Gaman gaman

Jæja nú erum við flutt aftur heim....það er alltaf gott að koma heim.  En samt sakna ég að vera með Fulgen æi þetta er skrítið líf hehe. Við höfðum það svo yndislegt um jólin og hátíðarnar.  En núna er strax farið að sjást munurinn á því á birtingu, hvað daginn er farið að lengja.....æi það er yndislegt.  Tómstundirnar hjá krökkunum eru að tröllríða öllu en þetta smellur allt að mestu leyti saman eða við látum það gera það.  Ég er byrjuð að vera miklu duglegri í leikfimi aftur og er að drepast úr harðsperrum í dag en er búin að vera í hvíld yfir hátíðarnar, og borða á mig gat hvað heldur þú ahha Grin

Náði mér í kinnholsbólgu þvílíkur óþverri en það er á undanhaldi, er samt að taka pensilin.  Börnin hafa það gott og eru bara hress voru að breytast í nátthrafna um hátíðarnar fóru alltof seint að sofa og voru að spila á nýju leikjatölvuna frá Nintendo Wii.   Hún er bara snilld, við erum búin að vera að spila golf og keilu heima í stofu haha.  

knús og kossar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún og börn. Nú er sko komið nýtt ár og dagana tekið að lengja sem betur fer. Hérna heima á íslandi kyngir niður snjó og í morgun voru þeir að segja í fréttum frá 45 árekstrum, hálkan og snjórinn eru sko varasamt par. Auðvitað hefur myrkrið áhrif á andleg heitin en það er allt á uppleið. Harðsperrurnar lagast með æfingu, ég sakna þess mest að geta ekki farið í göngutúra en það er varla hægt að vera úti vegna hálkubletta og snjós.

Tilveran fer að fara í fastar skorður og á ég þá við skólann og krakkana, auðvitað hafa allar hátíðir bæði kosti og galla, en kostirnir eru fleiri. Fólk er svona yfirleitt nær hvort öðru og sáttfúsara á hátiðisdögum.

Skákin er örugglega mjög góð fyrir krakkana, heilbrigð útrás. Skákin er notuð sem therapía í mörgum tilfellum og virkar vel. Andleg íþrótt, flókin eins og allt sem við kunnum ekki í byrjun en frábær. Gaman að heyra frá ykkur, knús og kossar til ykkar allra. Mamma

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.1.2007 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband