"Kuldinn" kemur og skapið mitt fer niður.

Jább er búin að vera svolítið þung undanfarið, ekki nógu ánægð með suma hluti og svo framvegis. Það er þetta tímabil þegar hitinn fer niður fyrir 20°heima hjá þér, ef þú hreyfir þig ekki er þér kalt, fullklæddur með teppi í sófanum en samt eru fæturnir ískaldir og svo framvegis.  Er samt búin að vera mjög dugleg að hjóla á nýja hjólinu og við förum alltaf fjölskyldan á hjólunum í sund og padel á þriðjudögum og fimmtudögum.  Þetta er mjög hressandi ekki hægt að segja annað, stundum svolítið erfitt að koma sér af stað sérstaklega á morgnanna en svo er þetta frábært og að sjá allt fólkið sem leitar að stæðum til að leggja bílunum og svo framvegis.  Eitt sem ég hef samt uppgötvað að ökumenn taka mjög lítið tillit til gangbrauta og fólks á hjólum.  Sem betur fer er ég með krökknum því margir hverjir bara stoppa ekki þetta er ótrúlegt og þeim er alveg sama, sjá mann standa þarna og bíða og bíða en engin stoppar.  Stórhættulegt.

Miguel er búin að vera veikur og var á endanum lagður inn á spítala, þá var hann búin að vera með hita í næstum 2 vikur og þá meina ég 39-40°.  Hann var næstum viku á spítalanum og fullt af skoðunum og læti en þeir fundu lítið að honum, hann var með lítið járn en lítið annað.  Hann er komin heim en fær hjúkkur og lækna heim þangað til sýklalyfin eru búin og hann verður betri, hitinn er allavegana farin sem betur fer.  Fulgen var búin að fá alveg nóg af spítalaverunni, því hér er fólk með börnunum sínum 24 klst á spítalanum eða reynir að skiptast á.

Krakkarnir eru í fínu fjöri, Perla Líf er reyndar aðeins byrjuð að hósta að nýju en við vonum að það fari að sjálfu sér.  Alla síðustu helgi vorum við með vinafólki Silviu og Nando og krökkunum þeirra það var mjög fínt og ég fór út að borða með 2 vinkonum út að borða á föstudagskvöldið og svo fórum við á bar og fengum okkur eitt glas og svo heim.  Það var geðveikt gaman við hlógum svo mikið!!!  Þetta er sko svo nauðsynlegt stundum eheh.

Jólaskapið lætur lítið á sér kræla, ætli það sé ekki helst vegna þess að krakkarnir eru að fara til Íslands eftir rúmar 2 vikur og ég verð líklega heima hjá Fulgen, þannig að skreyta hér til að engin njóti þess er eiginlega hálfgerð fásinna en samt dapurlegt að skreyta ekkert æi veit ekki hvað ég geri.

Jæja nóg í bili, reyni að vera duglegri...jólaknús 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Já...stundum er vetur í sálinni líka, en mér skilst að hjólin og sundið og Padel hjálpi heilmikið til. Ég er ekki alveg viss hvort mig var að dreyma en mér fannst þið öll vera komin á klakann....hehe, og ég sem man svo illa drauma!!!!!!!!!

Það er eins og að það sé alls ekki tekið tillit til hjólafólks, að maður minnist nú ekki á sérstakar hjólabrautir. En farið þið varlega.

Það er gott að Miguel er að batna, líkaminn lætur sko vita af því ef að einhver efni vantar sem betur fer kannski, þá verður maður allavega að drífa sig til læknis og láta athuga statusinn.

Það er fínt að krakkarnir Ólafur og Perla Líf eru við fína heilsu....ég segi bara toj...toj...toj...við asmanum og vona að hann hverfi.

Það er lífsnauðsynlegt að hlægja öðru hvoru og gott að þið fenguð útrás, þarna um kvöldið.

Bið að heilsa öllum og tala betur við þig á Skypinu.  Sóldís Fjóla

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 1.12.2007 kl. 18:34

2 identicon

hæhæ skvís !!

já það kemur tímabil að kapið fari niður í "kuldanum" en vona ða þér fari að líða betur :) gott að heyra að miguel sé að hressast .. og skil þig vel fyrst að krakkarnir verða ekki með þér um jólin !! en ég myndi nú skreyta smá .. láta smá ljós og kósý :) En vona að þið hafið það gott !!! kveðja til krakkanna og fulgen líka ;) Didda, simmi og Aron Blær

Didda og co (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 22:04

3 identicon

Hæ elskurnar hlakka svo til  að fá krakkana. Er lítið  búin að vera heima en þetta kemur allt Reyna að bjalla saman á eftir eða á morgun??? Þarf að segja þér samt eitt nanabúbú er að fara á jólahlaðborð á laugardaginn ah ég að fara út úr húsi og ekki með krakkarófurnar á eftir mér Íris búin að fynna myndirnar og allt í key sendi þér með pósti eða e-mail?? Æi knús frá okkur sakna þín dúlla tölum saman sem fyrst eskan

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband