Held að ég sé gengin af vitinu hahaha.

Já það er nú bara af mér að segja að ég er komin með íþróttir og hreyfingu á heilann.  Fer alltaf á hjólinu í vinnuna sem eru rúmir 5km aðra leið svo er ég farin að reyna að minnsta kosti einu sinni í viku að hjóla auka 15km eftir vinnu en langar að gera það kannski 1-2 í viku.  Á þriðjudaginn var ég svo þreytt að ég nennti ekki að fara aukakílómetrana því ég hafði gert það á mánudeginum....þannig að ég hjólaði heim, bjó mér til eitthvað að borða og lagðist svo í sófann og fékk mér þessa týpísku spænsku siestu sem er eitt það besta sem til er.  Þegar Ólafur Ketill kom svo heim með vini sína þá var ég að verða búin að fá nóg af sófanum....hugurinn undanfarið var búin að leita mikið til að fara út að hlaupa.  En þar sem ég HATA bókstaflega að hlaupa þá hummaði ég það alltaf fram af mér.  En þennan seinni- part fór mín í hlaupafötin, með mp3 spilarann og þá var ekki aftur snúið.....úfff þvílíkt púl, fór bara nógu langt að heiman til að geta ekki snúið við strax en vá hvað það togaði í mig.  Það var þvílíkur segul að toga mig heim en ég þraukaði heilar 30 mín hlaupandi.  

Er svo stolt af mér HÚRRA fyrir mér.....en viti menn það versta var ekki búið.  Ég er í ágætisþjálfun...hjóla, spila padel mjög mikið en, það er sko alls ekki nóg.  Við erum að tala um að ég fór að hlaupa á þriðjudaginn og spilaði svo padel um kvöldið en síðan hef ég ekki getað hreyft mig!!! Þvílíkar harðsperrur man ég bara varla eftir að hafa fengið í lærvöðvana EVER....úff á morgun ætla ég að pína mig að hjóla í vinnuna því hef meira að segja sleppt því...reyndar er búið að vera að rigna þannig að það var ágætis afsökun en...nú er nóg komið, hjólið verður tekið út á morgun og ekkert múður.  Verð að ná harðsperrunum úr mér áður en ég keppi í padel með Inmu á laugardaginn.  Var svo með henni heima .....gaf henni að borða en svo var mér boðið út að borða...helduru að Martin hafi ekki verið svona sætur í sér...er að nota frídaga sem hann á inni og ég át á mig gat....vá mar. En þetta var svo notalegur dagur, hann kom svo með mér hérna heim og við höfðum það gott hér þangað til að hann keyrði mig í padel.  

Jæja nóg af mínum íþróttaþrekvirkjum hahaha.

Ef einhverjum dettur í hug hvað hefur komið fyrir mig....þá er ég til í að heyra skoðanir.

Knús til ykkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Flott hjá þér að hjóla, það er mjög góð æfing og að hlaupa, frábært fyrir kroppinn.  Um að gera að halda þessu áfram, þá verður þú svo fitt og flott.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.10.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 25.10.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Tína

Ég veit alveg hvað er að....................... og svarið er í rauninni hlægilega einfalt........................... ÞÚ ERT AÐ TAPA ÞÉR!!

En dugleg ertu stelpa...... ætla að dást að þér úr sófanum mínum.

Hlaupandi knús á þig elsku vinkona

Tína, 27.10.2008 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband