Verkalýðsdagurinn....í rólegheitum

Knúsudýrið mitt kom nú heim á mánudagseftirmiðdaginn þegar við vorum í barnaafmæli hjá bekkjarsystur Ólafs Ketils, Belen en það voru bara mjög fáir og bara notalegt. Svo var sko brunað til Fulgens því frídagur daginn eftir og um að gera að notfæra sér það og horfa á góða videomynd, spila billjard og kúra, æi það er svo notalegt.  Spiluðum 2 leiki í billjard og ég er nú orðin þokkalega góð og farin að vinna uppá eigin spýtur ehheeh, þá fyrst fer þetta að verða gaman.

Á verkalýðsdaginn sjálfan dúlluðum við okkur bara í þessu aðeins í heimilisverkum, búa til mat, kjúlla í ofni og notalegt.  Horfðum á eina eldgamla James Bond mynd og hún var bara þokkalega góð.  Svo komu Nando og Silvia með krakkana sína og það varð nú að spila á móti þeim og það var geðveikt fjör.  Svo inn á milli er búið að rigna eldi og brennisteini, eins og í gærkvöldi.  Svo í dag var skýjað en samt fínt veður svo í 2 mínútur kom þessi hellidemba að það var ótrúlegt en svo kom sólin bara aftur.  Þannig að verkalýðsdagurinn okkar var bara rólegur.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún. Gott að þú ert búin að fá knúsudýrið þitt aftur og það er notalegt.  Eins og þú hefur sjálfsagt séð er ég komin með tvo Víkinga,...hehe...og það hefur sko haft áhrif. Þeir eru sinn af hvorri sort en samt báðir Víkingar, annar er fúlskeggjaður og stærri og meiri í sniðum. Mér finnst þeir alveg frábærir og þeir eru sko til í slaginn.

Nafna var hérna í gær, eins og þú vissir og sýndi hún mér sína síðu sem er meirháttar flott og öll á ensku, ég hef verið að spá í að fara þar inn, það er fín æfing, enskan er jú alþjóðamál. Nafna sýndi mér og las upp ljóð sem hún hefur gert og eru sum mjög góð, við gerðum smá æfingu og setti ég það á síðuna mína. Það er kannski ekki bestu ljóðin en sum eru svo persónuleg, annars sýnast mér sumir látta gamminn geisa og það á furðulegustu nótum.

Það er fínt að heyra að allt er í góðum gír hjá þér og þínum, bið að heilsa öllum.

Knús og kossar......Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 4.5.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband