Skólinn, skólabækur og allt það.

Loksins loksins er skólinn byrjaður.  En þá tekur höfuðverkurinn við að ná í allar skólabækurnar, plasta þær og kaupa alla fylgihluti.  Ég er nú komin með all flestar bækurnar og að verða búin að plasta þær líka, úff þetta er engin smá vinna.

Undanfarið hafa krakkarnir verið hérna ein heima á morgnanna til kl 14 á meðan ég hef verið að vinna en það hefur sko verið í góðu lagi því þau eru orðin svo stór.  Vöknuðu nánast aldrei fyrr en rúmlega 10 og þá átti eftir að borða morgunmat, læra aðeins og svo bara leika við vinina í nágrenninu.  Þetta gekk mjög vel.  Nú eftir rúmlega viku byrja svo áhugamálin, Ólafur Ketill er að fara að byrja að læra á píanó svo fara þau bæði í tennis og sund eins og undanfarin ár.  

Við Fulgen höfum farið aðeins út að hlaupa en svo vill til núna að greyið mitt er komin með í hnéð aftur, en hitt hnéð ekki það sem var lagað í fyrra.  Svo í bili er hvíld í hlaupunum og ég ætla að bíða fram í næstu viku á að byrja í leikfimi vill klára allt í sambandi við skólann fyrst.  Svo byrja ég auðvitað í Padel eftir rúma viku og það verður æði, hlakka ekkert smá mikið til.  Eftir að við komum til Murciu erum við búin að vera dugleg að hitta vini og vera hingað og þangað.  Höfum lítið stoppað við og nú fáum við kærkomna gesti í kvöld sem eru Þurý og Steinar, veiiii það verður gaman.

Vil óska Steinunni, Dóra og fjölskyldu með nýju dömuna sem fæddist síðustu helgi.  

Kossar til ykkar allra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún.

Til hamingju með að vera langt komin með að plasta skólabækurnar, það tekur sko tíma.

Frábært að Þury og Steinar ætla að mæta, vonandi ná þau í tíma fyrir fundinn, en góða skemmtun með þeim.

Ég er líklega að gera svipaða hluti og þú, þrífa til og ýmislegt fleira. Svona nokkuð er margra daga verk, en nauðsynlegt öðru hvoru. Ég fékk símtal frá sumum í gærkvöldi, auðvitað er ískalt í íbúðinni hjá þeim, það er svolítið annað en húshitinn á Íslandi. Annars var allt bærilegt að frétta, en við heyrumst á Skypinu, hver lægðin af annari gengur núna yfir landið svo tiltektirnar eru hreint ekki svo vitlausar.

Bið að heilsa í bæinn, Ólafur og Perla Líf fá auðvitað sérstakt knús og þú líka.

Heyrumst  Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 14.9.2007 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband