Leti leti.....

Halló halló, já ég veit að ég er búin að vera mjög löt að skrifa til ykkar allra.  En æi er komin smá leiði í síðuna veit ekki afhverju.  Kannski vegna þess að það eru litlar fréttir þessa dagana.  Lífið gengur sinn vanagang.  Ólafur Ketill fer á sitt 3 mót í skák um helgina, hann hefur geta æft sig því hann fékk frábæra skák í jólagjöf með svo mörgum erfiðleikastigum að hann getur bara teflt eins og hann lystir.  Hann fer tvo daga í viku núna í körfubolta og finnst það mjög gaman það besta er að hann fer bara sjálfur á nýja hjólinu sínu og er bara orðin herramaður.

Perla Líf er óð að fara í fótbolta en við höfum ekki getað komið henni í hann ennþá, verðum að vera róleg þangað til það verður pláss og ekki svona mikið af stórum strákum, það er sko engin stelpa að æfa þarna fótbolta.  Við erum aðeins farin að hugsa til sumarsins og krakkarnir verða hjá pabba sínum þann 20 júlí - 10 ágúst.  Leikfimin heldur áfram og ég hef aðeins slakað á en er samt búin að fara alla dagana undanfarið, þó að það sé ekki nema í 1 tíma það er þó allavegana eitthvað.  Í gær var dýrðlingadagur San Fulgencio og ég gaf gæjanum einhverja smá gjöf í tilefni dagsins en annars var hann í Sevilla og ég rétt sá hann um kvöldið.  

Við erum búin að vera að horfa á seríuna LOST og reyndar líka Two feet under, báðar eru þær góðar, mjög ólíkar en ég tel að Lost sé en betri af því sem komið er, þeim tekst vel upp með þættina, ég bjóst alls ekki við þeim svona góðum.

knús til allra Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að honum Ólafi gangi vel á mótinu og auðvitað að þið hafið það öll sem best.  Kossar og knús til ykkar allra. Kveðja Þórey og co.

Þórey (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband