Madridarferð.

Ójá djammferð var það!!!! Ég held að ég hafi ekki skemmt mér eins vel í mörg herrans ár. Vikan leið bara eins og venjulega, skóli, padel og rólegheit. Svo rann föstudagurinn upp, byrjaði á að fara í röntgen eldsnemma, rauk svo í vinnuna og þar var ég ekki lengi því krakkarnir áttu tíma hjá lækni kl 13.  Þetta voru þvílík hlaup að það var ekki fyndið, en Perla Líf er í góðu lagi núna þannig að maður er rólegur, við fengum lyfseðla þannig að meðulin dugi á meðan krakkarnir eru á Íslandi þannig að ekki þurfi að fara aftur til læknis áður en þau fari.  Fórum svo heim að borða og snillingurinn ég þurfti að vera sniðug að brenna mig á þegar ég var að elda, varð brjáluð út í sjálfa mig.....sem betur fer átti ég sterkt Aloe vera gel í ísskápnum frá Volare!! Og það bjargaði lífi mínu held ég um helgina, því ég fann ekki fyrir þessu þó að væri stærðarblaðra á puttanum.

Rétt fyrir kl 16 komu félagar mínir Manolo, Inma og Martin að sækja mig, stressið var svolítið að drepa okkur til að byrja með þvi Manolo var að keyra og hann er bara búin að vera að keyra í 1 ár og við vorum öll á nálum úff mar.  En svo tók Martin við og það var allt annað, reyndar var loftkælingin í bílnum biluð og við vorum í sauna, léttumst um nokkur kíló hvert!!! hahahaha.  Á leiðinni komum við inn á bar sem hét bar og húsgögn hahaha þetta var bara spaugileg húsgagnaverslun með bar, upplifelsi fyrir okkur öll. Við komum til Madridar á mjög góðum tíma, skruppum í sturtu og svo á veitingastað þar sem við áttum pantað.  Djammað var á eftir og við skemmtum okkur og hlógum ógeðslega mikið. Á laugardeginum var yndislegt veður, Inma og Javier vildu hvíla sig og Manolo fór með vinkonum þannig að Martin og ég fórum í gönguferð um Madrid.  Reyndar var þynnkan að drepa mig hahahah en Martin fékk sér bjór á Plaza Mayor. Borðuðum pasta heima hjá Javier sem hann eldaði og það var svo gott....miklu betra en maturinn á veitingastaðnum kvöldið áður.  Um kvöldið fórum við að sjá töframann sem er mjög frægur sem heitir Tamariz, það var svo skemmtilegt og við hlógum okkur brjáluð. Þegar við komum út var orðið svo kalt og við vorum slöpp frá föstudagskvöldinu þá drukkum við bara smá bjór heima og svo að hvíla okkur.

Sunnudagurinn var hinn frægi útimarkaður Rastro sem er reyndar hættur að vera það sama og hann var því þetta var markaður fyrir notaða hluti en nú er þetta bara orðið svipað markaðnum hér í Murciu.  Dagurinn var lala og fljótlega byrjaði að dropa....stóra spurningin hvar er næsti BAR ahhaha.  Semsagt í fáum orðum það sem við gerðum á sunnudaginn var að þræða bari og borða tapas.  Úff það var líka frábært, það er ótrúlegt hvað er hægt að innbyrða marga bjóra á sunnudegi hahah. Hvíldum okkur svo fyrir loka djammið á sunnudagskvöld.  Martin bauð okkur öllum út að borða á frábæran argentískan veitingastað....kvöldið var að mestu leyti frábært...hefði getað verið betra en nú er nóg komið af djúseríferðinni í bili.  Fyrir næstu færslu ætla ég að vera búin að redda þessu með myndirnar og setja einhverjar fleiri inn...þó að það séu ansi margar sem ekki verða birtar frá Madrid hahahah.  Þá verður ímyndunaraflið að ráða ferð.

Knús á línuna og ekki gleyma hvað mér finnst yndislegt að þið kvittið bara rétt til að vita af ykkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

samgleðst .kveðja frá FIRÐI

katamá (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 00:53

2 Smámynd: Tína

Frábært þú skemmtir þér vel sæta. Hlakka mikið til að sjá myndirnar.

Knús í daginn elskan

Tína, 11.6.2008 kl. 08:46

3 identicon

Já þú ert sko aldeilis komin á flug þessa dagana, vona að það haldi áfram   Kossar og knús til ykkar allra.

Þórey (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 08:40

4 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Hæ,elskan,lyklaborðið,bilað,þannig,knús,á,móti

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 15.6.2008 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband