Laser, þvílík snilld!!
20.3.2007 | 21:38
Jább mín er sko byrjuð að taka nárann með laser og í dag fór ég og lét taka undir höndunum. Þetta er svolítið vont en ég held að þetta sé þess virði. Þetta nýja sem ég er að prófa núna er þó nokkuð ódýrara heldur en á mörgum öðrum stöðum, en það kemur í ljós eftir svona 2-3 vikur hvernig þetta virkar. Fulgen er sko líka byrjaður í þessu "ég held að þetta sé vanabindandi" úpps en þetta er þægilegt í alvöru. Hann er djarfur og tók alla handleggina og bakið í dag heheh. Það er ekkert sem ég er búin að taka miðað við hann.
Í dag er ég búin að spila Padel í einn og hálfan klst sem við reyndar gerðum á laugardaginn líka. Fórum á laugardag og leigðum völl, tvær sem eru í tíma með mér komu og Fulgen, honum leiddist greyinu þar sem hann er MIKLU betri en við, en hehehehe við gátum lært af honum.
Nú er að koma að afmælinu hans Ólafs Ketils, það eru að verða komin 10 ár frá því að hann kom í heiminn, vááá mar. Perla Líf virðist vera smá að batna, hún vaknaði bara 1 sinni síðustu nótt. Guð sé lof. Jæja ég vil líka óska nýju brúðhjónunum alls hins besta og þvílík synd að missa af þessu, er búin að fá smá þef með myndunum frá mömmu. Bíð spennt eftir fleiri myndum!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Laser er sko framtíðin, hehe, ég kalla ykkur hughraust að fara í þetta prógram. Þetta hlýtur að vera hræðilega sárt, en borgar sig líklega þegar til lengri tíma er litið.
Flott brúðkaup. Brúðhjónin voru svo innilega ástfangin.
Heyrumst......Sóldís k.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 21.3.2007 kl. 16:39
hæhæ takk fyrir skeytið :) hvað er e-mail hjá þér aftur svo ég geti nú sent nokkrar myndir ?
Brúðkaupið var æði, gekk allt svo rosa vel ..við erum mjög ánægð :)
Knús kveðjur til ykkar
Kveðja
Didda og Simmi
didda (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.