Löng yndisleg helgi.
19.3.2007 | 20:01
Jæja hér erum við....held að lagast með svefnleysi og hósta. Föstudagurinn var eiginlega ein hlaup út í eitt. Ólafur Ketill átti að fara á skákmót kl 18,30 næstum uppi í fjalli en Perlu Líf var boðið í afmæli hérna í nágrenninu kl 18. Þetta getur verið strembið, hvernig get ég skipt mér í tvær persónur til að vera með þeim báðum ég bara spyr??? Þetta gekk heldur en ekki á afturfótunum, fékk eina mömmuna til að taka Perlu Líf með sér heim eftir afmælið svo að ég gæti klárað með Ólafi Katil. Viti menn ekki var það nú svo gott!!! Hringt var í mig kl um 19 en Ólafur Ketill átti ekki að klára fyrr en kl 20,30. Perla Líf var komin inn því hún var bara mjög slæm, og ég segi ykkur svo að hún tolli ekki í afmælið þarf ástandið að vera MJÖG slæmt. Þaut af stað til að sækja greyið en fyrst þurfti að redda að einhver myndi sækja Ólaf Ketil og vin hans Daniel á skákmótið, mín kæra mágkona sagðist myndu gera það hjúkk. Skákmótið tafðist það mikið að við gátum sótt þá strákana og það kom í ljós að Ólafur Ketill hafði náð sér í medalíu. Æði hann er bara duglegur.!!!
En við fórum aftur til læknis á laugardaginn því mér fannst Perla Líf heldur verri ef eitthvað var. En fórum nú bara til Ninesar góðvinkonu okkar sem er barnalæknir. Perla var búin að halda fyrir mér slatta vöku nóttina áður og hósta mjög mikið á laugardeginum, hún sem hafði ekki verið slæm á daginn bara á nóttinni. Nines heyrði fullt af blístri í lungunum þannig að hún gaf mér eitt meðalið til og nú var bara að bíða og vona. Þetta virkaði nú eitthvað því nóttin var mun skárri og Perla Líf hefur skánað heilan helling þó að hún fái enn hóstaköst.
Ég fékk allavegana einhverja hvíld, því við sváfum út allavegana sunnudag og mánudag sem er hér dýrðlingadagur jose sem á íslensku myndi vera Jósep einnig er þetta feðradagurinn og hér er þetta frídagur. Fórum heim til Jose og Chiqui í mat og höfðum það gott í dag.
knús og kossar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ Guðrún mín það er víst nóg að gera hjá þér með þessi elskulegu börn heyrist mér það er sko ekkert auðvelt að vera á tveimur stöðum í einu þegar maður er einn en svona er lífið darling. Sendi bráðum myndir af brúðkaupinu . Knús til allra .Kata....
katrin sigmarsdóttir, 20.3.2007 kl. 00:05
Hæ Guðrún. Þetta er vont mál með Perlu Líf, ég talaði við hana áSkypinu í gær og varð hún að hætta að tala við mig til að ná sér í vatn til að slá á hóstann. Vonandi lagar meðalið frá Nines þetta vonda ástand. Ég ætla allavega að setja puttana í kross fyrir Perlu Líf og biðja um það allra besta fyrir hana, sem sagt að þessum ósköpum linni, núna.
Það var flott hjá Ólafi að ná sér í medalíu á skákmótinu.Húrra fyrir því. Góðir hlutir gerast hægt, segir máltækið. En hann er svo sem ekkert hægfara, nýbyrjaður. Það er svo skrýtið hvernig hlutir gerast, áfram og áfram. Þá er ég að tala um glerið sem brotnaði trekk í trekk. Úff...en nú er það hætt vonandi.
Brúðkaupið var meiriháttar flott, allt gekk upp. Ég var búin að fara út og skafa af bílnum eftir snjókomu og hvínandi rok, ætlaði að reyna að hitta á Steinar með bækurnar en það gekk ekki upp. Svo ég bara beið en þá tók til að snjóa á nýjan leik svo mikið að varla sást á milli húsa. Þá setti ég sko puttana í kross, brúðkaupið, kirkjan og allt það var framundan.Það hætti að snjóa og kom glampandi sól og næstum logn, frábært. Segðu að ég sé ekki í náðinni hjá æðri máttarvöldum, hehe.
Ég tárfelldi næstum í kirkjunni, allt var svo hátíðlegt og fallegt, þegar söngkonan söng fyrsta lagið. Ég vissi bara ekki að ég væri svona rómantísk, en falleg músik hefur sko sín áhrif. Veislan á eftir var öllum til sóma og vel það, það var svo ótrúlega mikið af fólki, skyldfólki, vinum, hvernig húsið rúmaði allt þetta fólk, það hefðu fleiri komist inn. Þetta var næstum dularfullt og það sem meira var,það var tjaldað á veröndinni fyrir reykingafólkið, (Doghouse). Ég hitti Ísleif og Arndísi og Finnbjörn líka í veislunni, Kalla og Elínu, þetta bjargaði málinu algjörlega, næstum eins og í gamla daga. Hehe... Auðvitað tók ég fullt af myndum og þær eru allavega komnar á disk ég ætla að reyna við framhaldið þ.e. að koma myndunum inn í tölvuna. What A Live!!!!!
Nú eru fermingarnar eftir, eitt í einu!!!!! Athuga málið. En vonandi nær Perla Líf sér á strik og losnar við hóstann og ofnæmið.
Heyrumst fljótlega.....
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.3.2007 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.