Best að fara að blogga.

Engar smá fréttir að Obama (þó að ég hafi veðjað á hann) hafi unnið kosningarnar í USA.  En eins og margir segja og ég held að ég verði að hræðast það sama, það er bara spurning hvenær þeir drepa hann.  Það gerðu þeir þegar Kennedy var forseti og ætlaði að gera breytingar ....þannig að það er alveg hægt að búast við því.  Auðvitað vona ég ekki!!!

Helgin var frábær, ég fór í ferðalag með Clöru, Domingu, börnunum þeirra og öðru pari sem heita Luisma og Esther og litlu strákunum þeirra. Ólafur Ketill minn er orðin svo stór að hann vildi ekki vera með þessum litlu börnum og var því hjá Inmu vinkonu með vinum sínum Alberto og Gaby, Perla Líf hefði nú átt að koma með en hún var löngu búin að ákveða að fá að gista hjá vinkonu sinni þannig að Martin og ég fórum barnlaus í fjalla-sveitahúsið rétt hjá þorpi sem heitir Catí og er í Castellón héraðinu.  Þetta var eiginlega of langt ferðalag fyrir svona stuttan tíma eða rúmir 4klst í bíl.  Martin var búin að vera í fríi í 2 daga þannig að hann fékk að keyra ahhahaha.  Þetta var róleg ferð, það var kalt þar sem við vorum í fjöllunum en samt bara svona eins og haustveður á Íslandi eða um 11°á laugardeginum en heldur kaldara á sunnudeginum eða um 6°.  Fórum í skoðunarferð í þorp sem heitir Morella og svo fórum við að týna sveppi á sunnudeginum með börnunum.....höfðum hugsað okkur að borða þá en fólkið í kring...bannaði okkur það oh oh.  Það var auðvitað notið þess að borða góðan mat, drekka bjór og rauðvín.  Yndisleg helgi, með arinn og náttúrunni.

Er búin að vera ógeð dugleg á hjólinu, hef ekki farið mikið út að hlaupa en fór samt einu sinni og fékk ekki þessar rosalegu harðsperrur...nú verð ég líklega að halda því við og fara oftar.  Var með smá kvef í síðustu viku þannig að ég fór bara 2 daga á hjólinu í vinnuna en bílinn var notaður hina dagana, en í þessari viku þó að hitinn sé ekki nema 6-9° á morgnanna dríf ég mig á hjólinu, það er rosa hressandi.  Og eftir vinnu hef ég verið að skoða umhverfið og finna mér nýjar leiðir, í gær fór ég 13 km en í dag fann ég mér aðra leið og það voru um 16km, þegar ég kem heim áður en ég borða teygi ég og tek á magavöðvunum, held að ég hljóti að geta orðið módel hahahahah.

Börnin hafa það mjög gott, þó að Ólafur Ketill hefur verið að kvarta undan höfuðverk alltaf öðru hvoru þó að hann sé með gleraugun.  Fórum og létum kíkja á hann og auðvitað...þarf að fá ný, er komin í 1,25 þannig að alltaf meira að borga....hahahah.  En svona er lífið, svo erum við á fullu að auglýsa okkur spæjarastörfin eru þarna líka, er komin með kort með nafninu mínu og allt, ekkert smá spennó.

Jæja nóg af okkur í bili, endilega kvitta ...allir!!! Kossar til allra

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að þið hafið það gott.  Knús á ykkur öll!!!

Þórey (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 21:33

2 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

knús á þig besta vinkona. Hlakka til að mala við þig almennilega

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 6.11.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Tína

Gaman að heyra að það sé alltaf nóg að gera hjá þér krútta. Eigðu hrikalega góða helgi stelpa og knúsaðu krakkana fyrir mig

Knús og kossar á þig

Tína, 7.11.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband