Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Lok lok og læs 2008 hehe.

Jamm ég er svo glöð og aðeins að minnka stressið í kringum mig. Ég kláraði 2008 í dag jibbí....semsagt borgaði allann skattinn þannig að það á að heita búið.  Talningin gengur vel, við erum semsagt búin að telja allt saman en nú á eftir að setja allar tölur inn í tölvuna.  Alicante og Albacete er samt komið inn enn þá er Murcia og lagerinn eftir.  Þetta kemur allt með kalda vatninu, en það er búið að vera brjálað að gera en nú sér fyrir endann á þessu öllu saman.

Nú er litli strákurinn minn með flensu og ég held að þetta sé bara í fyrsta skipti sem hann fær flensu.  Byrjaði með smá hita, höfuðverk, svima, hósta og hor. Honum finnst ekki gaman að vera veikur og vill frekar vera í skólanum, enn hann verður víst bara að þola við. Vonandi gengur þetta samt fljótt yfir einmitt vegna þess að hann er svo hraustur. 

Perla Líf er búin að vera duglegri að læra en við sjáum það í næstu viku því þá fær hún fyrstu einkunnirnar eftir áramót. Hún er hraust eins og er og ég vona að við smitumst ekki af Ólafi Katli.  Ég nenni ekki að verða lasin.

Fyrir tveim vikum fórum við í smá skíðaferð fjölskyldan með Martin, þetta er staður sem heitir puerto de la Ragua um 2 1/2 klst í burtu.  Þetta er staður með gönguskíðabrautum og sleðabrautir fyrir krakkana.  Fórum með nesti og kakó og þetta var ekkert smá nice dagur, veðrið var eins og á póstkorti.  Eina sem var ekki nógu gott var að Martin náði ekki mjög góðum tökum á skíðunum en þá meina ég alltaf þegar brautirnar voru niður í móti.  Hann gerði ekki að detta, honum var orðið illt alls staðar og var búin að fá alveg nóg.  Enda vorum við búin að vera frá 11.30 alveg til 17.00.  Tókum okkur til og fórum á veitingastað sem er á leiðinni til Murciu og borðuðum á okkur gat.  Þessi ferð var alveg frábær en Martin kýs svigskíðin frekar!!!!

Síðustu helgi fórum við bara stutt eða klst bíltúr héðan frá Murciu.  Fjallið heitir Sierra Espuña, Martin og ég fórum með Ólafi Katli og tvíburunum vinum hans.  Byrjuðum á að fara í göngutúr með strákunum í um klst og þeir nutu þess í botn.  Borðuðu svo samlokurnar sínar og þegar við komum tilbaka þar sem bíllinn var þá slepptum við þeim lausum og við fengum okkur að borða á einum besta og ódýrasta stað sem við höfum farið í langan tíma.  Borðuðum villisvín, dádýrskjöt og rjúpnakæfu.....allt svona spes fjallamatur, ógeð gott.  

Mér var sagt að ég var að ég væri ekki nógu dugleg að blogga þannig að nú ætla ég að reyna vera duglegri.  Takk fyrir athugasemdirnar mér fannst svo gott að sjá að ég ætti vini!!! á Íslandi ennþá.


Gleðilegt nýtt ár, Nýtt ár 2009.

Betra seint en aldrei....þó að ég hafi nú verið búin að óska ykkur þess fyrir áramótin.

Við héldum rosa veislu hérna á gamlárskvöld það komu vinir Inma, Javier og 4 börn með þeim, Martin, ég og börnin og Conchí sem er danskennarinn hennar Perlu Lífar.  Borðuðum íslenskan hamborgarahrygg með sósu og kartöflum, en í forrétt var fullt af hlutum, rækjur, skelfisk og aspas með sósu sem Martin gerði, við borðuðum allavegana yfir okkur.  Það voru hattar, flautur og mikið fjör. En um kl 2 fóru allir og þetta var líka orðið mjög gott, vorum orðin þreytt og fórum í háttinn.

En jæja það er komin tími á að segja aðeins frá okkur á þessu nýja ári. Það var yndislegt að byrja á öllu upp á nýtt, ég var allavegana orðin þreytt á fríinu, börnin líka því þau gerðu nú ekki annað á endanum en að rífast og fíflast.  Þeim var farið að vanta rútínuna....  En nú er allt komið í fastar skorður og miklu betra.  Ólafur Ketill virðist nú samt eitthvað vera að byrja á unglingastælum, hann getur ekki hætt að fíflast og það er allt fíflagangur og ég er að verða svolítið þreytt og þetta er bara rétt að byrja. Enn sem betur fer kemur þetta ekki niður á skólanum enn allavegana og ég vona að þetta muni aldrei koma niður á náminu en kennarinn stakk því samt að mér að hann hefði tekið eftir þessu líka.  Ég var í raun feginn því ég var farin að hafa áhyggjur af því að ég væri að ímynda mér þetta.

Perla Líf er ormur, hún er snillingur í að reyna að koma sér hjá hlutunum og ekki að segja frá öllu.  Þannig að um daginn fékk ég ummæli frá kennaranum hennar að hún hefði ekki klárað heimalærdóminn, úff hún er algjör. En ég er farin að taka á þessu en kennarinn hennar sendir rosa mikinn heimalærdóm og það er kannski ekki von að hún fái leið.  

Hér er búið að vera kalt síðan um miðjan desember meira og minna, reyndar á föstudaginn kom rosa hiti eða fór úr 6° á fimmtudag í 26°á föstudag og reyndar á laugardag var hiti líka en brjálað rok, eins og það hefur nú frést alla leið til Íslands þetta ofsaveður.  Brotinn tré um allar götur hérna í Murciu þó að hér hafi það nú ekki verið eins slæmt og á öðrum stöðum.

Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni því við erum búnin að vera í talningu og það er næsta vika líka.  En þar næ ég mér í auka frídaga til að nota í eitthvað ferðalag mjög líklega með Martin í febrúar eða mars.  Erum aðeins búin að vera að kíkja en ekkert komið á hreint.

Reyni að vera duglegri, þó að ég sé ekki að sjá mikil viðbrögð og áhuga frá mínum kæru vinum.

Knús á alla


Nefndu 4 atriði.

Skipulögð, góð vinkona, bjartsýn, sveigjanleg og þolinmóð.

 Vá maður þessi leikur er rosalega flottur fyrir sjálfsálitið eins og þið sjáið.  Hann gengur semsagt í raun útá að nefna 4 atriði um sjálfa/n þig og þar af 3 jákvæð. Eins og þið sjáið hef ég legið lengi á meltunni og pælt í þessu og þetta varð úr 5 jákvæð atriði um sjálfa mig sem er yfirleitt erfiðara. Við mannfólkið erum mjög gjörn á að finna alla slæma kosti okkar og enga góða en í dag...kannski er ég bara svona hrikalega jákvæð að ég man engan mjög slæman....þó að ég viðurkenni að ég get verið OF skipulögð og þá er það ekki gott....því það jaðrar við fullkomnunaráráttu.  Hef reynt að eiga við það og róa mig niður á því sviði og gengur það nú bara svona ágætlega.

Skora á alla bloggvini mína sem kíkja hérna inn að gera þetta, nú annaðhvort inni á athugasemdunum mínum eða liggja á því og gera það á eigin bloggi.  En við höfum öll gott af að kryfja sjálf okkur og með þessum leik gerum við það að hluta.

Veit samt vel að ég hef galla eins og við öll mannfólkið og ég er ekkert að reyna að fela þá, þeim sem ég veit um reyni ég að vinna í og það gengur upp og niður.  Eins og þið vitið öll erum við misjafnlega upplögð.  

Vil minna alla á að við eigum aðeins 1 líf og það borgar sig að reyna að nota það til hins ýtrasta, njóta og ekki að eyða tímanum í að sjá eftir því sem við höldum að við höfum ekki gert vel eða rétt.  Fyrirgefning er töfraorð og gjörð, okkur líður mun betur á eftir.

Jæja nóg af sálfræðipælingum, hafið það öll mjög gott, verið góð við sjálf ykkur og ykkar nánustu.

Knús í kreppunni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband