Vá þetta er búið að vera fjör.

Halló halló,

Hér er fjörið búið í bili.  Hér vorum við 10 manns í heimili í eina viku. Bróðir minn og fjölskylda komu okkur til mikillar ánægju í heimsókn til okkar.Glottandi  Þetta var næstum of lítill tími því það var bara alls ekki stoppað, við fórum um allt, í Terra Mitica, á ströndina, til Caravaca de la Cruz, þau fóru í dýragarðinn í Elche, á djammið og náttúrulega kíktum á miðbæinn og svo út að borða.  Hefði mátt vera nokkrir dagar í viðbót í smá afslöppun hehe.  Reyndar verð ég að segja frá því að hitinn hefur verið bara nokkuð til friðs eftir fyrsta daginn, held að okkur öllum hafi bara liðið vel.

Ég verð að viðurkenna að maður er pínu búin en myndi sko hiklaust gera þetta aftur, í gær þegar þau fóru svaf maður næstum ekki neitt en í dag er maður komin í gírinn.  Fór í leikfimi og Ólafur í tennis því við erum búin að skrópa alladagana.  Reyndar var mín dugleg og fór út að skokka með Bellu frænku íþróttafrík og það var nú saga til næsta bæjar.

Vikan var viðburðarrík að öðru leyti líka.  Tvær vinkonur mínar sem voru settar í byrjun maí og rúmlega miðjan áttu krílin sama dag og með einhverjum 20 mín á milli barna.  Þetta var bara sniðugt,  Innilega til hamingju með að vera komin í heiminn bæði tvö og til hamingju til fjölskyldnanna. 

Össi, Kata, Simmi, Didda, Bella,Gilli og litli kútur Aron Blær Takk fyrir komuna, hlökkum til að sjá ykkur í sumar og svo aftur einhvern daginn á spáni.

Knús og kossar, ætla að slappa af heima


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Mátti til með að hripa nokkra línur, til lukku með góða daga í þessari fínu heimsókn frá Íslandi. Ég get svona rétt ímyndað mér fjörið í þessa viku. Frábært.

Bestu kveðjur. Og Sweet Dreams, það er svo sætt og sigur visst.

Heyrumst, mamma

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 26.5.2006 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband