Gleðilegt nýtt ár!!!

Takk fyrir öll þau liðnu.  Mikið ósköp er tíminn fljótur að líða.  Hér höfum við haft það fínt yfir hátíðarnar, étið á okkur gat og allt sem því fylgir.  Höfum verið heima hjá Fulgen yfir hátíðarnar, það hefur gengið mjög vel að búa saman hehe.  En við flytjum aftur heim næstu helgi.  Þetta er bara svona yfir hátíðarnar.  Vonandi hafið þið öll haft það gott yfir hátíðarnar og njótið nýja ársins til fullnustu.  Ég er að fyllast af kvefi en Perla Líf og Ólafur Ketill eru bara nokkuð brött, Perla var með mikið kvef um daginn en það er að mestu horfið.  jæja nóg í bili.  Heyrumst eftir næstu helgi.

Knús og kossar á nýju ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún og börn og Gleðilegt ár. Vonandi lætur kvefið undan síga á nýju og fínu ári. Það var fínt að heyra aðeins í þér um daginn og að allt er í góðu lagi. Nú fer ég á morgun heim á leið og er þá búin að vera síðan 12. des. ´06 í besta yfirlæti, við fórum núna um daginn til staðar sem heitir Sigtúna, ég tók þar nokkra myndir sem mér finnast meiriháttar góðar, það er nefnilega víða mjög fallegt hérna í Svíþjóð. Við ætlum að vera inni á Skypinu í kvöld og reyna að hitta á þig. Heyrumst....mamma....kveðjur til allra með knúsi og öllu því meðfylgjandi. Hehe....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 5.1.2007 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband