Fermingar á spænska vísu......
1.5.2007 | 20:45
Jább hér er búið að vera fjör eins og oftast. Reyndar verð ég nú að segja ykkur alveg eins og er að ég var í þvílíku óstuði í síðustu viku að vera mamma, æi sorry ég var bara búin að fá gjörsamlega nóg. Nú það sem mín gerði í því var að panta ferð til Mallorka í lok júní þegar skólinn er búin hjá krökkunum í eina viku. JESSS er að fara í flugvél það er nóg fyrir mig hehehe. Þar sem kallinn gerir ekkert annað að ferðast þá er hann ekki að skilja það að ég er ekkert búin að ferðast og ég verð brjáluð á vorin ef mér er ekki sleppt minnsta kosti í eitt ferðalag en þá meina ég ferðalag sem er allavegana ein helgi og helst í flugvél heheheh. Bið ekki um lítið. En allavegana hann verður í Bandaríkjunum þegar við förum til Mallorka, þetta verður frábært en vika með hálfu fæði, hlakka ekkert smá til.
Jæja síðasta vika nú reyndi að kíkja aðeins með Þurý minni, Önnu Láru og Reginn svona eitthvað fórum út að borða saman og svona hittumst eitthvað smá. Á fimmtudaginn átti að vera rigning svo þær vildu fara í verslunarleiðangur og fóru í nýju verslunarmiðstöðvarnar hérna uppfrá að eyða fullt af dinero!!! Ég ætlaði með Jose til Albacete en það varð á endanum Fulgen sem var nú ekki verra mar.....fórum út að borða með Ruben og Paco sem vinna í Albacete og það var bara borðað á sig gat en það besta var eftirrétturinn sem var úti í náttúrunni á milli skúra. hahahahha ;)
Hitti Þurý og Önnu smá stund í verslunarmiðstöðinni en svo langaði mig svo rosalega í Padel að ég þaut og var aðeins sein en það var sko þess virði, mér finnst þetta ekkert smá gaman, veit ekki hvað ég geri þegar sumarfríið byrjar mar. Svo þurfti sko að græja allt fyrir hátíðina í skólanum hjá krökkunum, Perla Líf var í svona hátíðisbúning þannig að það þurfti að strauja hann og svo átti ég að koma með kartöflur á spænska vísu í skólann daginn eftir líka, úfff var sko ekki að nenna þessu. Sem betur fer hringdi Þórey og skemmti mér á meðan ég var að stússast þetta.
Á föstudaginn var svo stóri dagurinn, og hvað annað rigning um morguninn en það stytti sem betur fer fljótt upp og hátíðin gat byrjað, hálftíma of seint en samt, frábært. Auðvitað kom svo sólin á milli skýjanna og grillaði mannskapinn en þetta heppnaðist mjög vel, Þurý, Anna Lára og Reginn komu náttúrulega að sjá krúttinn á sviðinu. Ólafur Ketill og María del Mar voru aftur kynnar hátíðarinnar og stóðu sig með einsdæmum. Þau voru öll frábær.
Svo var sko haldið heim með Perlu Líf fengið sér að borða og svo rússað til Torrevieja að leita að skrappbúðinni sem Önnu Láru langaði svo í, þetta var hennar æðsti draumur þannig að það varð að uppfylla hann ekki annað hægt. Fundum hana eftir svolitla leit en það var þess virði, kíktum svo á húsið Þurýjar og Steinars sem er bara alveg að verða tilbúið mar......geðveikt og borðuðum á gamla Freddabar rétt hjá Melrose. Svo varð ég nú að fara að gista heima hjá krúttinu mínu því hann var svo að fara í brúðkaup hjá frænku sinni í Asturias.
Á laugardaginn var sko farið í verslunarleiðangur með Chiqui, keypti flestar fermingargjafirnar úff þar var þungu fargi létt mar og svo keypti ég mér pils, skó og sætan bol til að vera í fermingunni daginn eftir hjá Adrian. Borðuðum heima hjá Chiqui og Jose og vorum með þeim alveg til miðnættis á flakki heheh.
Svo kom fermingin besta vinar Ólafs Ketils á sunnudeginum úff....það voru bara 8 klst í fermingu ótrúlegt en þá meina ég frá því að kirkjan byrjaði þangað til að við fórum heim. Þetta líktist SKO ekki neinni fermingu, ég held að ég hafi aldrei borðað svona mikið á ævinni. Ekkert smá gott, úff ég bæti bara á mig nokkrum kílóum eftir þessar 3 fermingar sem ég á eftir...NEI beint í spinning og Padel mar.
Nóg af röfli í bili, knús
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ sæta takk fyrir kvittið. Helduru að þetta sé eðlilegt við verðum með pólverjana hérna yfir okkur eins og spánverjarnir með afríkuþjóðirnar eða arabana. En nóg af því er alltaf að fá verki svona inn á milli og barasta eitthvað semsagt að gerast. Gerist samt hægt og ég sem er svo óþollinmóð garg.
Knús í klessu eskan
Guðrún Anna rasistinn (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 08:18
Hæ Guðrún og Co. Frábært hjá þér að drífa í ferðinni til Mallorka. maður verður að fá útrás á ferðagleðinni öðru hvoru. Ég hitti frænda þinn í laugunum um daginn og hann sagði að sér liði aldrei betur en þegar flugvélin tækist á loft og allt titraði og skylfi, þá væri hann í essinu sínu. Hann fór til Thailands í mánuð fyrir stuttu síðan, og það tekur eina 13 klst. frá Kaupmannahöfn. Svo hann hefur fengið mikið út úr ferðalaginu.
En allavega þá finnst mér flott hjá þér að skreppa til Mallorku í smáfrí. Það er fínt að þið hittið Þurý og Co og reyndar alla hina. Gott þegar allar þessar fermingar eru afstaðnar, það er ekkert auðvelt þegar margar fermingar ber upp á sama daginn.
En ég fór í gær og hitti Hjördísi og Sigga og sá þá í MBL. auglýsingu frá Vinstri Grænum og dreif mannskapinn þangað. Það var meiriháttar gaman og ég held að við vitum núna hvað við ætlum að kjósa. Þarna var hlaðborð með fínustu réttum, ég úðaði í mig ostum og rauðri papriku, annars hef ég verið í ostabindindi, og er með lemjandi hausverk í dag. Kom heim seint í gærkvöldi, en þetta var fínt.
Sumir komu inn á Skypið frá Stockholmi í morgun og eru væntanlegir til landsins fljótlega, annars eru sumir búnir að vera í Egyptalandi og víðar, svo nóg er af fluginu á þeim bæ...hehehe.
Bið að heilsa öllum, með knúsi og kossum.....heyrumst fljótlega.....Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 2.5.2007 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.