Loksins loksins.....fleiri myndir.

Friðardúfa ársins
Bando de la huerta

Hér er bara búið að vera brjálað að gera í að vera með vinunum og hafa það gott. Skírdagur vorum við í Alicante með Nabilu, Jose Luis, Ana, og krakkarnir, við fórum að labba um Alicante og veðrið var bara fínt, átti að vera leiðinlegra en var bara fínt í gönguferðir og hafa það gott.  Föstudagurinn langi, komum við heim um miðjan dag og vorum bara í rólegheitum...en fengum nú gesti, þannig að rólegheitin voru svona lala, vorum að passa Paulu, en þetta var fínt.

Laugardaginn fórum við í heimsókn til Nando og Silviu, sem eiga krakkana Nando og Mariu sem eru rosalega góðir vinir Ólafs Ketils og Perlu Lífar.  Þar vorum við frá kl 13 alveg þangað til miðnætti en þar sem var engin skóli þá var þetta bara frábært.

Sunnudag kom Nabila að borða með okkur, svo fórum við að sækja Arslan og vorum úti á róló heillengi síðastar inn hehe. Mánudagur var ég að vinna snemma en Nabila og krakkarnir voru búin að vera með Loli um morguninn, svo hún borðaði með okkur og brjálað stress að leita að búningum fyrir sveitadaginn sem var á þriðjudaginn.  Það rigndi eldi og brennisteini, og við báðum um meiri rigningu og meira....svo að það yrði sól fyrir þriðjudaginn.  Fórum seint að sofa, þegar var búið að strauja allar skyrtur og allt tilbúið.

Svo kom Þriðjudagurinn sem var Bando de la huerta sem er sveitahátið og búningar í stíl við það.  Allir vöknuðu um 9 til að fara í sturtu og gera sig klára....gera nesti. Vorum komin niður um kl 12 og þá átti eftir að labba niður í bæ.  Vorum í bænum og það var sko FRÁBÆRT veður Hlæjandi óskin okkar rætist og alls staðar fólk, ekki séns að fara á bílum eitt né neitt á þessum degi, allavegana ekki innanbæjar. Lölluðum niðureftir en svo fór Nabila snemma með Arslan til Alc því systir hennar var að koma frá París.  En við borðuðum og vorum alveg til kl 18,30, þá var ég alveg búin að fá nóg, krakkarnir fóru í boði Fulgens heim til hans að horfa á DVD og ég og Loli vorum hér í rólegheitum alveg til 22 um kvöldið.  Krakkarnir komu og fengu að borða og beint í rúmið. Saklaus

Jæja svo er ég bara búin að vera að vinna og dagarnir farnir að líkjast eðlilegum aftur eftir fríið. Nú er ég búin að fá nóg í bili.  Hér eru myndir af Perlu Líf friðardúfu, okkur á sveitahátíðardaginn.

Endilega setjið inn athugasemdir og skráið ykkur í gestabókina, þið hafið komið inn en ég veit ekkert af ykkur.

Kreist frá okkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Perla Líf er svo frábær og flott í hlutverki Friðardúfunnar. Meiriháttar!!! Ég er svo stolt. Myndin af ykkur öllum saman í sveitabúningnum er líka æðisleg. Ég ætla að athuga með að setja einhverjar gamlar myndir inn hjá mér. Myndir segja manni svo margt, gamlar og nýjar. Myndir geta verið eins og flott saga. Þessar eru þannig. Mamma og amma Sóldís.

soldis fjola karlsdottir (IP-tala skráð) 20.4.2006 kl. 21:43

2 identicon

Er búin að skrifa í marggang inn á síðuna þína en ekkert sést af því. Hvað er í gangi? Ég er svo hrifin af myndunum af krökkunum. Friðardúfan er ekkert minna en frábær. Nú geri ég eina tilraun enn.
Mamma

soldis fjola karlsdottir (IP-tala skráð) 22.4.2006 kl. 09:34

3 identicon

Nú er ég hætt að skilja. Í texta segir að athugasemd verði send á solrunsigurðar@hotmail.com. Hvað á að gera til að koma inn pósti? Ég er orðin pirruð á þessu.
Sóldís

soldis fjola karlsdottir (IP-tala skráð) 22.4.2006 kl. 09:39

4 identicon

Hæ hæ loksins fann ég ykkur ég fékk adressuna hjá Þórey gaman að sjá ykkur til hamingju með afmælin sem eru nýliðin kveðja Rósa juliusrunar@vortex.is

Rosa Adolfsdottir (IP-tala skráð) 22.4.2006 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband