Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Flökkukindurnar.

Hæ og hó, gleðilega páska!! Þó seint sé hehe. Við fórum aðeins á flakk, á miðvikudaginn síðasta lögðum við land undir fót og fórum keyrandi til Madridar.  Þar tóku á móti okkur Valdi og Mar og dæturnar þeirra Núría Líf og Lidía Lind. Við fengum að gista hjá þeim alveg fram á sunnudag, það var bara frábært.  Komum þangað um miðjan dag og það var fínn dagur þannig að við vorum bara þar heima á meðan krakkarnir léku sér, en það var þó nokkuð kaldara þar en í Murciu sem við vorum búin að vera næstum  í  30° hita í heila viku. En þetta var mjög fínt. Valdi og co fóru með okkur til Alcala de Henares þar sem hinn frægi rithöfundur Don quijote var fæddur og uppalin, sá bær er bara í göngufæri frá þeim, þar var náttúrulega sest niður að svala sér með bjór í hönd. Á föstudeginum komu tengdaforeldrar Valda frá Zaragoza og langaði að kynnast okkur, þannig að við borðuðum pizzu með þeim en drifum okkur svo með lestinni til Madridar að kynnast miðborg höfuðborgarinnar sem börnin höfðu ekki farið til enn.  Við fórum í Retiro garðinn, sáum Puerta de Alcala, Puerta de Sol, Plaza Mayor og konungshöllina, við gengum af okkur fæturnar en lentum svo í töfum á bakarleiðinni þar sem voru páskaskrúðgöngur um alla Madrid. Ég rétt gat bjargað börnunum á bakvið rör til að þau yrðu ekki troðin niður, við biðum í svona 10-15mín á meðan mesta brjálæðið leið hjá. Tókum svo lestina rúmlega kl 20 tilbaka vorum dauðþreytt.  Á laugardeginum ætluðum við með Valda og Núríu Líf til Toledo í Ave sem er hraðskeiðasta lestin á Spáni, en veðrið var okkur ekki hliðholt svo að við fórum í Retiro garðinn þangað til að rigningin setti strik í reikningin. Eftir það var náttúrulega haldin smá veisla heima hjá þeim fyrir afmælisbarnið!!! Ólaf Ketil, kaka með kertum og rosa flott.  Svo héldum við heim á sunnudag en fengum fyrst hamborgarahrygg í páskamat og auðvitað páskaeggjaleit fyrir krakkana, það var sko skítakuldi í Madrid þennan dag fór ekki yfir 9°og með roki úff.  Þetta var sko vel heppnuð ferð og með frábæru fólki sem tók okkur opnum örmum.  Vonandi fáum við að bjóða þau velkomin á okkar heimili einhvern tíma.  Takk fyrir okkur Valdi, Mar og co.

Nú á mánudag var vinnudagur ekki eins og á Íslandi annar í páskum en reyndar var annar frídagur í gær sem var Bando de la Huerta sem er Murcia hátíð.  Klæddumst hátíðarbúningnum og fórum með vinafólki í garð nálægt og þar vorum við í picnic og sátum þar umkringd fólki allann daginn í sól og hita, það var hátíðarstemming og vel heppnað. 

Viti menn.....Myndir Nýjar jibbý, úr síðustu ferðum og hátíðum hehehe.

Knús til allra, erum að fara til Mojacar þessa helgi en þá er líka flakkið búið í bili.  


Árin færast yfir.....;)

Jább ef þið hafið ekki tekið eftir því skall á mér eitt ár í viðbót um daginn hehe. Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar. Minn kæri Fulgen bauð mér út að borða um kvöldið og gaf mér æðislegan jakka, svona sumarflík eða kannski vorflík hérna allaveganna og svo þegar hann fylgdi mér heim og upp var komið dró hann upp annann pakka og það var sko æðislegt úr frá Tommy Hilfiger ekkert til sparað svo sem.

Daginn eftir fórum við svo til Feneyja, það var frábær ferð, ekki mikið skoðað svosem þar sem þetta er í 3 skiptið sem við erum þar en það var frábært að hitta Mörthu vinkonu sem ég hafði ekki hitt í 6 ár og fá að kynnast syni hennar Daniel og manninum hennar betur Alessandro.  Við fórum út að borða nokkrum sinnum og krakkarnir skemmtu sér líka vel.  Veðrið hefði mátt vera betra þó að ekki getum við beint kvartað.  Það var þoka eiginlega allann tímann og Ólafur Ketill var í fyrsta skipti pínu smeykur við  lendinguna því flugstjórarnir settu sjálfstýringuna á fyrir lendingu því það var svo mikil þoka og Ólafur Ketill varð pínu smeykur við það, vissi ekki að flugvélin gæti þetta en allt er einhvern tíma fyrst og þetta gekk eins og í sögu.  Þetta var upplifelsi eins og flest ferðalög og minnistætt.

Svo þegar heim kom var prófhrina hjá Ólafi Katli og honum gekk frábærlega sem er svosem ekkert nýtt, hann er frábær námsmaður.  Síðustu helgi fórum við svo með Fulgen á laugardeginum út að borða til Alicante og á sunnudeginum var haldið upp á 80 afmæli frænda hans og vorum við um 20 manns sem fórum á ítalskan veitingastað saman.  Áður en við fórum út að borða bauð Fulgen mér á tónleika sem voru reyndar stuttir en mjög skemmtilegir.  Þetta var góð helgi og allt er á uppleið með vorkomu.  

Til hamingju með að vera komin í heiminn litla Ragnhildardóttir!!!! Hún fæddist þann 10.03.2008 sama dag og Fulgen á afmæli, ekki slæmur dagur sem hún valdi sér.  Ég færði elskunni minni nokkrar gjafir, rakspíra, kortaveski og íþróttaföt, einnig fékk hann nudd því hann var að drepast með eitthvað tak í bakinu.  Það varð nú að dekra við hann þetta var nú einu sinni afmælið hans.

Jæja nú er að koma páskafrí og við erum að leggja land undir fót eina ferðina enn og skreppa til Madridar en hugsa að ég skrifi nú áður.  Knús til allra. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband