Versnandi heimur.

Við hérna á Spáni erum á lífi, já sorry er búin að vera frekar löt með bloggið en svona er þetta eins og allt annað, stundum ertu upplagður að vera duglegur með síðuna en svo koma tímar þar sem þú nennir þessu engan veginn.  Við erum búin að hafa það gott undanfarið, kannski þess vegna líka að það eru engar brjálaðar fréttir héðan.  Ég held áfram með mínar íþróttir fer flesta daga í vinnuna á hjólinu þannig að ég fer alltaf að minnsta kosti 11 km en svo fór ég oft einhverja 18km aukalega en....eins og heimurinn er, þá er búið að eyðileggja það fyrir mér í bili.  Þannig er mál með vexti að fyrir rúmri viku ætlaði ég að fara mína auka km til að skemmta mér....já ótrúlegt en satt mér er virkilega farið að finnast þetta gaman að pína sjálfa mig hahaha. Þetta er í raun svolítið útúr og seinni partinn eða þegar ég fer þessa leið er nánast engin á ferli þarna þetta er hjólastígur meðfram ánni, mjög skemmtileg leið en lenti í því um daginn að vera elt af einhverjum hálfvita...hvað hann hafði hugsað sér með mig komst ég aldrei að (sem betur fer). Hann kom fyrst á móti mér og sagði eitthvað við mig sem ég heyrði ekki svo tók ég eftir honum mjög snemma þó að hann væri mjög nálægt mér til að ég myndi ekki fatta að hann væri þarna, þannig að þegar næsti hjólamaður sem kom á móti mér þá bremsaði ég og fór tilbaka á eftir honum, hinn sem var að elta mig klessti næstum á mig svo nálægt var hann mér.  Ég titraði og skalf á eftir og fór beina leið heim bölvandi og ragnandi að hálfvitinn hefði getað eyðilagt fyrir mér hjólatúrinn þennan dag og marga fleiri því hræðslan situr eftir að þetta geti gerst aftur og þá verði ég kannski ekki eins heppinn. En þetta er agalegt að maður geti ekki gert um hábjartan dag það sem manni langar til, heimurinn er hrikalegur nú til dags.

Jæja svo fórum við með krakkana til Cieza um daginn í dagsferð, með nesti og það var alveg yndislegur dagur.  Fórum á safn fyrst sem er frá tímum arabana hérna og svo lá leiðin bara á fallegan stað að kjafta, leyfa krökkunum að njóta sín og borða nesti. Vinahópurinn minn gerir mikið af þessu sem er alveg frábærlega skemmtilegt og er ekki dýrt en þú nýtur þess í botn.  Daginn eftir fór ég í hjólatúr með Martin, fórum upp í fjallið þar sem fallega kirkjan okkar í Murciu er, þetta er vel bratt og ég hetjan fór þetta eins og ekkert, enda með mjög góðan kennara.  

Hef verið dugleg að fara út að hlaupa ca 2var í viku og mér leiðist það en í raun líður manni miklu betur á eftir.  Undanfarið spila ég alveg upp í 4-5 sinnum padel þannig að ekki vantar hreyfingu þessa dagana.  Nú nálgast jólin óðfluga og ég er komin í vandræði með hvað á að gefa gríslingunum úff þetta er alltaf sama höfuðverkurinn.  En við hljótum að finna eitthvað útúr því.

Helgin er búin að vera frekar róleg en í góðra vina hópi.  Á föstudaginn bauð ég Martin á ítalskan veitingastað og svo vorum við bara hérna seinnipartinn með börnunum, reyndar skruppum við líka í IKEA ætlaði að kaupa geisladiskastand en endaði að hann var ekki til í þeim lit sem ég vildi.  Kíktum á eldhúsin því Martin þarf að setja eitt upp í íbúðinni sinni. Á laugardag spilaði ég padel og ég og krakkarnir tókum til heima, þau voru rosalega dugleg að hjálpa mér að ryksuga og taka til í herbergjunum sínum. Ruben og Helena komu svo um kvöldið fórum á cafeteriu og hittum Clöru og Domingo svo var auðvitað farið aðeins í bæinn eða til ........frekar seint hahaha.

Martin og ég nutum svo dagsins í dag sem var yndislegur, heiðskírt og frábært til að njóta hans saman.  Borðuðum svo á rosa flottum veitingastað og prófuðum nýja hluti eins og held að það heiti hjartarkjöt eða dádýr...úff veit ekki en það var mjög gott. 

Nú er besta að fara að hvíla sig eftir þessa góðu helgi, Guð blessi ykkur og knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Gott að heyra loksins frá þér dúllan mín. En ég trúi því vel að þú hafir orðið hrædd í hjólatúrnum!! Verst að mannfýlan flaug ekki á hausinn við þetta

En hvaða hrikalega ofvirkni í hreyfingu er þetta í þér eiginlega????? Það liggur við að ég fái samviskubit, en sem betur fer þá tekst mér mjög vel upp með að svæfa þessa litlu leiðindarödd sem kallar á æ meiri hreyfingu. Hef nefnilega engan tíma fyrir þetta núna.

Annars er virkilega gaman að fá alla þessa pósta frá þér. En þú mátt gjarnan sleppa þessum keðjubréfum. Með þessu áframhaldi lendi ég nefnilega örugglega í ruslatunnu, undir lest í öðru landi fyrir fertugt!!! Slít nefnilega alltaf þessum keðjum

Knús á þig á meðan krútta og kysstu krakkana fyrir mig

Tína, 3.12.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband