Færsluflokkur: Bloggar

Kæru vinir.

Hvernig hafið þið það?  Ég hef það fínt...en ég veit ekki hversu margir hafa séð athugasemdir dagsins en því miður verð ég að setja læsinguna á aftur því það virðist vera fólk þarna úti sem er mjög fyndið og eyðileggur fyrir öllum hinum.  Hér með óska ég eftir því að þessi persóna sé það hugrökk að láta mig vita en býst nú samt ekki við því. 

Er niðurdregin eftir lesninguna og skrifa meira síðar, vona að þið hættið ekki að senda mér línur þó að það sé aðeins erfiðara.

Knús að sunnan


Vá hvað tíminn líður!!!!!!

Góðan og blessaðan.....hvað segist þessa dagana.....

Veit að ég hef verið frekar löt en það er bara fullt að gera.  Hef verið að þvælast í Ikea til að finna mér annan sófa og fleiri rúm í kotið.  Glottandi Svo bara þetta vanalega.  Löng helgi að baki og við skemmtum okkur mjög vel, fórum til San juan de los terreros að vera í afmælum og hafa það gott að auki.  Belen og Jose buðu okkur, Perla Líf fór snemma með þeim og Paulu sem verður bráðum 4 ára eða á laugardagsmorgun.  Ég og Ólafur Ketill urðum eftir þar sem Ólafi var boðið í fermingu og fór hann í hana kl 16,40 og kom ekki heim fyrr en að verða 2 að nóttu.  Hann kom með mér í vinnuna um morguninn svo fórum við tvö að fá okkur Kebab og að spjalla um daginn og veginn.  Á meðan hann fór í fermingu, fór ég til Fulgen að taka upp á DVD gamlar videospólur.  Það var bara mjög fínt, skemmti mér mjög vel með Palomu og svo var nú rosa stuð um kvöldið líka.

Á sunnudaginn vöknuðum við Ólafur Ketill frekar snemma til að keyra til Aguilas, ferðin gekk frábærlega vel og allir í stuði þegar við komum þangað.  Svo var keyrt til Pulpí, þar sem afmælisbarnið Belen var með Pabba sínum og fjölskyldu hans þar í svaka höll með sundlaug og læti.  Það mátti reyndar ekki fara í laugina því það var svo mikill klór í henni en auðvitað þurfti Ólafur Ketill að detta útí, fljótlega eftir að við komum.  Vorum ekki með nein aukaföt en sem betur fer voru fleiri krakkar og það bjargaðist að hann fékk lánaða sundskýlu og sandala og spókaði sig hálfber allan daginn. Ullandi Honum leiddist þetta nú ekki, nóg að borða og svaka stuð, vatnsblöðruslagur og geðveikt.

Svo á mánudaginn fórum við á ströndina og borðuðum þar, var ekkert smá notalegt.  Það brann engin enda var þetta ekki sá heitasti undanfarið en það var notalegt.  Fékk rosa lit allavegana, maður orðin sællegur. Hlæjandi

Jæja hlakka til að heyra í ykkur,

Knús til allra


Loksins loksins.....fleiri myndir.

Bando de la huerta

Hér er bara búið að vera brjálað að gera í að vera með vinunum og hafa það gott. Skírdagur vorum við í Alicante með Nabilu, Jose Luis, Ana, og krakkarnir, við fórum að labba um Alicante og veðrið var bara fínt, átti að vera leiðinlegra en var bara fínt í gönguferðir og hafa það gott.  Föstudagurinn langi, komum við heim um miðjan dag og vorum bara í rólegheitum...en fengum nú gesti, þannig að rólegheitin voru svona lala, vorum að passa Paulu, en þetta var fínt.

Laugardaginn fórum við í heimsókn til Nando og Silviu, sem eiga krakkana Nando og Mariu sem eru rosalega góðir vinir Ólafs Ketils og Perlu Lífar.  Þar vorum við frá kl 13 alveg þangað til miðnætti en þar sem var engin skóli þá var þetta bara frábært.

Sunnudag kom Nabila að borða með okkur, svo fórum við að sækja Arslan og vorum úti á róló heillengi síðastar inn hehe. Mánudagur var ég að vinna snemma en Nabila og krakkarnir voru búin að vera með Loli um morguninn, svo hún borðaði með okkur og brjálað stress að leita að búningum fyrir sveitadaginn sem var á þriðjudaginn.  Það rigndi eldi og brennisteini, og við báðum um meiri rigningu og meira....svo að það yrði sól fyrir þriðjudaginn.  Fórum seint að sofa, þegar var búið að strauja allar skyrtur og allt tilbúið.

Svo kom Þriðjudagurinn sem var Bando de la huerta sem er sveitahátið og búningar í stíl við það.  Allir vöknuðu um 9 til að fara í sturtu og gera sig klára....gera nesti. Vorum komin niður um kl 12 og þá átti eftir að labba niður í bæ.  Vorum í bænum og það var sko FRÁBÆRT veður Hlæjandi óskin okkar rætist og alls staðar fólk, ekki séns að fara á bílum eitt né neitt á þessum degi, allavegana ekki innanbæjar. Lölluðum niðureftir en svo fór Nabila snemma með Arslan til Alc því systir hennar var að koma frá París.  En við borðuðum og vorum alveg til kl 18,30, þá var ég alveg búin að fá nóg, krakkarnir fóru í boði Fulgens heim til hans að horfa á DVD og ég og Loli vorum hér í rólegheitum alveg til 22 um kvöldið.  Krakkarnir komu og fengu að borða og beint í rúmið. Saklaus

Jæja svo er ég bara búin að vera að vinna og dagarnir farnir að líkjast eðlilegum aftur eftir fríið. Nú er ég búin að fá nóg í bili.  Hér eru myndir af Perlu Líf friðardúfu, okkur á sveitahátíðardaginn.

Endilega setjið inn athugasemdir og skráið ykkur í gestabókina, þið hafið komið inn en ég veit ekkert af ykkur.

Kreist frá okkur


Fleiri myndir

Hey Hey

Ég fer nú að verða svolítið fúl útí þessa svokölluðu vini mína,  það hefur engin skrifað athugasemd né í gestabókina á þessari flottu síðu.  Ég fer bara að Gráta .  Nú erum við loksins komin heim og búin að þrífa húsið hátt og lágt.  Æ það er nú gott að vera heima stundum, er í raun búin að vera á alltof miklu flakki undanfarið.  Nú set ég hérna inn eina mynd af ströndinni í síðustu viku, ótrúlegt en satt að veðrið um páskana á að vera ömurlegt og kuldi, rigning og læti.  Við sem erum búin að vera á ströndinni í heilan mánuð og nú þarf að fara að klæða sig í síðbuxur aftur Hissa , glatað.  jæja verið dugleg að láta vita af ykkur Koss

Hi Hi

Vá hvað segið þið nú gott!! ég reyndi að skrifa nokkrar línur úr okkar upptekna lífi á miðvikudaginn en þar sem ég var í vinnunni og talvan þar frýs alltaf þar......fór sem fór.....datt allt út!!!Gráta

En við höfum það alveg mjög gott, seinni dagurinn í menningarvikunni hjá krökkunum heppnaðist frábærlega Perla Líf stóð sig vel sem friðardúfa og Ólafur Ketill frábærlega með vinkonu sinni aftur sem kynnir hátíðarinnar.  Þið megið vera stolt af þessum krúttum. Eina sem skyggði á daginn var að við fengum slaufu lánaða fyrir herra Ólaf Ketil, nema þegar ég þvoði buxurnar eftir fyrri daginn var silkislaufan í vasanum á buxunum!!! úff þvílíkt sjokk. 

Síðan var brunað til Alicante með Perlu Líf til að geta farið út að djamma á laugardagskvöldið með Nabilu, Bélen og Önu. Fyrst fórum við út að borða á ítalskan veitingastað pizzu og salat mjög gott, við hlógum mikið og svo á djammið það var æði.  Þangað til kl 5 um morguninn vá fullt af gæjum og læti. 

Úff er að gleyma aðalatriðinu, fór að tala við gæjann á föstudeginum til að klára dæmið og þar sem hann sá allt eins enn, ekki næg ást ekki samband það er nóg ástæða!!! Mér líður miklu betur og það er sko nóg af gæjum heheHlæjandi

Á sunnudaginn fór svo Ólafur Ketill í svona sumarbúðir en það var á sveitabæ og var þar í 4 daga!! Ég var ein í 2 daga en vá mar.....fór að heiman um kl 9 að morgni og komin heim um kl 21 að kvöldi...vinna til kl 18 og svo leikfimi og fjör. Er ekki enn búin að þrífa heimilið að fullu og þettta er ótrúlegt er búin að djamma svo mikið að það klárast aldrei að þrífa kotið. hehe. En þetta er sko allt í áttina.

Mamma hafðu það gott á Djúpavogi, bið að heilsa öllum þar og knús til fermingarbarnsins.


Jæja fyrsti dagur í menningarviku..

Halló halló, vonandi hafið þið verið dugleg að kíkja, veit að ég hef ekki sett neinar myndir ennþá en á morgun er stóri dagurinn hennar Perlu Lífar sem Friðardúfa og þá set ég inn bæði mynd af henni og Ólafi Katli og vinkonu hans Mariu del Mar sem stóðu sig frábærlega sem kynnar, hún í síðkjól og hann í svörtum buxum, skyrtu með slaufu bara flottust Svalur

Dagurinn í dag hefur verið erfiður fyrir taugarnar því ég stend enn í rugli í karlamálunum en á morgun vonandi skýrast hlutirnir eða þeir skýrast því ég er búin að fá meira en nóg!!!! Öskrandi Það er nóg af karlmönnum út um allt en það er svo helv erfitt að finna þann rétta.  Sem betur fer standa vinkonur mínar hér með mér eins og klettar og það hefur að miklu leyti haldið mér uppi.  Plús stuðningur að heiman!!

Jæja er búin að vera dugleg ætla að setja inn addressur, myndir og hluti á næstu dögum.

Knús og kossar, söknum ykkar allra


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband