Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Það eru ekki nema 2 dagar eftir...

Já æi verð að viðurkenna stór mistök að mér láðist að skrifa þakkir til Guðrúnar Önnu og Dinis fyrir lánið á bílnum þá daga sem við höfðum hann í láni.  Hann kom sér frábærlega og sérstaklega þá daga sem stórfjölskyldan var hér þó að það væri stutt, þá.  Takk kærlega fyrir þetta er æðislegur bíll, (auðvitað toyota hehe) og rosa gott að keyra hann.  Einnig gleymdist Sirry og co í Grindavík en vona að ég hafi ekki gleymt neinum fleirum.  Er víst bara mannleg Hissa.

Jæja en Gullni hringurinn var tekinn aftur í dag það var frábært í þessu veðri sem við fengum.  Byrjuðum á að koma við á Stokkseyri hjá pabba og Henar var auðvitað með í för, (var búin að fá bíl í láni aftur) þreytandi manneskja úff. Ég verð að viðurkenna að maður er að verða þreyttur á að vera svona upp á aðra komin, ég er farin að lengja eftir mínu rúmi, íbúð og mínum bíl, það verður unaðslegt.  Vona að þið takið það ekki nærri ykkur en Heima er best.  Svo fórum við á Selfoss, kíktum á vinkonu mína Tínu sem er nýbúin að opna herrafataverslun þar hún er bara flott, með Blend merki ofl.  Síðan á KFC sem var bara gott.  Kerið, Geysir og Gullfoss, við skemmtum okkur vel en maður kemur þreyttur heim.

Erum nú bara í rólegheitum, krakkarnir úti að leika og notalegt.  Á morgun er bláa Lónið og heimsóknir.

Knús í bili.


Erum búin að vera svo heppin með veður.

Jæja nú fer að síga á seinnihluta ferðarinnar. Við Fulgen höfðum það svo yndislegt síðustu dagana hans hér á landi, heimsóktum pabba á Stokkseyri og fórum á þennan æðislega veitingastað við Fjöruborðið.  Fulgen var himinlifandi, fengum geggjaða humarsúpu og humar auðvitað.  Svo varð að fara að Gullfoss sem hafði verið sleppt í fyrri ferðinni hahah. Fórum svo í heita pottinn hjá Össa og Kötu sem var náttúrulega bara kósí. Síðasta daginn vorum við aðeins í heimsóknum og bara að slappa af.  Hann er núna á norður Spáni að kenna á námskeiði en hitti hann eftir mjög stuttan tíma.

Ég er nú með gest frá Murciu,vinkona mín sem heitir Henar. Verður hún hérna með okkur þangað til að við förum öll á Laugardaginn.  Þannig að nú er bara að fara allann ferðamannahringinn aftur.

Fór norður um daginn og það var frábært.  Verð nú að þakka öllum vinum mínum fyrir frábærar móttökur.  Þórey og fjölskylda, Össi bróðir og Kata takk fyrir gestrisnina.  Hrólfur og Sólveig sem lánuðu okkur íbúð og bíl í 2 vikur, vá það er ekki hægt að hugsa sér betri vini.  Svo auðvitað allir hinir Áslaug og Arnar, Steinunn og Dóri, Ásta og Þröstur, Dabba mín kæra, Laufey og co, Valgerður og bara allir.  Þið eruð frábær og hvenær sem farið er til spánar vitið þið hvar við erum.

Ætla að fara drífa mig af stað. Knús


Mikið að gera á Íslandinu....

Jæja loksins komið að því að ég driti einhverju hérna niður, ég er búin að vera blogginu mínu til skammar, hreint út sagt.  Æi þegar yndið mitt hann Fulgen kom til Íslands þá verð ég bara að viðurkenna að mestur tími fór nú bara í hann og svo börnin okkar þegar þau komu og voru hjá okkur.

Fengum að vera tvö saman frá föstudagskvöldi og fram á aðfaranótt mánudags en þá komu Paloma (17ára) og Miguel (11ára) börnin hans 2 frá Spáni.  Við nutum helgarinnar bara mjög vel, kíktum á Reykjavíkina, Perluna, augnablik á Gay Pride, fórum í sund og bara nutum þess innilega að vera saman aftur.

Þegar börnin voru svo öll komin þá þurfti náttúrulega að fara að sjá náttúruperlur Íslands eins og Geysir, Þingvelli, Laugarvatn og Bláa Lónið svo eitthvað sé nefnt.  Eitt af stærstu upplifelsinu að koma til Íslands var að það var vináttulandsleikur í fótbolta milli Íslands og Spánar.  Fulgen hafði aldrei í sínu heimalandi séð sitt lið spila og varð því að fara að elta kappana á æfingu, upp á hótel og svo fara á aðalleikinn....sem var svo ekkert spes.  Krökkunum fannst þetta geðveikt sport og þau náðu þarna einhverjum eiginhandaráritunum hjá frægum köppum og myndum í þokkabót.

Strax á miðvikudag brunuðum við svo á norðurlandið í sveitina, það fannst þeim æði líka að koma í Íslenska sveit með kálfum, nautum, kúm, hestum, hundum og kindum.  Fá íslenskt gúllas og hangikjöt og svo þvílíkt bakkelsi í kaffitímanum.  Við prófuðum að fara á hestbak og það fannst þeim mikil upplifun. Fengum þvílíkt gott veður að það var varla hægt að trúa því.  Reyndar kom þessi svaka þoka þegar ákveðið var að fara að drífa sig á Reykjaströndina til Ástu minnar Birnu í Fagragerði.  Það var sem sagt ekki til neins að reyna að fara að sjá Grettislaug eða Drangey, mikill missir það.  Daginn eftir skruppum við á Akureyri í sund og skoðuðum aðeins á eyrinni, höfðum svo piknik í Þelamörk og svo var brunað tilbaka til að grilla og njóta góðs matar.

Föstudagurinn fór svo bara í að fara aftur suður í ágætisveðri, fórum reyndar bara heim og lágum þar í leti allt kvöldið, nennti enginn að gera neitt eftir ferðalagið.  Laugardagurinn fórum við í sund aftur en völdum vitlausa sundlaug, fórum í Árbæjarlaugina en skandallinn var sá að rennibrautin var lokuð sem var alveg hræðilegt barnanna vegna.  Skelltum okkur síðan í Smáralind að borða og skoða okkur um, planið var svo alltaf að fara niður í bæ að sjá menningarnótt en það er skömm að segja frá því að við fórum ekki neitt.  Einhvern veginn engin í stuði.  Síðasti dagur Palomu og Miguel fór í að taka til í íbúðinni sem við höfðum verið svo blessunarlega heppinn að fá lánaða og auðvita þrif á bílnum.  Þessi vika var búin að vera rosalega vel heppnuð með þessa stórfjölskyldu,  ég er í skýjunum úr hamingju með líf mitt í hnotskurn þessa dagana.

Knús í bili, endilega kvitta elskurnar 


Að koma helgi aftur....vika liðin

Þetta er ótrúlegt,vikurnar fljúga hjá eins og ég veit ekki hvað.  Jæja við höfum það bara  gott hérna á klakanum og síðustu daga er veðrið nú ekki búið að vera svo slæmt.  Bakið er bara að verða nokkuð gott sem betur fer en ég get trúað ykkur fyrir að ég er nú ekki búin að liggja mikið.  Við fórum á þriðjudagseftirmiðdag í Svöluásinn í einar bestu pizzur sem hægt er að fá!!! En svo fórum við snemma heim svo að bakið mitt fengi að hvílast, las í heimilislækninum að oftast væri best við þursabiti að liggja...not ég var náttúrulega ekki búin að gera það. Ullandi En fór mjög snemma upp í rúm...talaði við Ástu skástu í Fagragerði.  Já nýjustu fréttir sem ég fékk á þriðjudaginn af mínum æðislega manni voru þær að greyið var búin að vera 3 daga á spítala í London O my godGráta aumingin litli alein.  Hann fékk víst nýrnasteina en fékk að fara heim á þriðjudag ekki er svo illt að ekki fylgi eitthvað gott því hann flýtti ferðinni um sólarhring í staðinn að verða búin að fá alveg nóg af London.  

Vöknuðum snemma því ég var búin að lofa krökkunum að þau gætu farið að heimsækja Andreu Rán og Ingibjörgu Aþenu vinkonur sínar upp úr kl 10, þegar Ólafur væri búin að læra.  Það gekk rosa vel og þangað fóru þau.  Talaði við yndið mitt og hann hafði bara sofið svona rosa vel og bara stálhress.  En viti menn ég var góð stelpa og fór heim og lagði mig eftir að ég fór með krakkana, reyndar fyrst kíkti ég á mín ástkæru Grétu og Steindór sem létu svona þokkalega af sér, svo verð ég að kíkja þangað með krakkana í stutt stopp.  

Seinnipartinn sótti ég krakkana en stoppaði náttúrulega í klst hjá Laufeyju í Traðarberginu.  Svo lá leiðin til Oddnýjar sem gaf okkur þennan æðislega ofnsteikta kjúlla og grjón.  Hún er bara meistarakokkur.  Spjölluðum heilan helling en þar sem við hittumst aftur þá var stoppið ekki mjög langt því enn var eftir að hitta Döbbu og Birnu sem báðar voru á leið erlendis daginn eftir.

Birna var á leið til USA en Dabba bara í helgarferð til Köben.  Stoppuðum stutt þar og síðan bara heim um kl 22,30 enda komin háttatími fyrir litla grísi hehe.

Í dag vorum við heima í rólegheitunum alveg til hádegis, fengum okkur hamborgara. Ákveðið var svo að endurnýja vegabréf barnanna sem renna út á næsta ári en hvenær veit maður hvort tími verður þá.  Upp úr kl 13 voru þau komin aftur í Traðarbergið og er ég á leið þangað að sækja þau og stoppa aðeins lengur en í gær.  Ég er búin að vera að dúlla mér hérna....reyndar í smá sjokki yfir þessum hryðjuverkamönnum í London því minn maður á að koma þaðan á morgun.  Við setjum nú bara puttana í kross að það verði í lagi og að lögreglan nái öllum þessu bandóðu mönnum.....Að þeim takist nú ekki ætlunarverk sitt.

kveðjur og kossar, sé að þið eruð dugleg að kíkja en væri rosaánægð að fá kvitt. 


Úff......

Jæja nú er komin þriðjudagur og tíminn bara ótrúlega fljótur að líða.  Í gær vorum við mestmegnis í rólegheitum í Svöluás en svo var börnunum boðið í mat til pabba síns og á meðan fór ég og Kata mágkona í 2 klst göngutúr um allan Hafnarfjörð. Rosa fallega leið, kjöftuðum heil ósköp.  Síðan var mér boðið í kjúlla þar og svo komum börnin rétt fyrir kl 21, svo keyrðum við heim á leið um kl 22.  

Í dag vöknuðum við um kl 9 og fórum á fætur settum í vélina, Ólafur Ketill var mjög duglegur að læra.  Svo fékk ég þursabit í bakið, hringdi í múttu og hún kom til að fara með okkur í verslunarleiðangur.  Fórum í Hagkaup að skipta skóm, keypti sokkabuxur í stórum stíl fyrir Perlu Líf, svo fórum við í 66°norður og þar keypti ég flíspeysur og húfu á Ólaf.  Leiðin lá svo í Bónus, mat þurfti að kaupa í búið. Nú erum við á leið í heimsókn á gamla leikskólan Perlu Lífar og Ólafs Ketils og svo í heimagerða pizzu í Svöluásinn.

biðjum að heilsa, bakið fer skánandi. 


Komin í húsnæðið...

Jæja, sem betur fer gekk ælupestin hratt og örugglega fyrir sig.  Um kvöldið var Perla Líf orðin fjallhress.  Ég sótti Ólaf Ketil til Ísaks Ernis og stoppaði smá stund, svo var taco heima hjá Össa og Kötu.  Eftir það lærði Ólafur og svo var farið á rúntinn, fyrst í heimsókn til Önnu, Snorra og Önnu Sólveigar svo til Kalla bróðir og Elínar.  Við komum ekki heim fyrr en um miðnætti og þá var börnunum bókstaflega grýtt í rúmið hehe.  

Sváfum nú ekkert lengi fram eftir en bara notalegt, fórum upp úr kl 11 að stað á Stokkseyri að heimsækja Afa Gísla, ferðin gekk vel og afi var bara fjallhress og mjög kátur að sjá okkur.  Á leiðinni heim lentum við nú í smá leiðindum, keyrðum fram á umferðarslys við litlu kaffistofuna sem betur fer virtist þetta og kom í ljós að engin var alvarlega slasaður.  Við fórum í Smáralind á Subway að borða og Kata mágkona kom og hitti okkur til að skoða götumarkaðinn, lítið var keypt en þetta var ágætt.  Svo brunuðum við í breiðholtið þar sem við búum núna til Hrólfs og co borðuðum með þeim pizzur frá Dominos.  Loksins náði ég að tala við elskuna mína í gegnum skype hann var bara nokkuð hress en haltrandi enn sem pirrar hann mikið.  Það líður að því að hann komi ég er orðin óþreyjufull.  Fórum svo aftur til Hönnu Maríu að hitta þau.  Sara Dröfn var ekkert smá ánægð að sjá Perlu Líf og þær léku helling.  Ólafur Ketill gisti svo þar.  Þegar við Perla Líf komum heim fór hún í rúmið um miðnætti og ég fór að kjafta við Össa og Kötu.....fram eftir nóttu.

Pabbi Perlu Lífar kom svo og sótti hana um hádegi til að ég kæmist út á flugvöll að keyra liðinu sem var að svíkja lit og fara til Spánar.  hehe sem betur fer annars hefðum við ekki íbúð.  Og hún fór upp í sumarbústað með honum.  Ég renndi svo að sækja Ólaf Ketil til Ísaks Ernis og stoppaði að vanda þar í nokkrar klst.  VIð fórum svo á American Style að borða og svo kom Perla Líf frá pabba sínum.

Í dag er ég búin að vera Ýkt dugleg og byrjaði daginn á að fara út að hlaupa.  svo að uppfæra síðuna hehe, nú er daman á leið í sturtu.  Við ætlum svo að drífa okkur á vit ævintýranna.

knús og kvitta..... 


Fríið byrjar vel.....

Jæja það er nú bara fínt að vera komin á frón.  Höfðum það gott hérna hjá bróður og mágkonu í gærkvöldi.  Fórum nú frekar seint að sofa og ég var nú alveg búin á því held ég. Ekki búin að sofa í 20 klst og allt batteríið búið.  Ætlaði nú að sofa út og nice og svo heimsækja pabba á stokkseyri en hlutirnir virðast ekki alltaf fara eins og þú hefur ætlað þér.  Perla Líf byrjaði að gubba kl 4 í nótt og það var nú saga til næsta bæjar.  Það tóku við þrif hátt og lágt allavegana svona eins og hægt var um miðja nótt.  Svo er hún greyið voða slöpp í dag en við verðum á fullri ferð á morgun býst ég við.  Þetta eru sem betur fer ekki langar pestir.  Ólafur Ketill var heppinn að þessu leyti og fékk að fara til vinar síns með nýju PSP og harry potter leikinn, Ísak Ernir beið óþreyjufullur eftir að fá hann í heimsókn.  

En ég þurfti í rauninni á því að halda að vera í rólegheitum í dag og ná upp svefni undanfarna daga. Þar sem ég hef ekki sofið almennilega í hitanum úti.

Hola guapo, como necesitaba estar en casa hoy, no he hecho otra cosa que dormir con Perla Líf.  Esta mejorando porque ha dormido y descansado.  Ólafur esta con su amigo y esta noche le recogere.  Espero que estes muy bien y nos vemos dentro de una semanita.

besos

knús heyrumst. 


Komin á frón.

Hæ hó það er nú meira veðrið sem tekur á móti manni þegar maður lætur loksins sjá sig á klakanum.  Ferðin gekk bara mjög vel en ég svaf lítið í nótt og er því orðin frekar lúin, svaf einhverja klst í vélinni ekkert meira.  Er nú í heimsókn hjá mömmu og búin að sækja börnin mín, það var yndislegt að hitta þau eftir þennan tíma.  Nú ætlum við að skreppa með töskurnar til Hrólfs og Sólveigar stoppa aðeins þar í heimsókn og svo liggur leiðin í fjörðin til Össa og Kötu þar sem við ætlum að gista.

Á morgun förum við líklegast á Stokkseyri að hitta afa Gísla og svo kannski vonandi að hitta Hönnu Maríu, Ísak Erni og Söru Dröfn.  Planið var sko gott veður og sund og fleira en það kemur bara í ljós.

Knús og kossar, verið endilega í sambandi, held að ég sé búin að senda allflestum gsm númerið annars kvartið þið bara hérna inni og ég kippi því í liðinn.  Muna kvitt kvitt 

Mi Pencho aqui estamos en casa de mi madre, todo muy bien, he comprado la psp para Ólafur y ahora quiere comprarse el juego de Harry Potter.  Dentro de poco vamos a casa de Hrolfur para dejar las maletas allí.  El coche de Gudrun Anna va muy bien, solo q el tiempo esta un poco fatal.  Espero q me mandes alguna noticia tuya esta noche o muy pronto.  Besos


Feneyjar-og ýmislegt fleira

Jæja loksins komið að lokasögunni úr skemmtisiglingunni miklu.  Við komum til Feneyja um kl 9 um morgun og sigldum upp aðalkanalinn þar og það var mjög fallegt og skemmtilegt.  Þegar ég fór á fætur voru sko allir steinsofandi, fór upp að taka myndir og njóta útsýnisins.  Svo borðuðum við öll morgunmat á pizzeriunni og kl 10,30 máttum við loksins fara frá borði en þá þurfti sko að hlaupa til að ná því að vera um borð fyrir kl 13, til að borða um borð þar sem maturinn er allur borgaður til hvers þá að borða annars staðar.  Við náðum að fara á Markúsartorgið og vera þar í um korter, og svo var bara með strætóbátnum tilbaka.  Þetta var nú samt þó nokkuð labb.  Svo var bara borðað í síðasta sinn hlaðborð og það var mjög gott.  Svo var kallað frá borði og þar var sælan búin, flugstöðin í Feneyjum var ömurleg og þar þurftum við að bíða í rúmlega klst svo þegar í vélina var komin var orðin 30 mín seinkun þannig að við fórum á endanum ekki fyrr en eftir klst. Biðin í vélinni var horror því það var svo heitt allir búnir að sitja í þessu flykki í klst.  Við vorum sótt af Valda í Madrid hann var því miður búin að bíða lengi eftir okkur,  Við þökkum þeim Mar og Valda kærlega fyrir okkur.  Bílferðin gekk eins í sögu, var frekar löng um 4 klst með matarstoppi.

Nú er komið að næsta ferðalagi, á fimmtudaginn er ég á leiðinni til Íslands að hitta elsku börnin mín sem ég er búin að vera án í 3 vikur, þau eru reyndar búin að hafa það mjög gott með Pabba sínum, ferðalög, sumarbústaðir og læti.  Ég er náttúrulega búin að vera í algjöru dekri þennan tíma og ástfangin upp fyrir haus.  Hann er farin til London að læra ensku og mér finnst hann alltof langt í burtu og reyndar honum líka en þetta verður fljótt að líða.  Hann kemur eftir rúma viku til mín.  Þá verða meiri ferðalög og það verður æði.  Um verslunarmannahelgina verðum við bara í bænum að njóta vina og vandamanna, fara í sund og vera laus úr þessum helv hita.  Hér voru bara 47°í gær og það var ógeð.  Nú er ég búin að setja loftkælinguna inn í herb sem ég er nú ekki vön.

Er alveg að deyja úr þreytu núna, meirihlutinn af farangrinum komin á sinn stað svo maður getur farið að slappa af.

 Knús til allra og endilega kvitta elskurnar, skal reyna að vera duglegri að skrifa.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband