Kæra til Lögreglunnar eða.....

Já það sem mér liggur mest á hjarta eru þessar blessuðu árásir sem voru gerðar af æskuvinkonu sem átti að heita.  Já trúið því eða ekki, það er á hreinu að maður þarf sko ekki óvini ef að maður á svona frábæra vini!!!

  Nú er ég bara að velta fyrir mér og mig langar í ykkar skoðanir, manneskja sem er búin að níðast á þér og þínum í rúmlega eitt og hálft ár reglulega ja svona um það bil 1-2 árásir á 2 mánaða fresti, þá er ég að tala um að meðaltali.  Með viðbjóðslegu orðbragði og svívirðingum á maður að kæra til lögreglunnar??  Ég er að tala um ....afsakið orðbragðið.....að setja inn á bloggsíður barna 10 og 6 ára hluti eins og þú ert fitubolla og mamma þín ríður öllum eða ....engin vill feita píku þú þarft að fara í megrun.  Það ræðst engin á saklaus börn með svona ógeði, þau eru algjörlega varnarlaus!!!  Stóra spurningin er á að kæra hana????  NOTA BENE þessi manneskja á barn, myndi hún vilja að það væri ráðist svona á son hennar????? Mig langar að vita hvað fólki finnst, því ég er í svo miklu sjokki að ég bara á ekki til orð.  Jæja þetta gengur yfir eins og allt annað og einum vini/óvini færri á lífið vonandi eftir að líta bjartari daga hér eftir.

Ósk um viðbrögð, ein í efa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er spurning hvort það taki ekki of langan tíma og verði dýrt fyrir þig að gera það?? Veit það samt ekki best er að kanna málið og taka ákvörðun. Stend með þér eskan mín

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 14:41

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Nú verður þú að segja stopp, hingað og ekki lengra. Taktu afrit af öllum þessum viðbjóði og farðu til lögreglunnar. Ef satt reynist, er þetta meira en lítið alvarlegt mál. Láttu ekki bjóða þér og þínum þetta.

Gangi þér vel. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.4.2007 kl. 14:47

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég tek undir með Margréti, svona hegðun á ekki að líðast. Ef við gerum ekki eitthvað þá heldur ósóminn áfram. Þetta er mjög alvarlegt mál.

Ég segi eins og Margrét, enn og aftur, láttu ekki bjóða þér og þínum þetta.

Sóldís Fjóla

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.4.2007 kl. 15:19

4 identicon

Votta þér samúð mína, skelfilegt að lenda í þessu!

En nú er vitað fyrir vissu hver stendur að baki þessu og vonandi verður ekkert framhald á. Nú ef hún ræður ekkert við sig þá veit hún hvað getur gerst í framhaldi.

Gangi þér vel að jafna þig á þessu, hlýtur að vera sárt. 

Dabba (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 18:33

5 identicon

p.s. tek það fram að þetta var ekki ég :O) Þó ég sé æskuvinkona og á einn son hehe, bara svo það sé á hreinu.......

Dabba (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 18:37

6 Smámynd: Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Sæl Guðrún mín,

Þessi manneskja á náttúrlega alveg hrikalega, alvarlega, sárlega bágt úr því að hún gerir svona lagað og það verður hreinlega að vorkenna henni voðalega mikiið fyrir að vera svona ótrúlega illa innrætt. Hugmyndaríkið líka að geta látið sér detta þetta í hug - hvað þá að vera svo illa hugsandi að finnast það við hæfi að setja svona sora inn á heimasíðu einhvers - hvað þá sárasaklausra barna. Það er öruggt að hún þarf á mililli geðlæknisaðstoð að halda. Og ég hef enga trú á því að hún eigi nokkurn pening til þess að borga þér skaðabætur.

Það sem ég myndi gera er að eiga afrit af öllu saman sem komið hefur inn á heimasíðuna með IP tölunni og öllu sem fram hefur komið. Geyma það alveg út í það óendanlega til þess að geta sett það fram ef hún vogar sér að gera þetta einu sinni enn. Þú hefur þá alltaf líka í bakhöndinni að sýna fjölskyldumeðlimum hennar þetta líka ef hún lætur ykkur ekki í friði framvegis. Þeir munu þá væntanlega sannfærast um að hún þarf hjálp manneskjan. Kannski hafa aðrir vinir og ættingjar hennar líka fengið einhverja svona drullu á sig. Æ og svo á hún náttúrlega enga vini lengur úr því hún hagar sér svona við þá sem eiga að heita vinir frá unga aldri.

Einu sinni þá verð ég að segja að ég er svo ótrúlega hissa að nokkur einasti einstaklingur eigi það illt í sér sem þarf til að framkvæma svona verknaði. Og spyr mig að því hvað svona manneskja getur þá gert þeim sem nær henni eru. Eru aðrir aðilar í verulegri hættu eða hvað? Líður henni hræðilega? Hvað er málið?

Vona sannalega að hún láti sér þetta að kenningu verða og leiti sér aðstoðar því svona gerir ekki nokkur heilbrigður einstaklingur. Aldrei nokkurn tíman við nokkrar kringumstæður. Það eru bara mörk fyrir því hvað fólk gerir og þetta er alveg hrikalega langt út fyrir nokkur velsæmis eða siðferðismörk. Þvílíkt og annað eins. Ég er algjörlega yfir mig hneiksluð á framferðinu.

Hristu þig dúlla og syrgðu allan þann verðmæta tíma þinn sem farið hefur í þessa manneskju og hefði verið hægt að nýta svo miklu betur og gleymdu þessu og henni hið allra fyrsta.

Knús og faðmlög og fullt af orku þarna yfir til þín. Þurý

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 17.4.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband