Það er komið sumar!!!

Úff og rúmlega það mar....við erum enn í júní og það er búið að vera um 35° á hverjum einasta degi núna.  Það hefði mátt vera meira jafnvægi í þessu ekki bara úr kulda í þennan svaka hita.  Hefði viljað hafa mánuð bara með 25°-30° en það er ekki hægt að biðja um allt í þessu lífi.

 Vikan er bara búin að líða á hundrað, ég prófaði nýja leikfimi tíma á þriðjudaginn sem heitir Workout og það er svaka skemmtilegt og ekki of erfitt til að spila Padel á eftir.  Þessi tími fer bara eftir því sem þjálfaranum dettur í hug þann daginn, sú sem er með þennan tíma er algjör bomba, endalausa orku og svo svitnar hún fyrir okkur öll.  Þannig ég fór í þennan tíma líka á fimmtudag, svo í spinning á föstudag en þurfti fyrst að hlaupa heiman að frá mér í 34°hita því bílskúrshurðin var biluð, úff mar.  Við fórum að sækja hann Steinar á flugvöllin á miðvikudag og það var farið mjög seint að sofa, á fimmtudag komu Þurý og Steinar heim til Fulgens í heimsókn um kvöldið og það var líka farið seint heim hehe.  Föstudagurinn var rólegri og ég var með Perlu Líf úti á róló heillengi svo fórum við til Fulgen.

Gærdagurinn var frábær, krakkarnir fóru í Cordillera að leika sér en ég og Fulgen fórum til Campoamor að borða með vinafólki, Henar og Samuel sem á risastóran (snauzer) sem er risastór hundur veit ekkert hvað tegundin heitir á íslensku, hann var bara flottur.  Fulgen var heillaður því hann átti einn svona áður en að krakkarnir hans fæddust.  Svo spiluðu Fulgen og Miguel keppni saman í tennis og það gekk svona lala en skiptir mestu máli að vera með.

Um kvöldið horfðu krakkarnir á Eurovision en við fórum aftur með vinafólki okkar, spiluðum billjarð og bowling...mér gekk frábærlega, vann allt liðið hehehe ;).  Í dag dóum við Miguel næstum því við fórum að spila padel kl 11 og það var brjáluð sól og 30° hiti, rétt tórðum í næstum einn og hálfan tíma.  Það var samt gaman.  Annars á bara að taka því rólega í dag, taka aðeins til heima því nú koma Össi og Kata á miðvikudag, jibbý. 

knús í klessu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Guðrún. Nú er farið að hitna á Spáni, það var viðbúið. Hitinn 35 stig, úff...mér líst nú svona og svona á hjólafólkið í öllum þessum hita. Loftkældir bílar eru nauðsynlegir í svona hita , vont að hurðin að bílskúrnum virkaði ekki. En það er samt fínt að finna út leikfimi sem passar svona vel.

Ég fór til Hjördísar og Sigga á kosningadaginn og hélt að þau yrðu bara ásamt Guðrúnu og Símoni en það var öll fjölskyldan að meðtöldum krökkunum, sem voru mest að glápa á Euróvision en auðvitað vantaði Ísland inn í myndina. Það ætti að skipta þessu upp, Austurblokkinn ætti að vera sér og þeir sem bera í flestum tilfellum þungann af þessu og stofnuðu þetta fyrirbæri sem sagt Vestrið ættu að vera sér. Annars er þetta orðið eitt allsherjar show, þeir í austurblokkinni gefa hverjir öðrum atkvæði og standa saman. Þetta er eitthvað gruggugt við þetta alltsaman. En hvað um það.

Það er gott að heyra að allt er í góðum gír, (nema bílsskúrshurðin) í svona hita er nauðsynlegt að hafa loftkælingu, ekki bara í bílnum.

Knús til allra, við erum að fara í leikhúsið í kvöld, það verður örugglega skemmtilegt.

Heyrumst fljótlega....bið að heilsa. Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 13.5.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband