Pælingar.......

Jæja er nú að hugsa um að setja einhverjar pælingar hérna inn sem eru búnar að vera að veltast í hausnum á mér síðustu daga.  Þetta er svo sem ekkert mjög merkilegt en ég er mikið búin að vera að velta fyrir mér lífinu í hnotskurn.  Hvernig okkur líður.....erum við glöð, leið, ástfanginn eða í ástarsorg.....eða finnst bara kannski best að vera ein með sjálfum okkur. 

Er búin að vera velta þessu fyrir mér, við göngum öll í gegnum öll þessi tímabil eða hvað á að kalla þetta.  Og meira að segja stundum getum við verið tvennt í einu eða að morgni yfir okkur hamingjusöm en svo seinnipart dags er gjörsamlega allt að hrynja yfir okkur.   O my god, mottóið mitt er undanfarin ár þetta að lífið er svo rosalega stutt, það er búið áður en við áttum okkur á.  Þannig að mín skoðun er sú að njóta þessara stunda sem við erum hamingjusöm, glöð, ástfangin og ánægð með sjálf okkur út í ystu æsar og gera þær sem lengstar!!!!Hlæjandi Það er að segja ef við höfum möguleika á því.  Og svo aftur á móti að reyna að gera minna úr þessu erfiðu og döpru stundum, auðvitað getur verið hængur á því en guð minn góður gera allt til að gera þessa stuttu ferð okkar sem ánægjulegasta hér á jörðinni.  ÞAÐ GERIR ÞAÐ ENGIN FYRIR ÞIG!Glottandi

Ég óska þess og það sem mig skiptir máli eru kærasti minn, vinir mínir og fjölskyldan, þetta fólk er mér svo kært.  Ég persónulega án vina gæti ekki lifað og sem betur fer er ég þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga fullt af mjög góðum vinum.  Takk fyrir að vera þarna þó að sambandið sé inn á milli takmarkað þá eru þeir þarna og taka vel á móti mér á mínum þegar á bjátar og til að njóta góðra stunda.Koss  Reyndar hef ég rekist á nokkur vandamál á þessu ári en þau hafa öll verið yfirstíganleg og mismunandi erfið að takast á við.  Sum hafa tekið mikið á andlega en önnur leysir maður áður en hendi er veifað.  Stundum er erfitt að komast að því að fólk sem maður heldur að maður þekkir....í rauninni þekkir þú það ekki neitt Öskrandi og það veldur þér vonbrigðum og biturð.  En ef vinir bregðast manni þá er lítið annað að gera en að láta sem ekkert sé og snúa sér annað.  Það getur verið mjög sárt en.....það verður að velja þig eða þann sem traðkar eða þér líður ekki vel með.

Jæja held að ég sé hætt í bili.  Það væri rosalega gaman að fá viðbrögð við þessum pælingum og skoðanir.  Ég óska öllum vinum mínum að þeir séu ástfangnir, heilir heilsu og njóti lífsins á þessari stundu.  Ég er ástfangin og líður frábærlega þessa dagana og ætla að njóta þess og ekki að fara leynt með það.  Samgleðst ykkur.

Kossar og knús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gott hjá þér, lífið er svo sannarlega þess virði að lifa því og njóta þess. En til þess, verðum við oft að láta athugasemdir sem vind um eyru þjóta og lifa lífinu á eigin forsendum og í núinu. Að skilja það að við erum öll manneskjur, með tilfinningar og væntingar, það er frábært.Að leyfa öðrum að taka þátt í hamingju okkar, að þurfa ekki að fela tilfinningar og að geta verið við sjálf.Það er toppurinn á tilverunni. Takk enn og aftur fyrir gott og tímabært blogg, hamingjan er nefnilega ekki sjálfsagður hlutur. Bestu kveðjur til allra, mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 22.10.2006 kl. 18:15

2 identicon

Gott hjá þér að skrifa niður pælingar, mér finnst þær svo skemmtilegar. Endilega vera ófeimin við að gera meira af því.

Já fólk hefur kanski meira val en það heldur. Er að púkka uppá eitthvað bara útaf því að það hefur verið svona, í stað þess að staldra við og hugsa "hvað er best fyrir mig" og gera breytingar. Losa sig við þunga böggla, svo breytist fólk líka.
En ef það er eitthvað vandamál þá er kanski ekki sniðugt að vera of kærulaus og setja upp sólgleraugun, mér finnst best að kýla á það head on til þess að vera 100% búin með þau svo ég þurfi ekki að hafa þau í skúmaskotinu sem dúkkar upp óvænt.

take care,

Dabba (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband