Að koma helgi aftur....vika liðin

Þetta er ótrúlegt,vikurnar fljúga hjá eins og ég veit ekki hvað.  Jæja við höfum það bara  gott hérna á klakanum og síðustu daga er veðrið nú ekki búið að vera svo slæmt.  Bakið er bara að verða nokkuð gott sem betur fer en ég get trúað ykkur fyrir að ég er nú ekki búin að liggja mikið.  Við fórum á þriðjudagseftirmiðdag í Svöluásinn í einar bestu pizzur sem hægt er að fá!!! En svo fórum við snemma heim svo að bakið mitt fengi að hvílast, las í heimilislækninum að oftast væri best við þursabiti að liggja...not ég var náttúrulega ekki búin að gera það. Ullandi En fór mjög snemma upp í rúm...talaði við Ástu skástu í Fagragerði.  Já nýjustu fréttir sem ég fékk á þriðjudaginn af mínum æðislega manni voru þær að greyið var búin að vera 3 daga á spítala í London O my godGráta aumingin litli alein.  Hann fékk víst nýrnasteina en fékk að fara heim á þriðjudag ekki er svo illt að ekki fylgi eitthvað gott því hann flýtti ferðinni um sólarhring í staðinn að verða búin að fá alveg nóg af London.  

Vöknuðum snemma því ég var búin að lofa krökkunum að þau gætu farið að heimsækja Andreu Rán og Ingibjörgu Aþenu vinkonur sínar upp úr kl 10, þegar Ólafur væri búin að læra.  Það gekk rosa vel og þangað fóru þau.  Talaði við yndið mitt og hann hafði bara sofið svona rosa vel og bara stálhress.  En viti menn ég var góð stelpa og fór heim og lagði mig eftir að ég fór með krakkana, reyndar fyrst kíkti ég á mín ástkæru Grétu og Steindór sem létu svona þokkalega af sér, svo verð ég að kíkja þangað með krakkana í stutt stopp.  

Seinnipartinn sótti ég krakkana en stoppaði náttúrulega í klst hjá Laufeyju í Traðarberginu.  Svo lá leiðin til Oddnýjar sem gaf okkur þennan æðislega ofnsteikta kjúlla og grjón.  Hún er bara meistarakokkur.  Spjölluðum heilan helling en þar sem við hittumst aftur þá var stoppið ekki mjög langt því enn var eftir að hitta Döbbu og Birnu sem báðar voru á leið erlendis daginn eftir.

Birna var á leið til USA en Dabba bara í helgarferð til Köben.  Stoppuðum stutt þar og síðan bara heim um kl 22,30 enda komin háttatími fyrir litla grísi hehe.

Í dag vorum við heima í rólegheitunum alveg til hádegis, fengum okkur hamborgara. Ákveðið var svo að endurnýja vegabréf barnanna sem renna út á næsta ári en hvenær veit maður hvort tími verður þá.  Upp úr kl 13 voru þau komin aftur í Traðarbergið og er ég á leið þangað að sækja þau og stoppa aðeins lengur en í gær.  Ég er búin að vera að dúlla mér hérna....reyndar í smá sjokki yfir þessum hryðjuverkamönnum í London því minn maður á að koma þaðan á morgun.  Við setjum nú bara puttana í kross að það verði í lagi og að lögreglan nái öllum þessu bandóðu mönnum.....Að þeim takist nú ekki ætlunarverk sitt.

kveðjur og kossar, sé að þið eruð dugleg að kíkja en væri rosaánægð að fá kvitt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband