Vá mikið að gera og langt síðan síðast.

Hér er alltaf nóg að gera og auðvitað spæjarastörfin á fullu hehee.  Það er sko mál málana, það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í þeim bransa.

En við hérna á heimilinu erum bara á fullu í okkar íþróttum þó að ein hafi bæst við núna fyrir stuttu.  Perla Líf fékk að byrja í magadansi, þar sem að mamman er alveg sjúk og kemst ekki leyfði hún dótturinni að prófa og henni fannst þetta svona líka æðislegt!!! Hún er búin að fara með 2 vinkonur og þeim fannst þetta æði líka þannig að nú eru þær 3 vinkonurnar í magadansi.  Hún fær þá að sleppa sundi á fimmtudögum og fara í þetta. Mér finnst það allt í lagi þar sem magadans leiðréttir stöðu okkar, er mjög góð hreyfing og þar eru notaðir vöðvar sem við notum sko ekki dags daglega.  Þær verða kvenlegar og fínar af þessu.  Ég er ekkert smá glöð fyrir hennar hönd og hundfúl að komast ekki sjálf.

Um helgar erum við búin að fara alltaf eitthvað í sveitina...en þá meina ég ekki sveit með dýrum.  Þetta eru gömul hús sem eru útí sveit þar sem er ekkert og þar borðum við saman og krakkarnir njóta þess í botn.  Yfirleitt erum við hátt í 10 fullorðnir og oftast er fjöldin af börnum meiri heldur en fullorðna fólkið hahaha.  Héldum einmitt afmælið hennar Clöru út í sveit um daginn og ég gerði marengstertu fyrir liðið og þau voru ekkert smá ánægð þeim fannst hún geðveik.  Sló í gegn mörgum sinnum, samt vorum við búin að borða MJÖG góðan mat, eins og kolkrabba, stóra rækju og sjávarfang.  Veisla að okkar hætti.

Fór aðeins að djamma á föstudag og hafði ekki gert það síðan á Íslandi.Fór með konunni yfirmannsins og við skemmtum okkur ekkert smá vel.  Og síðan brjálaður leti dagur á laugardaginn.  Perla Líf var alla helgina hjá uppáhalds vinkonu sinni en Ólafur Ketill var með mér og að leika við vini sína. 

Kreppan er ekki farin að hrjá okkur hér eins og hjá ykkur og vonandi verður hún ekki eins yfirþyrmandi. Ég sendi ykkur öllum góða strauma frá okkur og vona að allir séu við hestaheilsu og eins og best verður á kosið.  LUV YA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Hæ sæta. Gvöð hvað Perla hlítur að fýla sig í botn. Héðan er allt það sama pirr pirr og pirr. Heyrumst fljótlega

muamua

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 21.10.2008 kl. 14:10

2 Smámynd: Tína

Það held ég að Perla Líf taki sig vel út í dansinum, enda með eindæmum falleg stelpa. Þetta á alveg örugglega vel við hana. Þú færð hana þá bara til að kenna þér Guðrún mín.

Knús á þig og þína yndislegust.

P.s má til með að kvarta smá............. en ég kunni mikið betur við gamla útlitið á síðunni

Tína, 21.10.2008 kl. 14:40

3 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Úff já magadansinn er íþrótt sem togar mig mikið að sér...enda sést það á myndunum síðustu hahaha. Kann ekki að skammast mín fyrir bumbuna hahaha.

Tína ég er svo hjartanlega sammála þér með útlitið á síðunni en þetta fannst mér samt skást til að breyta aðeins til.  Ég breyti því örugglega fljótlega aftur.

Knús á ykkur

Guðrún Helga Gísladóttir, 21.10.2008 kl. 16:06

4 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Vonandi líkar ykkur útlitið betur svona.....best að prófa sig áfram.

Guðrún Helga Gísladóttir, 21.10.2008 kl. 16:18

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

magadans leiðréttir stöðu okkar, er mjög góð hreyfing og þar eru notaðir vöðvar sem við notum sko ekki dags daglega.  Þær verða kvenlegar og fínar af þessu .

Vaaáá.....Ég var einu sinni að spá í að fara í magadans. Ohhh....hvað ég sé eftir  því að hafa ekki gert alvöru úr því, þá væri útlitið skárra. Mér er sko alvara.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 21.10.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband