnotskurn. Á laugardag löbbuðum við aðeins hingað heim, ég tók úr þvottavélinni og Ólafur Ketill lék við vini sína meðan Perla Líf var inni með mér að leika. Borðuðum hjá Fulgen, svo setti þessi elska WIFI net hjá mér, loksins get ég farið að nota nýju fartölvuna mar.
Keyrði svo Önnu Láru og Reginn Frey út á flugvöll og auðvitað kom Þurý með, vorum sko slatta tíma í biðröð eins og alltaf í íslandsflugi frá Alicante ógeð.....En þetta gekk samt vel, kom heim næstum um miðnætti, fékk mér samloku, kom grísunum niður og við kíktum á gamla James Bond mynd.
Enn ein fermingin var svo á sunnudag, ég passaði mig nú á að borða ekki svona svakalega hehe. Hún var fín nema Perla Líf er að verða kvefuð og veik eftir að hún rennbleytti sig um daginn.
Hvað er svo með þessa svokallaða vini mína sem aldrei kvitta????? Eruð þið öll svona rosalega upptekin. Ja vona að þið séuð ekki hrokkin uppaf.....hættið þessari leti og kvitta öðru hvoru.
PS Til hamingju Elsku Guðrún Anna mín og fjölskylda með nýja fjölskyldumeðlimin hana Emilíu Luz sem kom í heiminn í nótt.....eins og ég var viss um að hún myndi fæðast 7unda sem er heilög tala og í stíl við Perlu Líf og líka hann Konna Kalla hennar Þóreyjar.
Knús úr miklum hita og sól, og kveðja til allra...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.