Mikið að gera á Íslandinu....

Jæja loksins komið að því að ég driti einhverju hérna niður, ég er búin að vera blogginu mínu til skammar, hreint út sagt.  Æi þegar yndið mitt hann Fulgen kom til Íslands þá verð ég bara að viðurkenna að mestur tími fór nú bara í hann og svo börnin okkar þegar þau komu og voru hjá okkur.

Fengum að vera tvö saman frá föstudagskvöldi og fram á aðfaranótt mánudags en þá komu Paloma (17ára) og Miguel (11ára) börnin hans 2 frá Spáni.  Við nutum helgarinnar bara mjög vel, kíktum á Reykjavíkina, Perluna, augnablik á Gay Pride, fórum í sund og bara nutum þess innilega að vera saman aftur.

Þegar börnin voru svo öll komin þá þurfti náttúrulega að fara að sjá náttúruperlur Íslands eins og Geysir, Þingvelli, Laugarvatn og Bláa Lónið svo eitthvað sé nefnt.  Eitt af stærstu upplifelsinu að koma til Íslands var að það var vináttulandsleikur í fótbolta milli Íslands og Spánar.  Fulgen hafði aldrei í sínu heimalandi séð sitt lið spila og varð því að fara að elta kappana á æfingu, upp á hótel og svo fara á aðalleikinn....sem var svo ekkert spes.  Krökkunum fannst þetta geðveikt sport og þau náðu þarna einhverjum eiginhandaráritunum hjá frægum köppum og myndum í þokkabót.

Strax á miðvikudag brunuðum við svo á norðurlandið í sveitina, það fannst þeim æði líka að koma í Íslenska sveit með kálfum, nautum, kúm, hestum, hundum og kindum.  Fá íslenskt gúllas og hangikjöt og svo þvílíkt bakkelsi í kaffitímanum.  Við prófuðum að fara á hestbak og það fannst þeim mikil upplifun. Fengum þvílíkt gott veður að það var varla hægt að trúa því.  Reyndar kom þessi svaka þoka þegar ákveðið var að fara að drífa sig á Reykjaströndina til Ástu minnar Birnu í Fagragerði.  Það var sem sagt ekki til neins að reyna að fara að sjá Grettislaug eða Drangey, mikill missir það.  Daginn eftir skruppum við á Akureyri í sund og skoðuðum aðeins á eyrinni, höfðum svo piknik í Þelamörk og svo var brunað tilbaka til að grilla og njóta góðs matar.

Föstudagurinn fór svo bara í að fara aftur suður í ágætisveðri, fórum reyndar bara heim og lágum þar í leti allt kvöldið, nennti enginn að gera neitt eftir ferðalagið.  Laugardagurinn fórum við í sund aftur en völdum vitlausa sundlaug, fórum í Árbæjarlaugina en skandallinn var sá að rennibrautin var lokuð sem var alveg hræðilegt barnanna vegna.  Skelltum okkur síðan í Smáralind að borða og skoða okkur um, planið var svo alltaf að fara niður í bæ að sjá menningarnótt en það er skömm að segja frá því að við fórum ekki neitt.  Einhvern veginn engin í stuði.  Síðasti dagur Palomu og Miguel fór í að taka til í íbúðinni sem við höfðum verið svo blessunarlega heppinn að fá lánaða og auðvita þrif á bílnum.  Þessi vika var búin að vera rosalega vel heppnuð með þessa stórfjölskyldu,  ég er í skýjunum úr hamingju með líf mitt í hnotskurn þessa dagana.

Knús í bili, endilega kvitta elskurnar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Frábært að heyra að allt gekk svona vel, veðurguðirnir lögðu að mestu blessun sína yfir heimsóknina. Ísland í góðu veðri er meiriháttar. Það er fínt að fá svona heimsóknir, maður kynnist fólki á annann hátt og það sama gildir á hinn veginn. Það er bæði nauðsynlegt og flott. Heyrumst.....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 27.8.2006 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband