Gleðileg Jól allir saman!

Hæ elskurnar, hvernig hafið þið það. Gleðileg Jól allir, og jólakortin koma seint, varð smá vesen með framköllunina á myndunum en þau koma....lofa því, eru farin héðan.  Takk fyrir öll kortin æi það er alltaf svo gaman að fá kort, þó að mér finnist hálf leiðinlegt að skrifa þau, þau eru svo ansi mörg.  En svo nýt ég þess.  Fullt af pökkum, börnin fengu allt sem þau langaði mest í held ég.  Vonandi hafið þið öll haft það frábært yfir jólin.  Við erum búin að vera með tengdafjölskyldunni og alveg frábært.

Jólakveðjur, knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg Jól sæta fjölskylda og takk kærlega fyrir okkur !!! Þetta er nú í 4 sinn sem ég reyni að skrifa í commentið en vona að þetta komi nú til skila hehe Vona að þið hafið haft það rosalega gott um jólin !! væri svo gaman að fá lykilorð hennar perlu og ólafs á síðunni þeirra :) Aron Blær biður að heilsa Kveðja Didda og Simmi

Didda (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 15:00

2 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Hæ krúttin okkar og takk kærlega fyrir okkur.  Æi ekki gott að það sé svona erfitt að skrifa comment en vonum að það verði ekki mikið til trafala.  Ef þú sendir mér email þá skal ég senda þér lykilorðin þeirra, hef ekkert email hjá ykkur.  Vonandi hafið þið haft það gott yfir jólin, við alveg frábært.  Verðum í bandi stórt knús

Guðrún Helga Gísladóttir, 27.12.2006 kl. 16:57

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún. Fórum á Skansinn í dag, það tekur mann lágmark heilan dag að fara í gegnum það helsta þar. Við stoppuðum þar á aðra klst. það var fínt og fallegt veður en sami rakinn og er alltaf hérna, svo það er loftkuldi. Við skoðuðum okkur um og tókum myndir, þarna er flest í gömlum stíl og sumt er mjög flott. Við fórum svo niður í miðborg Stokkhólms og þar var slík mannmergð að það var eins gott að halda hópinn, enda búa þar tvær milljónir manna. Mér finnst borgin dálítið yfirþyrmandi, stór og mikil hús, sum frá gömlum tíma og önnur nýrri, en öll svo rosalega stór og sum eins og kassi, önnur frábærlega falleg en öllu ægir saman, gömlum og nýjum tíma. Ég held að maður þurfi að venjast þessari borg, Uppsala er mikið manneskjulegri. En hvað um það, það var meiriháttar að fara til Stokkhólms í annað sinn, sjá Skansinn í björtu. Meira seinna, heyrumst....bið að heilsa....mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.12.2006 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband