Jólin koma.

Halló elsku vinir og vandamenn. Já ótrúlegt en satt jólin eru að skella á eina ferðina enn. Þetta er alveg ótrúlegt hvernig þessi ár fljúga hjá eins og ekkert sé.  Reyndar verð ég nú að segja að þetta ár hefur verið mjög viðburðarríkt og vægast sagt skemmtilegt, þó að auðvitað hafi það verið erfitt sérstaklega í upphafi árs. 

Við fjölskyldan tókum okkur til á miðvikudaginn síðasta, settum jólatónlist og skreyttum jólatréið.  Það var skemmtileg stund eins og alltaf og íslenska jólatónlistin fyrir mér er alltaf minningar um jólin á Íslandi sem ég verð að segja að ég sakna alltaf, get ekki vanist þessum jólum hérna á Spáni, kannski vegna þess að það vantar fjölskylduna og íslensku vinina.  Æi þetta er bara ekki eins, þó að ég eigi yndislega vini hér sem hafa tekið mér opnum örmum og reynst mér eins og fjölskylda þegar á hefur þurft að halda.  Ólafur Ketill og Perla Líf bíða spennt eftir að íslenski jólasveinninn láti sjá sig og haga sér mjög vel, standa sig vel í skólanum, það er í raun ekki hægt að kvarta.  Þau eru yndisleg.

Á laugardaginn hélt ég veislu á íslenska vísu hérna heima hjá mér, hafði fengið sent íslenskt lambalæri og það eldaði ég með brúnuðum kartöflum og brúnni sósu.  Þetta sló aldeilis í gegn, þó að spánverjunum líki misvel brúnuðu kartöflurnar.  Martin bætti reyndar við matseðilinn og gerði forrétt sem voru fyltar paprikur (erfitt að útskýra ekki hráar) þær voru mjög góðar og eftirréttinn sá hann um líka sem var geðveikur ís með karamellusósu. Conchi átti afmæli þannig að við gáfum henni smá uppákomu hahaha.  

Börnin fóru til Ninesar og eru búin að vera þar alla helgina, koma seinnipartinn í dag, hér er nefnilega frídagur í dag. Ég vaknaði frekar snemma til að reyna að skoða alla möguleika í sambandi við skíðaferðina okkar Martin sem er á áætlun næstu helgi, vá það verður geðveikt fjör.  Þar er svo mikill snjór núna að meirihlutinn af brautunum eru opnar sem var bara helmingur eða minna í fyrra á þessum tíma. Verðum víst að redda okkur keðjum og allt, held að ég hafi bara aldrei í lífinu notað keðjur.  En held að þetta verði frábær ferð.  Undirbý bílinn á fimmtudaginn, þá fer ég með hann í 50000 km skoðun þannig að hann á að vera pottþéttur fyrir ferðina.

Ekkert hefur verið hjólað undanfarið fyrir kulda og það finnst mér alveg hræðilegt en vonandi get ég notað hjólið í þessari viku þar sem hitastigið hefur farið aðeins upp á við, En við höfum verið að spila padel á fullu ég spilaði 5 sinnum í síðustu viku þannig að ég er ekki alveg hætt að hreyfa mig, sem betur fer.

Jæja nóg af okkur í bili. Jólakveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

sendi  bestu kveðjur til þín og Ólafs og Perlu Lífar,nú get ég allavega sent smá kveðju ég er komin inn á nýjan leik.

Gott að heyra að þú getur stundað Padel hjólið kemur seinna þegar fer að hlýna.Jólin eru aldrei eins þegar vantar skyldfólkið en maður reynir að gera það besta úr málinu.

Bestu kveðjur héðan úr kuldanum.  

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 9.12.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband