Afmæli

Hér höfum jafnað okkur af pestinni en held að við höfum smitað hálfan bæinn!!! Öskrandi Ja við eða einhver annar en allaveganna eru meira og minna allir búnir að fá þennan andsk..... Fulgen og co, Jose og bara allir, vonum að þetta sé að verða búið.  Nú er tengdó farin til Madridar og fer á morgun til Mexíkó, guð má vita hvort við sjáum hann aftur en við vonum það nú.  Hann er ansi hress miðað við aldur, orðin 79 ára og flakkar svona enn.....Hlæjandi

Ég var í nýju búðinni í Albacete í dag og það varð á endanum hringavitleysa með krakkana en auðvitað reddaðist það, sem betur fer er það ekki oft sem þarf að redda því ég er ekki en.... Gott að eiga góða að sem geta þó hlaupið til á síðustu stundu. Saklaus  Á morgun á að halda afmælið Nando og Mariu og við vonum að það rigni ekki, því hér eru afmælin oft haldin úti og það á að gera það einmitt á morgun.  En hér rigndi smá í dag og í gær líka svo það er að krossleggja fingur að þetta verði í lagi. 

Perlu Líf er svo boðið í heimsókn til vinkonu sinnar Christinu um helgina að gista framm á mánudag, við Ólafur Ketill eigum nú bara eftir að hafa það náðugt.Koss

Hafið það gott og endilega kvitta hehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Flensan er sko ekkert grín, hugsanlega hef ég fengið eitthvað ykkur öllum til samlætis. Allavega var mér heitt og kalt á víxl í marga daga, en er að hressast. Rétt eins og hinir, sem betur fer.Það er frábært að eiga góða að þegar þarf að redda hlutum, það kemur sér sannarlega vel.Allt er í góðum gír hérna megin, og þó Siggi er að fá bullandi kvef og flensu. En vonandi gengur það fljótt yfir.Það hefur verið óttalega kalt hérna og ekta gluggaveður,sem sagt, sól og skítakuldi. Bið að heilsa öllum og þá sérstaklega Ólafi og Perlu Líf. Kveðjur, mamma.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.10.2006 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband