Hæ Hæ....

Hæ og hó, hér er bara allt gott að frétta.  Er búin að jafna mig eftir þessi skrif um daginn, en því miður finnst mér þið ofsalega löt að setja inn athugasemdir og kvitta í gestabókina sem er hérna á vinstri hönd.  Ég veit að einhver vandamál hafa verið en við verðum bara að reyna ekki ætla ég að opna fyrir hvern sem er hérna inn aftur!!!!Fýldur

Það er svo sem búið að vera nóg að gera í þessari viku....er að reyna bagsla við að klára talninguna í búðinni í Alc sem er nú búin vera mér kvöl og pína en það er farið að sjást í endalokin á þessu loksins.  En þá er ég ekki sloppinn við talningar því búðin í Murciu er eftir og hún verður líklega tekin í byrjun júní. Þögull sem gröfin Okkar daglega rútína í leikfimi og tennis á mánudag en einnig fórum við í Ikea að sækja skúffuna undir rúmið sem okkur vantaði og það var ekkert smá gaman að vera loksins komin með allt. 

Á þriðjudag sníkti ég mér í hádegismat með tilboðsmanni, yfirmanninum og konunni hans á kínverskan, borðuðum öll yfir okkur og hinn helmingurinn var skilinn eftir, úff.  Svo fór Perla Líf í sund og á meðan lærði Ólafur Ketill en svo var okkur sko boðið í afmæli hjá tvíburadætrum Mariu Dolores sem er með mér í leikfimi.  Haldið þið að mín hafi ekki þvegið bílinn líka.....eða látið þvo hann haha Hlæjandi Afmælið var haldið á pizzastað og það voru engin smá læti og gauragangur!!! En við lifðum þetta af híhí.  Miðvikudagurinn var strembinn, allur dagurinn í Alicante...ég og Rúben fórum reyndar í 2 klst að borða en ég fór að heiman kl 8.50 og vorum ekki komin heim aftur fyrr en kl 22.15.  Krakkarnir voru í pössun hjá Chiqui konu yfirmannsins og skemmtu sér mjög vel.....voru ekkert á leiðinni heim.

Í dag er ég búin að vera með syfjuveikina!!! Búið að vera skrítið veður, skýjað og svo byrjaði að rigna seinnipartinn......börnin fóru nú samt bæði í sundtíma. 

Nú á sko að slappa af og kíkja á imbann.

bæjó í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Frábært að heyra að allt gengur svona vel. Skil vel, eftir skrifin um daginn að þú kærir þig ekki um að hver sem er sé að láta ógeðslegt ljós sitt skína inn á þínu bloggi. Flott hjá þér að taka af skarið. Hingað og ekki lengra!!!! Nú verður mikið um heimsóknir hjá ykkur á næstunni, það er svo skemmtilegt að fá góða gesti. Góða skemmtun. Gangi þér vel í öllum málum. Bið að heilsa börnunum og sjálfri þér. Mamma og amma Sóldís.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.5.2006 kl. 10:31

2 identicon

Hey hó, nú er þetta loksins að virka. :-D
Ertu í tennis, við þurfun endilega að taka nokkra leiki þegar þú kemur.

kv, Dabba

Dabba (IP-tala skráð) 14.5.2006 kl. 11:17

3 identicon

Frábært að heyra að þér gangi vel ástin mín
Ekki vera að láta einhverja asna setja þér hvernig á að gera þetta allt saman bara halda þínu striki þótt þú sér á macdónals launum þarna love you mua mua Kveðja frá ruslalíðnum á íslandi p.s. þetta er allt að koma með Júlla eftir 9 ára baráttu og svo auðvitað ætla ég að fara erlendis á mínum örorkubótum með ÖLL börnin í sumar.

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 17.5.2006 kl. 14:50

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hehe...Guðrún, var að lesa kveðjuna frá G-Önnu til þín. Frábært. Það er nefnilega alls ekki hægt að lifa eftir forskrift annarra. Var að fá sendingu um breytingu á flugi frá Iceland Express; núna er farið í loftið 16:15 var áður 15:50. Einhvernvegin fannst mér flugið vera eldsnemma morguns, veit betur núna. Nú eru Össi, Katrín og fjölskylda komin til Spánar, vonandi verður veðrið og allt annað hagstætt.Meira seinna. Athena hehe....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.5.2006 kl. 11:29

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Frábært að heyra í ykkur í gær, verst hvað er heitt. 40 stiga hiti...það er eins og Össi sagði, 10 gráðum of mikið.En vonandi njótið þið tilverunnar í botn. Allir í sjokki yfir Sylvíu Nótt...hehe...svona er lífið. Áhuginn fyrir fyrir henni og Eurovision er alveg ótrúlegur...allar götur tæmdust meðan á keppni stóð. Ég er í skýjunum yfir þessum prívat sigri mínum, Þetta er sko klapp bak og fyrir.Bestu kveðjur til allra.Mamma

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.5.2006 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband