Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Versnandi heimur.

Við hérna á Spáni erum á lífi, já sorry er búin að vera frekar löt með bloggið en svona er þetta eins og allt annað, stundum ertu upplagður að vera duglegur með síðuna en svo koma tímar þar sem þú nennir þessu engan veginn.  Við erum búin að hafa það gott undanfarið, kannski þess vegna líka að það eru engar brjálaðar fréttir héðan.  Ég held áfram með mínar íþróttir fer flesta daga í vinnuna á hjólinu þannig að ég fer alltaf að minnsta kosti 11 km en svo fór ég oft einhverja 18km aukalega en....eins og heimurinn er, þá er búið að eyðileggja það fyrir mér í bili.  Þannig er mál með vexti að fyrir rúmri viku ætlaði ég að fara mína auka km til að skemmta mér....já ótrúlegt en satt mér er virkilega farið að finnast þetta gaman að pína sjálfa mig hahaha. Þetta er í raun svolítið útúr og seinni partinn eða þegar ég fer þessa leið er nánast engin á ferli þarna þetta er hjólastígur meðfram ánni, mjög skemmtileg leið en lenti í því um daginn að vera elt af einhverjum hálfvita...hvað hann hafði hugsað sér með mig komst ég aldrei að (sem betur fer). Hann kom fyrst á móti mér og sagði eitthvað við mig sem ég heyrði ekki svo tók ég eftir honum mjög snemma þó að hann væri mjög nálægt mér til að ég myndi ekki fatta að hann væri þarna, þannig að þegar næsti hjólamaður sem kom á móti mér þá bremsaði ég og fór tilbaka á eftir honum, hinn sem var að elta mig klessti næstum á mig svo nálægt var hann mér.  Ég titraði og skalf á eftir og fór beina leið heim bölvandi og ragnandi að hálfvitinn hefði getað eyðilagt fyrir mér hjólatúrinn þennan dag og marga fleiri því hræðslan situr eftir að þetta geti gerst aftur og þá verði ég kannski ekki eins heppinn. En þetta er agalegt að maður geti ekki gert um hábjartan dag það sem manni langar til, heimurinn er hrikalegur nú til dags.

Jæja svo fórum við með krakkana til Cieza um daginn í dagsferð, með nesti og það var alveg yndislegur dagur.  Fórum á safn fyrst sem er frá tímum arabana hérna og svo lá leiðin bara á fallegan stað að kjafta, leyfa krökkunum að njóta sín og borða nesti. Vinahópurinn minn gerir mikið af þessu sem er alveg frábærlega skemmtilegt og er ekki dýrt en þú nýtur þess í botn.  Daginn eftir fór ég í hjólatúr með Martin, fórum upp í fjallið þar sem fallega kirkjan okkar í Murciu er, þetta er vel bratt og ég hetjan fór þetta eins og ekkert, enda með mjög góðan kennara.  

Hef verið dugleg að fara út að hlaupa ca 2var í viku og mér leiðist það en í raun líður manni miklu betur á eftir.  Undanfarið spila ég alveg upp í 4-5 sinnum padel þannig að ekki vantar hreyfingu þessa dagana.  Nú nálgast jólin óðfluga og ég er komin í vandræði með hvað á að gefa gríslingunum úff þetta er alltaf sama höfuðverkurinn.  En við hljótum að finna eitthvað útúr því.

Helgin er búin að vera frekar róleg en í góðra vina hópi.  Á föstudaginn bauð ég Martin á ítalskan veitingastað og svo vorum við bara hérna seinnipartinn með börnunum, reyndar skruppum við líka í IKEA ætlaði að kaupa geisladiskastand en endaði að hann var ekki til í þeim lit sem ég vildi.  Kíktum á eldhúsin því Martin þarf að setja eitt upp í íbúðinni sinni. Á laugardag spilaði ég padel og ég og krakkarnir tókum til heima, þau voru rosalega dugleg að hjálpa mér að ryksuga og taka til í herbergjunum sínum. Ruben og Helena komu svo um kvöldið fórum á cafeteriu og hittum Clöru og Domingo svo var auðvitað farið aðeins í bæinn eða til ........frekar seint hahaha.

Martin og ég nutum svo dagsins í dag sem var yndislegur, heiðskírt og frábært til að njóta hans saman.  Borðuðum svo á rosa flottum veitingastað og prófuðum nýja hluti eins og held að það heiti hjartarkjöt eða dádýr...úff veit ekki en það var mjög gott. 

Nú er besta að fara að hvíla sig eftir þessa góðu helgi, Guð blessi ykkur og knús


Best að fara að blogga.

Engar smá fréttir að Obama (þó að ég hafi veðjað á hann) hafi unnið kosningarnar í USA.  En eins og margir segja og ég held að ég verði að hræðast það sama, það er bara spurning hvenær þeir drepa hann.  Það gerðu þeir þegar Kennedy var forseti og ætlaði að gera breytingar ....þannig að það er alveg hægt að búast við því.  Auðvitað vona ég ekki!!!

Helgin var frábær, ég fór í ferðalag með Clöru, Domingu, börnunum þeirra og öðru pari sem heita Luisma og Esther og litlu strákunum þeirra. Ólafur Ketill minn er orðin svo stór að hann vildi ekki vera með þessum litlu börnum og var því hjá Inmu vinkonu með vinum sínum Alberto og Gaby, Perla Líf hefði nú átt að koma með en hún var löngu búin að ákveða að fá að gista hjá vinkonu sinni þannig að Martin og ég fórum barnlaus í fjalla-sveitahúsið rétt hjá þorpi sem heitir Catí og er í Castellón héraðinu.  Þetta var eiginlega of langt ferðalag fyrir svona stuttan tíma eða rúmir 4klst í bíl.  Martin var búin að vera í fríi í 2 daga þannig að hann fékk að keyra ahhahaha.  Þetta var róleg ferð, það var kalt þar sem við vorum í fjöllunum en samt bara svona eins og haustveður á Íslandi eða um 11°á laugardeginum en heldur kaldara á sunnudeginum eða um 6°.  Fórum í skoðunarferð í þorp sem heitir Morella og svo fórum við að týna sveppi á sunnudeginum með börnunum.....höfðum hugsað okkur að borða þá en fólkið í kring...bannaði okkur það oh oh.  Það var auðvitað notið þess að borða góðan mat, drekka bjór og rauðvín.  Yndisleg helgi, með arinn og náttúrunni.

Er búin að vera ógeð dugleg á hjólinu, hef ekki farið mikið út að hlaupa en fór samt einu sinni og fékk ekki þessar rosalegu harðsperrur...nú verð ég líklega að halda því við og fara oftar.  Var með smá kvef í síðustu viku þannig að ég fór bara 2 daga á hjólinu í vinnuna en bílinn var notaður hina dagana, en í þessari viku þó að hitinn sé ekki nema 6-9° á morgnanna dríf ég mig á hjólinu, það er rosa hressandi.  Og eftir vinnu hef ég verið að skoða umhverfið og finna mér nýjar leiðir, í gær fór ég 13 km en í dag fann ég mér aðra leið og það voru um 16km, þegar ég kem heim áður en ég borða teygi ég og tek á magavöðvunum, held að ég hljóti að geta orðið módel hahahahah.

Börnin hafa það mjög gott, þó að Ólafur Ketill hefur verið að kvarta undan höfuðverk alltaf öðru hvoru þó að hann sé með gleraugun.  Fórum og létum kíkja á hann og auðvitað...þarf að fá ný, er komin í 1,25 þannig að alltaf meira að borga....hahahah.  En svona er lífið, svo erum við á fullu að auglýsa okkur spæjarastörfin eru þarna líka, er komin með kort með nafninu mínu og allt, ekkert smá spennó.

Jæja nóg af okkur í bili, endilega kvitta ...allir!!! Kossar til allra

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband