Jólin Jólin!!

Jæja jólastressið er það nokkuð að fara með ykkur.....ja hérna svona næstum því verð að viðurkenna það, en samt ekki.  Er búin með flestar gjafirnar og er langt komin með jólakortin.  En því verða þau í mjög seinna lagi þessi jól, það var sko smá klikk með framköllunina á myndunum og við fáum þær ekki fyrr en á morgun eða hinn.  Þau verða send um leið og myndirnar koma en eins og ég segi ég á ekki von á því að þau verði komin fyrr en í næstu viku.

Ólafur Ketill er búin að standa sig eins og hetja í jólaprófunum, svo fór hann á annað skákmót en gekk ekki eins vel á því og því fyrsta en hann bara lærir af þeim og skemmtir sér líka.  Á föstudaginn er síðasti skóladagurinn þeirra þangað til 8. janúar 2007.  Hvernig ég redda fríinu, það má guð vita en líklega Paloma þessi elska.  Perla Líf fer ekki enn í nein próf en hún stendur sig líka vel í skólanum. 

Maður finnur líka fyrir stressi í vinnunni, sumir vilja reikningana áður en árið klárast aðrir helst ekki fyrr en í byrjun næsta árs, úff að reyna að verða að vilja allra er býsna flókið stundum. 

Við höfðum það bara frábært um helgina, reyndar er ég búin að vera alveg brjáluð því rafmagnið er búið að vera að stríða mér, er búin að bíða eftir rafvirkja í 2 vikur og svo kemur hann og þá virkar allt helv draslið.  Enda eftir því sem hann segir lítið hægt að gera, engin raunveruleg bilun.  Já fórum í bíó á föstudagskvöldið að sjá Eragon, við fórum ég, Chiqui, Jose, Alvaro, Miguel og Ólafur Ketill.  Mér fannst myndin bara fín miðað við ævintýramynd.  Ólafur Ketill fór svo að sjá hana aftur morgunin eftir á meðan fór ég í spinning og reyndi að taka til en það sló alltaf út til að ryksuga, svo að ég gafst upp.  Fulgen minn er búin að vera eins og litlu krakkarnir með eyrnabólgu síðan á miðvikudaginn, þannig hann er mikið búin að vera heima og gerir síðuna okkar sem slóðin er http://www.klavier.es endilega kíkið inn á hana og segið mér, þýðingin og einhverjir hlutir eru í vinnslu en þetta er bara nokkuð gott, miðað við að Fulgen er búin að gera hana einn og sjálfur.

Á sunnudaginn fórum við að afhenda píanó og vorum boðin í þetta svaka matarboð, átum á okkur gat, þetta var frábært, vorum hérna við ströndina í bæ sem heitir San Pedro del Pinatar.

Vonandi hafið þið það frábært, ætla að reyna að skrifa fyrir jól aftur....annars

GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún. Var að kíkja á bloggið þitt, Flott að Ólafur stendur sig svona vel, þetta með skákina eru bara byrjunarerfiðleikar, enginn er meistari í fyrsta sinn. Gengur bara betur næst. Perla Líf á eftir að standa sig vel þegar röðin kemur að henni, hún er flott stelpa. Verst með eyrað á Fulgen, vonandi batnar það fyrir jólin og verður gott áfram. Leit inn á bloggið sem þú sendir , frábært hvað vel þú passar upp á tölvuna, það er víst hægt að flækjast inn á ömurlegar síður inni á Netinu. Ég skil bara ekki hvernig þetta getur gengið til lengdar. ég reyndi að setja inn smá athugasemd en eitthvað klikkaði svo það gekk ekki. Fór með Sigga, Akemana og mömmu hennar í Ikea og aðra búð og þar náði ég í rauðan píramíta ca. meter á hæð með ljósum og öllu, það er jólatréð okkar. Mjög flott og jólalegt, þar setjum við gjafirnar. En til öryggis: Gleðileg Jól til ykkar allra en vonandi heyrumst við áður. Mamma.

Bella er að útskrifast í dag, ég ætla að hringja á eftir og óska til hamingju. S.....mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.12.2006 kl. 18:52

2 identicon

Hæ allir óskum ykkur gleðilegra jóla og takk fyrir allt gamal og gott.

Heyumst dúllan mín og takk fyrir kveðjuna

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 11:14

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Innilegar jólakveðjur til ykkar allra, með sérkveðjum til þín, Ólafs, Perlu Lífar og auðvitað Fulkens. Við höfum það fínt hérna allir á fullu í jólaundirbúningi og allt mjög hátíðlegt, músikin á botni til að auka stemninguna. Í kvöldmatnum verðum við að sex, (fín tala) og það verður sko fínn matur. Framreitt af Sigga og Óla sem er útlærður kokkur að viðbættu listrænum augum hjá þeim báðum. Sem sagt það verður örugglega fjör, jólakveðjur enn og aftur til allra. Mamma og Sóldís amma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 24.12.2006 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband