Afmæli.

Hann yndið hann Ólafur Ketill átti afmæli á fimmtudaginn, hann varð 10 ára drengurinn, þetta er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.  Við gerðum nú lítið á fimmtudaginn þar sem þau voru í sundi og ég í padel en við fórum samt eftir það til Jose og Chiqui svona til að breyta til, vorum þar til kl 22.30.  Afmælisveislan var svo í gær hérna útí garði, við pöntuðum 8 stk pizzur og gos og þetta var bara eins og útileiga.  Það var fjöldi barna eða um það bil 20stk og eitthvað af fullorðnum, pizzurnar átust upp til agna og við vorum þarna úti til rúmlega kl 19 en þá var Perla Líf orðin svo slæm af hóstanum að hún var hálf grenjandi að fara heim. 

Á föstudaginn fórum við um kvöldið í verslunarmiðstöðina hérna svo að Ólafur Ketill gæti keypt eitthvað fyrir peninginn sem pabbi hans gaf honum.  Fórum í fnac og Miguel kom með, Perla Líf var hjá Max vini sínum á meðan.  Borðuðum svo á KFC sem var draumur afmælisbarnsins, Fulgen var búin að vinna svo mikið að hann nennti ekki með.  Fórum svo og sóttum Perlu Líf og heim til Fulgen að sofa. 

Ólafur Ketill fór á annað skákmót á laugardagsmorgun og gekk ágætlega en náði ekki að komast í verðlaunasæti en æfingin skapar meistarann, um að gera að fara á sem flest mót!!!  Ég var komin í afhendingardeildina í fyrirtækinu á laugardaginn, það þurfti að afhenda píanó og Fulgen var einn, þannig þá er bara að fara í hinn gírinn og hjálpa til upp að því marki sem maður getur.  Þetta var frábært, okkur var svo boðið í afmælisveisluna þar sem við afhentum píanóið.  Bara frábært. 

Adrian fékk að gista hjá okkur því að þeir þurftu vinirnir að gera verkefni fyrir skólann, leita að hlutum á netinu. Þeir léku heillengi í playstation um kvöldið svo unnu þeir þetta smotterí í morgun, reyndar þurftu þeir að drífa sig svolítið því klukkunni var breytt hér í nótt þannig að þegar við fórum á fætur um kl 10 þá var sko kl orðin 11 hehe. Adrian var sóttur um kl 13 en þá skruppum við í Cordillera sem er íþróttamiðstöð til að hreyfa okkur aðeins.  Borðuðum svo seinnipartinn heima hjá Fulgen og vorum þar í rólegheitum.  Krakkarnir unnu svo nokkur verkefni í íslenskuskólanum þegar við komum heim og svo bara að sofa.  

Perla Líf á loksins tíma í asma og ofnæmisprófið á morgun.....ég vona að eitthvað komi útúr því, hún er enn svo slæm. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: katrin sigmarsdóttir

Hæ  skvísa og til hamingju  með frænda . Það er ekkert sérstakt að frétta  hjá okkur allir hressir. Kveðja  Kata...

katrin sigmarsdóttir, 25.3.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún og til hamingju með Ólaf, það eru komin tíu ár, það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður. En núna er Ólafur orðinn tíu ára, næstum komin í tölu fullorðinna. Mér finnst svo frábært hjá þérað halda afmælisboðið úti, þegar ég varí afmæli Perlu Lífar var það líka úti og það var frábært. Gott mál, með skákina hjá Ólafi, þetta kemur allt saman, um að gera að taka þátt í mótum, það reynir á hugann. Ég hef reynt að skrifa eitthvað inn á síðuna hans og lít þar við á eftir.Það er mjög gott að þú heldur þeim við íslensku efnið og ég vona að bækurnar sem ég sendi með Steinari komi að gagni og að þau hafi gaman af.

Vonandi tekst læknunum að komast fyrir hóstann hjá Perlu Líf og líka að þeir finni út hvað þetta er. Ég ætla að setja puttana í kross. Það er svo hræðilega þreytandi, bæði fyrir hana sjálfa og líka mömmuna að hafa þessa hörmung yfir sér, nætur og daga.  Þessi sæti karl er fyrir góðri útkomu.!!!!!!

Var að tala við Elínu til að spyrjast fyrir um ferminguna, það er nefnilega mikið auðveldara að gefa stelpum en strákum. Ég fékk nú ýmislegt uppgefið svo ég hef úr einhverju að moða, annars finnst mér skemmtilegast að gefa orðabækur. (ég er með bókafíkn) En ég ætla að athuga málið.

Talaði aðeins við Össa og Kötu, bæði um myndirnar sem ég sendi, en þá hafði Kata ekkert farið inn á síðuna sína en þar var mynd af foreldrum Diddu sem mömmu hennar leist svo vel á. En hún ætlaði að gera það núna. Ég sagði þeim auðvitað hvað brúðkaupið hafði heppnast vel, bæði athöfnin og veislan, það var nefnilega meiriháttar og þeim til mikils sóma.

Jæja, ætli ég fari nú ekki að slútta þessu mali mínu, bið að heilsa Fulgen og þeim sem ég þekki. Og svo auðvitað þér sjálfri og börnunum. Vona að allt gangi vel með Perlu Líf á morgun. Knús og kossar, mamma og Sóldís amma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 25.3.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband