Djamm og sveitaferð.

Vicente hrókur alls fagnaðarHér er Vicente hrókur alls fagnaðar á svölunum heima hjá sér öruggur með bjórinn hahaha. Þetta kvöld sýndi hann okkur power point myndasýningu af Nepal ferðinni sinni.  Við skemmtum okkur vel yfir myndum, mat og bjór.  Við  fengum rækjur, kolkrabba og kökur í eftirmat.  frábært boð.

Inma og Martin

 

 

 

 

 

 

 

 

 Síðan daginn eftir fórum við til Santomera að skoða hesta, geitur og vera í smá svona sveitastemmingu.  Geitin elti krakkana eins og óð væri og þau öskruðu og görguðu og skemmtu sér frábærlega.  Ég er búin að setja inn nokkrar myndir en þarf eitthvað að endurskoða þetta því það er allt myndapláss orðið fullt.  Þannig að ég held að ég verði að taka allar myndirnar og minnka þær og setja aftur inn eða eitthvað.  En á laugardeginum var semsagt líka farið á hestbak svo elduðum við rækjur, Paellu með kjöti og fullt af bjór eins og vill vera með þennan hóp.  Krakkarnir sáust ekki allann daginn, þau voru að bardúsa að vera í sveitinni....skíta sig út.  Sunnudagur var svo bara afslöppun út í eitt, þvílíkt notalegt.

Martin, Javier og VicenteInma og ManoloÞetta er svo fólkið nema Vicente sem er í appelsínugula sem er á leið í ferðalag til Madridar um næstu helgi.  Það vantar bara mig þarna en ég fer með.  Javier sá í hvítu skyrtunni er búin að planleggja þvílíka skemmtun...vá mar, ég mun segja frá því í næstu færslu.

Ole ole ya tenemos algunas fotos de la fiesta de Vicente y de nuesto día genial en Santomera con los caballos.  Tengo un problema ya he llenado todo el espacio de las fotos...tendre que reorganizarlo todo y guardar las fotos con menos pixeles, por eso no hay mas fotos del día chulo en el campo.  Espero no tardar mucho arreglar eso.  Los viajeros nos vamos a Madrid a pasar unos días con Don Javier, va a ser muy chulo y planeado.  Un beso 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða skemmtun í Madrid dúlla!  Vona að þú hafir næði til að skemmta þér ALLAN tímann

Þórey (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 20:45

2 identicon

Hey varstu ekki búin að lofa mynd af þér á hestbaki í sveitaferðinni???

Þórey (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Tína

Blessuð vinkona.

Svakalega gæfi ég nú mikið fyrir að vera þarna úti hjá þér!! En ég vona að þú skemmtir þér alveg svakalega vel þarna í Madrid og bíð svo spennt eftir að heyra frá öllum smáatriðunum. Hann Kristján minn fer síðan til Alicante á sunnudaginn til að vera hjá Önnu frænku sinni í viku. Hann er að fara einn í fyrsta skipti og svei mér ef ég er nokkuð að meika það fyrir ungamömmulátum. Þetta er jú litla barnið mitt!! En við sjáum hvernig fer.

Mundu svo að láta kjúklingana vera og haltu þig endilega bara við rækjurnar góða mín.

Knús á línuna

Tína, 5.6.2008 kl. 07:27

4 Smámynd: Guðrún Anna Frímannsdóttir

Vá þetta er lífið stelpa.Endilega haltu þig við þetta miklu skemmtilegra svona líf er það ekki? Knúsumst fljótlega. Héðan er allt gott að  frétta og bara skemmtun út í eitt að sparsla og mála boring en þetta kemur. Búin að velja mér sófa ummm bara flottur en vá stór og verður stofan mín bara að hafa það af. Einkunnirnar hjá litlu ormunum mínu voru flottar og er þetta allt  að stefna í rétta át með hann Robba minn. Fór að  þínum ráðum og vá takk elskan mín. Veit ekki ennþá með stóru krakkana en allavega Júllz fékk 7 í samræmdu ensku og þýðir það að hann fer í fjölbraut næsta ár allavega í ensku kannski meira kemur í ljós í dag. Svo er það Ikea næst að kaupa húsgögn í herbergin og svo er það að  þrífa ógeðis ryk. Eins gott að Ólafur er ekki héra núna úff. Heyrumst og knús á ALLT liðið sem er að gera þér lífið svona frábært þó mest á þig.........

Guðrún Anna Frímannsdóttir, 5.6.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband