Erum búin að vera svo heppin með veður.

Jæja nú fer að síga á seinnihluta ferðarinnar. Við Fulgen höfðum það svo yndislegt síðustu dagana hans hér á landi, heimsóktum pabba á Stokkseyri og fórum á þennan æðislega veitingastað við Fjöruborðið.  Fulgen var himinlifandi, fengum geggjaða humarsúpu og humar auðvitað.  Svo varð að fara að Gullfoss sem hafði verið sleppt í fyrri ferðinni hahah. Fórum svo í heita pottinn hjá Össa og Kötu sem var náttúrulega bara kósí. Síðasta daginn vorum við aðeins í heimsóknum og bara að slappa af.  Hann er núna á norður Spáni að kenna á námskeiði en hitti hann eftir mjög stuttan tíma.

Ég er nú með gest frá Murciu,vinkona mín sem heitir Henar. Verður hún hérna með okkur þangað til að við förum öll á Laugardaginn.  Þannig að nú er bara að fara allann ferðamannahringinn aftur.

Fór norður um daginn og það var frábært.  Verð nú að þakka öllum vinum mínum fyrir frábærar móttökur.  Þórey og fjölskylda, Össi bróðir og Kata takk fyrir gestrisnina.  Hrólfur og Sólveig sem lánuðu okkur íbúð og bíl í 2 vikur, vá það er ekki hægt að hugsa sér betri vini.  Svo auðvitað allir hinir Áslaug og Arnar, Steinunn og Dóri, Ásta og Þröstur, Dabba mín kæra, Laufey og co, Valgerður og bara allir.  Þið eruð frábær og hvenær sem farið er til spánar vitið þið hvar við erum.

Ætla að fara drífa mig af stað. Knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verði þér að góðu afnotin af bílnum

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 18:05

2 identicon

verði þér að góðu með afnotin af bílnum

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband