Besti júlímánuður í mörg herrans ár!!

Vá síðast bloggaði ég ekki afþví að það var fullt að gera með börnin og Gréta mín yfirtók tölvuna mína en núna er það bara eitthvað annað hahahaha.  Er búin að vera á fullu, er búin að vera að vinna svona ca tvo seinniparta í viku til að geta verið heilar 5 vikur á Íslandi og þar sem samstarfskonur mínar eru í fríi er svosem nóg að gera.  Því ég skilaði inn VSK í morgun sem betur fer og þá er frekar rólegt það sem eftir er.  Svo höfum við spilað padel eitthvað og það er alltaf jafn gaman annars er hægri handleggurinn eitthvað að stríða mér, einhver sinaskeifubólga eða eitthvað. 

Um helgar og á miðvikudögum hefur verið reynt að fara í bátinn, Clöru og Domingo en í síðustu viku var rigning þannig að við fórum bara í bíó vinkonurnar hehehe. Fórum að sjá Sex in the city og það var mjög gaman en hún var auðvitað með spænsku tali og það er það versta sem ég veit en þessir vitleysingar kunna enga ensku þannig að ég verð að gjöra svo vel hehehe. Svo var bjór og bakkelsi heima hjá Clöru og Domingo og þar vorum við Martin til kl 1 að nóttu og hlógum mikið og skemmtum okkur, vorum líka að planleggja ferðina til Íslands á næsta ári.  Kvöldið á undan fór ég með Martin að kynnast besta vini hans og fullt af fólki, þá var heldur ekki farið að sofa fyrr en klukkan rúmlega 1 eða meira úff, líkaminn er að hætta vera sammála þessu. hehehe. 

Ein besta ferð sem ég hef farið í lengi var þarsíðasta helgi, við Martin fórum til Cuenca það er í ca 3klst héðan frá Murciu.  Lögðum af stað í 40° hita á föstudagseftirmiðdegi og vorum komin um rúmlega 21.  Lengst í burtu frá öllu sem heitir menning, vorum í fjöllunum í þvílíku næði og krúttleg heitum, Martin tók með sér kampavínsflösku það var geðveikt og mjög rómó.  Við pöntuðum hótelið með öllum mat inniföldum og þar gerðum við vitleysu því þeir gerðu ekki annað en að troða okkur út hahaha. En í raun er ekki hægt að kvarta, mjög góður matur.  Á laugardaginn fórum við að uppsprettu ár sem er stór þarna og það var ekkert smá fallegt, ég fékk mikla heimþrá til Íslands að sjá allt þetta landslag, vá mar og að vera með manneskju sem manni er farið að þykja svona vænt um vá þetta var ólýsanlegt.  Martin er þannig að ef hann sér "poll" eins og hann segir þá verður hann að fara útí og það gerði hann, það fraus reyndar allt undan honum en hann dýrkar þetta. Um kvöldið vorum við svo með leiðsögumann sem leiddi okkur upp og niður Cuenca í 1 og hálfan klukkutíma og svo aftur að borða vá þetta var ótrúlegt.  Erfitt að lýsa þessari ævintýralegu ferð hér en þetta verður að duga.

Annað ævintýri var svo farið á seglskútunni núna um helgina, fórum á litla eyju sem er í Mar menor og þar var sko sett upp tjald og gist.  Við settum að landi um 21 og þá var enn dagur og svolítið skýjað en mjög fallegt og sólin að setjast.  Við borðuðum svona flotta smárétti um borð í skútunni, lax, osta, marmelaði og alls konar góðgæti, auðvitað voru drykkjarföngin ekki af verri endanum rauðvín, hvítvín, bjór, kampavín og svo Chivas viský á eftir gott bað í sjónum undir fullu tungli.   Þessar myndir fáið þið að njóta núna en það vantar enn myndir frá Cuenca og fullt af hlutum.  Þær koma inn síðar.  Knús í klessu, sé ykkur eftir 10 daga!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ ástarkrúsísnúllan mín :)

Vildi bara kvitta fyrir mig. Hrikalega langt síðan að ég hef kíkt hér inn. Sé að þú hefur það greinilega super-gott, fullt að gerast hjá þér og svo lítur þú líka bara rosalega vel út ..... gullfalleg alveg !  :)

Ég fer frá Íslandi 30. júlí þannig að ég rétt missi af þér. Sendi þér bara milljón kossa og knús í staðinn.

Hafðu það gott á klakanum snúllan mín,

Linda vinkona

Linda (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 16:26

2 Smámynd: Tína

Hlakka mikið til að sjá þig krútta.

Tína, 26.7.2008 kl. 12:20

3 identicon

Hlakka til að hitta ykkur !!! 

Þórey (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband