Dagarnir líða...

Jæja þá lauk 3 skákmóti Ólafs Ketils og hann stóð sig eins og hetja.  Hann lenti í 11-14 sæti sem er nú bara mjög gott af 25 börnum.  Síðast var hann í 18-19 sæti heldur slakari heldur en í þetta skiptið.  Við höfðum það bara gott um helgina, að öðru leyti.  Svo á mánudögum erum við með í heimsókn vinkonur úr skólanum svona einskonar pössun en þau skemmta sér mjög vel krakkarnir saman, hafa hist lítið undanfarið svo það er ágætt að hafa svona einn fastan dag í viku. 

Ég er bara búin að vera dugleg í leikfimi en fer eiginlega alltaf í spinning orðið kannski pínu í Body pump líka.  Maður verður nú að styrkja efri hlutann líka.  Í dag kemur Nabila, Arslan og vinkona hennar í heimsókn til okkar og gista, hún er að svíkja lit því hún ætlar að flytja aftur til Frakklands.....ja en þá höfum við bara einhvern til að heimsækja í París það er nú ekki amalegt.

Fór í foreldraviðtal til kennarans hennar Perlu Lífar og hún var mjög ánægð með hana, öll hennar vinna vel unnin og snyrtileg.  Jæja svo er það málið hérna á Spáni að það styttist í fermingarnar....eða þá meina ég allur bekkurinn hans Ólafs Ketils okkur er náttúrulega boðið í nokkrar og ég er að hugsa um að forða mér til að engin fari í fýlu, því flestir krakkarnir fermast sama daginn.  Algjör Horror.

Styttist í helgi aftur sem betur fer, ein syfjuð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún og co. Gott að heyra að Ólafi gengur vel í skákinni, hann er seigur. Æfingin skapar meistarann. Perla Líf, hefur alltaf verið góð í höndunum og reyndar í öllu sem tengist hreyfingu. Úff, allar þessar fermingar framundan, en þín börn fermast 14 ára og á íslenskan máta?  Tími til stefnu.

Bið enn og aftur að heilsa Nabílu og vona bara að henni gangi vel í Frakklandi, nýtt líf. Það er átak að byrja á öllu uppá  nýtt. En..Good Luck...henni og Arslan til handa.

Frábært að vera svona dugleg í leikfiminni, hafa kroppinn í góðu lagi, gott mál. Ég hef verið duglega að mætaí sundið og verið svona klst. eða rúmlega það í einu. Tímalengdin ræðst afþví hvort maður hittir einhvern sem maður þekkir, kjaftatörn.!

En annars er allt gott að frétta, nema ég er ekki alveg ánægð með eigin frammistöðu í skriftarmálunum, ég kem engu í verk.En stundum fer hugsunin á fullt, bara að koma eigin hugsunum á blað. En ekkert gerist. Úff...þvílíkt líf.!!!

Vonandi rætist nú samt úr þessu öllu saman, ég ætla að sjá til.

Heyrumst seinna....kveðjur til allra, mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 25.1.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband