Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Auglýsing!!!!

Ef þið eruð á leið til Spánar...eða búið þar og þurfið á spæjurum að halda, hver sem ástæðan er, þá er þetta slóðin á frábæra spæjarastofu sem heitir Decomsur og er í Murcia sem er stutt frá Torrevieja, Alicante og þessum stöðum á suður Spáni.  http://www.detectivesdecomsur.com/home.htm

Síðan er á ensku og auðvitað á spænsku líka, einmmitt vegna þess að spæjararnir eru spænskir sem er góður kostur því þeir eru í sínu landi og þekkja því betur til en margir aðrir.  Þau eru með fyrirmyndar túlk þannig að það er ekki til fyrirstöðu.  Bara að notfæra mér netið.....á sem bestan hátt. 


Myndir Myndir.....

Jæja tók mig loksins til og setti inn myndir af nýjasta djamminu þó að reyndar verði annað í kvöld sem er homma steggjapartý sem hlýtur að verða frábært.  En þessar myndir sýna hippastemminguna og hversu vel við skemmtum okkur.  Hér er búið að rigna nánast alla vikuna en ég er sko samt búin að vera á hjólinu....og blotnaði náttúrulega inn að beini en það var frískandi. Svo erum við bara búin að vera í okkar tennis, sundi og padel eins og venjulega.  Hlutirnir aðeins að róast eftir að skólinn byrjaði og ég er dottinn ofan í Prison break aftur....mikið rosalega eru þeir góðir þættirnir.  Verð ekki með myndavélina í dag....þannig það verður lítið um myndir af þessari skemmtun í kvöld. 

Spilaði padel við Inmu, Javier og Martin og það var bara frábært eins og venjulega, þó að ég tapi skemmti ég mér vel og reyni að læra að bæta mig.  Eigum svo að keppa aftur í næstu viku og gerum okkur náttúrulega að fíflum eins og venjulega því við erum langt frá því að spila svona vel og þetta lið. 
Ég skemmti mér og fæ verðlaun hahhahah það er fyrir öllu.

Verð að koma því að líka að ég las bókina Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn og ég mæli eindregið með henni!!!  Það er mikil speki í henni til að auka jákvæðni okkar í lífinu og þar erum við rasskellt ansi vel....því það erum við sem stjórnum jákvæðum og neikvæðum hugsunum í okkar lífi og þar af leiðandi látum okkur líða illa í stað þess að taka á því og hugsa jákvætt.  Held að ég sé bara að fara svolítið eftir þessu og segi við sjálfa mig á hverjum degi ég er best og flottust.....

Læt ykkur um að segja mér hvað ykkur finnst og hvort þið hafið lesið bókina.

Knús.......


Erum komin heim.

Halló halló, já loksins læt ég vita af okkur.  Og það er bara allt gott að frétta, erum bara búin að vera koma okkur inní lífið og bjórþambið aftur hahaha.  Segi nú bara svona.  Fyrstu vikuna byrjaði skólinn náttúrulega og það þurfti að hlaupa til og kaupa bækurnar, plasta þær og svo stílabækurnar og allt þetta sem fylgir.  Padel tímarnir mínir voru byrjaðir svo ekki mátti vanta í þá, það er sko ekki hægt, þeir eru mitt líf og yndi.  Svo vorum við vinirnir á fullu að undirbúa óvænta veislu fyrir Inmu vinkonu sem varð 40 ára daginn sem ég kom tilbaka.  Þetta var stuð veisla svona hippaþema, ég fann geðveikan svona ABBA búning hann var reyndar hvítur en mjög flottur það var sko engin í líkingu við mig, þó að ég segi sjálf frá.  En við gengum sko af okkur lappirnar við að finna búninga, nærbrækur fyrir strákana sem dönsuðu FULL MONTY hahahah, eins og ég segi þetta var þvílíkt stuð.  Og Inma var gráti næst af hrifningu.

Auðvitað á þessu tímabili þarf að eyða geðveikt af peningum fyrir skóla, píanó og bara allt sem er að byrja og fara af stað,.....fyrir utan að ísskápurinn var auðvitað tómur en þetta kemur allt með kalda vatninu.  Núna í þessari viku fer svo af stað sundið hjá krökkunum en það versta er að Perla Líf er að fá þennan ljóta hósta....vona að mér takist að kýla hann niður, allavegana fór með þau til læknis um daginn og það var bara allt í besta lagi.  Þessa helgi vorum við Inma svo að keppa í Padel en það gekk nú svona lala hahahaha en það sem mestu skiptir að við skemmtum okkur vel og börnin enn betur þar sem var fullt af hlutum fyrir þau.

Já ekki má gleyma að á þriðjudaginn var frídagur hérna og mín skellti sér í hjólatúr með Martin.  Það voru bara 30km og mín tók það í nefið hahaha.  Mjög gaman svo bauð hann mér út að borða og við nutum þess í botn að vera bara 2.  Lágum svo í leti allan seinnipartinn heima hjá mér, úff það var ekkert smá notó.  En ég fékk engar harðsperrur og er ekkert smá stolt af mér.  Svo reyndar tók ég mig til aftur á fimmtudag og fór 15km bara ég ein um miðjan dag í 32°hita bara klikk....en það verður einhvern veginn að ná þessum djö kílóum af sér hehehe.  Er á niðurleið með kílóin sem ég sankaði að mér á Íslandi en sé ekki eftir að hafa fengið þau......

Jæja nóg í bili, látið heyra í ykkur.

Knús í klessu til allra.  Elskið eins og engin hafið sært ykkur......muak


Klukk

Var víst klukkuð af minni yndisfögru vinkonu Guðrúnu Önnu ætli maður verði ekki að standa sig.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina

  • Klavier
  • Strengur
  • Subway
  • Hótel Holt

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá

  • Mamma Mía
  • Dirty Dancing
  • Forrest Gump
  • Home Alone

Fjórir staðir sem ég hef búið á 

  • Murcia
  • Hafnarfjörður
  • Reykjavík
  • Sauðárkrókur

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

  • Greys Anatomy
  • Prison Break
  • Lost
  • House

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

  • Feneyjar
  • Madrid
  • Cuenca
  • Mallorca

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

  • Mbl.is
  • gmail.com
  • glitnir.is
  • cam.es

Fernt sem ég held uppá matarkyns

  • Íslenskt lambalæri
  • Paella
  • Hamborgarahryggur
  • Sjávarréttir

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

  • Símaskráin
  • ástarsögur

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna

  • Murcia
  • Róm
  • Prag
  • Hawai

Fjórir bloggarar sem ég klukka

  • Eva slefa
  • Þuríður
  • Tína mín
  • Dabba í USA

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband